Maðurinn sem féll í Núpá enn ófundinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. desember 2019 06:30 Frá Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi þar sem kafarar sérsveitarinnar gerðu sig klára til að fara norður með þyrlu gæslunnar. vísir/vilhelm Maðurinn sem féll í Núpá í Sölvadal inni af Eyjafirði í gærkvöldi er enn ófundinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra sem birt var snemma á sjöunda tímanum í morgun. Tugir viðbragðsaðila koma að leitinni og þá hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar verið sendar norður. Í tilkynningu segir jafnframt að verið sé að skipta út mannskap á leitarsvæðinu og kalla til enn frekari mannskap frá öðrum svæðum. Á sjötta tug viðbragðsaðila hafa verið að störfum á slysstað. Stöðufundur fer nú fram á Akureyri þar sem næstu skref í aðgerðinni verða ákveðin. Lögreglu barst tilkynning um að maðurinn hefði fallið í ána laust fyrir klukkan 22 í gærkvöldi. Tveir menn voru að vinna við stíflu í ánni þegar krapagusa hreif annan manninn með sér. Um leið og tilkynningin kom var allt tiltækt lið björgunarsveita sent á vettvang ásamt lögreglumönnum og lækni. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út og með henni fjórir kafarar. Þyrlan lenti á vettvangi skömmu eftir klukkan eitt í nótt en um tveimur tímum síðar hafði ekki verið unnt að beita henni við leitina vegna veðurs. Í tilkynningu sem lögregla sendi frá sér klukkan þrjú í nótt er áréttað að aðstæður séu erfiðar á vettvangi. Leitarmenn hafi gengið með ánni í leit að manninum, auk þess sem kafarar leiti á völdum stöðum. Þá var óskað eftir aukamannskap til að aðstoða við leitina en önnur þyrla Landhelgisgæslunnar með tíu manna hóp, sem sérhæfður er í straumvatnsbjörgun, var send til Akureyrar í nótt. Aðgerðarstjórn almannavarna á Akureyri stjórnar aðgerðum tengdum leitinni. Hún var þegar mönnuð vegna óveðursins sem gengið hefur yfir landið síðustu sólarhringa. Akureyri Björgunarsveitir Lögreglumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Slys við Núpá í Sölvadal Veður Tengdar fréttir Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. 11. desember 2019 22:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira
Maðurinn sem féll í Núpá í Sölvadal inni af Eyjafirði í gærkvöldi er enn ófundinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra sem birt var snemma á sjöunda tímanum í morgun. Tugir viðbragðsaðila koma að leitinni og þá hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar verið sendar norður. Í tilkynningu segir jafnframt að verið sé að skipta út mannskap á leitarsvæðinu og kalla til enn frekari mannskap frá öðrum svæðum. Á sjötta tug viðbragðsaðila hafa verið að störfum á slysstað. Stöðufundur fer nú fram á Akureyri þar sem næstu skref í aðgerðinni verða ákveðin. Lögreglu barst tilkynning um að maðurinn hefði fallið í ána laust fyrir klukkan 22 í gærkvöldi. Tveir menn voru að vinna við stíflu í ánni þegar krapagusa hreif annan manninn með sér. Um leið og tilkynningin kom var allt tiltækt lið björgunarsveita sent á vettvang ásamt lögreglumönnum og lækni. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út og með henni fjórir kafarar. Þyrlan lenti á vettvangi skömmu eftir klukkan eitt í nótt en um tveimur tímum síðar hafði ekki verið unnt að beita henni við leitina vegna veðurs. Í tilkynningu sem lögregla sendi frá sér klukkan þrjú í nótt er áréttað að aðstæður séu erfiðar á vettvangi. Leitarmenn hafi gengið með ánni í leit að manninum, auk þess sem kafarar leiti á völdum stöðum. Þá var óskað eftir aukamannskap til að aðstoða við leitina en önnur þyrla Landhelgisgæslunnar með tíu manna hóp, sem sérhæfður er í straumvatnsbjörgun, var send til Akureyrar í nótt. Aðgerðarstjórn almannavarna á Akureyri stjórnar aðgerðum tengdum leitinni. Hún var þegar mönnuð vegna óveðursins sem gengið hefur yfir landið síðustu sólarhringa.
Akureyri Björgunarsveitir Lögreglumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Slys við Núpá í Sölvadal Veður Tengdar fréttir Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. 11. desember 2019 22:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira
Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. 11. desember 2019 22:20