Meintar hótanir Kína gagnvart Færeyjum valda usla Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2019 08:47 Frá Þórshöfn í Færeyjum. EPA/GEORGIOS KEFALAS Helgi Abrahamsen, viðskiptaráðherra Færeyja, náðist á upptöku ræða það við aðstoðarmann sinn að sendiherra Kína í Danmörku hafi hótað háttsettum embættismönnum Færeyja. Ekkert yrði af fríverslunarsamningi á milli Kína og Færeyja ef kínverska tæknifyrirtækið Huawei fengi ekki að byggja 5G-samskiptakerfi landsins. Ríkisstjórn Færeyja fékk í síðustu viku lögbann á fréttaflutning upp úr upptökunni fjölmiðlar í Danmörku hafa þó haldið áfram að fjalla um málið og segja frá upptökunni. Þegar viðskiptaráðherra Færeyja, var á leið í viðtal við Kringvarp Føroya í síðasta mánuði ræddi hann málið við aðstoðarmann sinn en áttaði sig ekki á því að búið væri að koma hljóðnema á hann fyrir viðtalið. Þann 11. nóvember fundaði Feng Tie, sendiherra Kína gagnvart Danmörku, með Jenis av Rana, utanríkisráðherra Færeyja, og seinna með Bárði á Steig Nielsen, lögmanni Færeyja, og Jørgen Niclasen, fjármálaráðherra. Á þessum fundum á Feng að hafa sagt að ef símafyrirtækið Føroya Tele samþykkti ekki að fá Huawei til að byggja 5G-kerfi Færeyja yrði ekkert af fríverslunarsamningi á milli ríkjanna. Heimildarmenn Berlingske segja Feng hafa verið „mjög ákveðinn“ við ráðamenn Færeyja. Bandaríkin hafa þrýst verulega á Evrópuríki að nýta sér ekki þjónustu Huawei við uppbyggingu samskiptakerfa. Ríkisstjórn Kína geti þvingað forsvarsmenn fyrirtækins til að starfa með sér varðandi njósnir og ýmislegt annað.AP/Mark Schiefelbein Auk þess að segja að aldrei yrði af fríverslunarsamningnum ef Færeyingar gerðu ekki samning við Huwaei, á Feng að hafa sagt að ef af samningnum yrði, myndi viðskipti á milli ríkjanna aukast til muna. Nielsen mun þó hafa sagt Feng að undir engum kringumstæðum myndi ríkisstjórn hans skipta sér af því hvað einkafyrirtæki Færeyja ákváðu að gera varðandi uppbyggingu umrædds kerfis Yfirvöld Færeyja hafa lengi unnið að því að gera fríverslunarsamning við Kína. Fregnirnar hafa valdið usla í bæði Færeyjum og í Danmörku þar sem þingmenn hafa kallað eftir því að danska þingið standi þétt við bakið á Færeyingum. Varnarmálaráðuneyti Danmerkur hefur þegar varað Færeyinga við því að hleypa Huawei að uppbyggingu 5G-kerfisisins. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa þrýst á Evrópuríki að útiloka Huawei frá uppbyggingu 5G-kerfa og segja fyrirtækið geta verið notað af yfirvöldum Kína til njósna. Forsvarsmenn Huawei og yfirvalda Kína hafa á undanförnum mánuðum ítrekað haldið því meðal annars fram að fyrirtækið sé einkafyrirtæki og yfirvöld komi ekki að rekstri þess. Fannst ekki þrýst á sig Í yfirlýsingu til DR segir Feng að það sé innan verksviðs hans að standa vörð um kínversk fyrirtæki. Hann hafi þó ekki beitt Færeyinga þrýstingi eða hótað þeim. Sömuleiðis sé það skylda hans að tryggja að Huwaei fái sanngjarna meðferð með tilliti til þess að Bandaríkin hafi verið að þrýsta á Færeyinga varðandi fyrirtækið.Nielsen, lögmaður Færeyja, segist sömuleiðis ekki hafa fundist sem verið væri að beita hann þrýstingi á fundinum. Hann sagði sömuleiðis að almenningur ætti ef til vill ekki að vita af milliríkjaviðræðum sem þessum. „Svo sendiherra Kína hefur ekki sagt þér að mögulegur fríverslunarsamningur veltur á því hver mun koma að uppbyggingu 5G-kerfis Færeyja?“ spurði DR lögmanninn. „Eins og ég sagði, það eina sem ég hef um þetta að segja er að mér hefur ekki þótt ég beittur þrýstingi eða ógnað af yfirvöldum Kína,“ sagði Nielsen. Danmörk Færeyjar Huawei Kína Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Helgi Abrahamsen, viðskiptaráðherra Færeyja, náðist á upptöku ræða það við aðstoðarmann sinn að sendiherra Kína í Danmörku hafi hótað háttsettum embættismönnum Færeyja. Ekkert yrði af fríverslunarsamningi á milli Kína og Færeyja ef kínverska tæknifyrirtækið Huawei fengi ekki að byggja 5G-samskiptakerfi landsins. Ríkisstjórn Færeyja fékk í síðustu viku lögbann á fréttaflutning upp úr upptökunni fjölmiðlar í Danmörku hafa þó haldið áfram að fjalla um málið og segja frá upptökunni. Þegar viðskiptaráðherra Færeyja, var á leið í viðtal við Kringvarp Føroya í síðasta mánuði ræddi hann málið við aðstoðarmann sinn en áttaði sig ekki á því að búið væri að koma hljóðnema á hann fyrir viðtalið. Þann 11. nóvember fundaði Feng Tie, sendiherra Kína gagnvart Danmörku, með Jenis av Rana, utanríkisráðherra Færeyja, og seinna með Bárði á Steig Nielsen, lögmanni Færeyja, og Jørgen Niclasen, fjármálaráðherra. Á þessum fundum á Feng að hafa sagt að ef símafyrirtækið Føroya Tele samþykkti ekki að fá Huawei til að byggja 5G-kerfi Færeyja yrði ekkert af fríverslunarsamningi á milli ríkjanna. Heimildarmenn Berlingske segja Feng hafa verið „mjög ákveðinn“ við ráðamenn Færeyja. Bandaríkin hafa þrýst verulega á Evrópuríki að nýta sér ekki þjónustu Huawei við uppbyggingu samskiptakerfa. Ríkisstjórn Kína geti þvingað forsvarsmenn fyrirtækins til að starfa með sér varðandi njósnir og ýmislegt annað.AP/Mark Schiefelbein Auk þess að segja að aldrei yrði af fríverslunarsamningnum ef Færeyingar gerðu ekki samning við Huwaei, á Feng að hafa sagt að ef af samningnum yrði, myndi viðskipti á milli ríkjanna aukast til muna. Nielsen mun þó hafa sagt Feng að undir engum kringumstæðum myndi ríkisstjórn hans skipta sér af því hvað einkafyrirtæki Færeyja ákváðu að gera varðandi uppbyggingu umrædds kerfis Yfirvöld Færeyja hafa lengi unnið að því að gera fríverslunarsamning við Kína. Fregnirnar hafa valdið usla í bæði Færeyjum og í Danmörku þar sem þingmenn hafa kallað eftir því að danska þingið standi þétt við bakið á Færeyingum. Varnarmálaráðuneyti Danmerkur hefur þegar varað Færeyinga við því að hleypa Huawei að uppbyggingu 5G-kerfisisins. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa þrýst á Evrópuríki að útiloka Huawei frá uppbyggingu 5G-kerfa og segja fyrirtækið geta verið notað af yfirvöldum Kína til njósna. Forsvarsmenn Huawei og yfirvalda Kína hafa á undanförnum mánuðum ítrekað haldið því meðal annars fram að fyrirtækið sé einkafyrirtæki og yfirvöld komi ekki að rekstri þess. Fannst ekki þrýst á sig Í yfirlýsingu til DR segir Feng að það sé innan verksviðs hans að standa vörð um kínversk fyrirtæki. Hann hafi þó ekki beitt Færeyinga þrýstingi eða hótað þeim. Sömuleiðis sé það skylda hans að tryggja að Huwaei fái sanngjarna meðferð með tilliti til þess að Bandaríkin hafi verið að þrýsta á Færeyinga varðandi fyrirtækið.Nielsen, lögmaður Færeyja, segist sömuleiðis ekki hafa fundist sem verið væri að beita hann þrýstingi á fundinum. Hann sagði sömuleiðis að almenningur ætti ef til vill ekki að vita af milliríkjaviðræðum sem þessum. „Svo sendiherra Kína hefur ekki sagt þér að mögulegur fríverslunarsamningur veltur á því hver mun koma að uppbyggingu 5G-kerfis Færeyja?“ spurði DR lögmanninn. „Eins og ég sagði, það eina sem ég hef um þetta að segja er að mér hefur ekki þótt ég beittur þrýstingi eða ógnað af yfirvöldum Kína,“ sagði Nielsen.
Danmörk Færeyjar Huawei Kína Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira