Duncan Ferguson verður á hliðarlínunni og stýrir Everton um helgina er liðið mætir Manchester United á útivelli.
Duncan stýrði Everton um liðna helgi eftir að Everton ákvað að reka Marco Silva úr starfi en Duncan hafði verið í þjálfarateymi Everton áður.
Hann byrjaði heldur betur vel í starfi því Everton vann 3-1 sigur á Chelsea og lyfti sér upp úr fallsæti en búist var við að Everton myndi ráða inn nýjan stjóra fyrir helgina.
BREAKING: Everton have confirmed that Duncan Ferguson will remain as caretaker manager for this weekend's #SuperSunday clash with Manchester United.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 11, 2019
Svo verður ekki. Vitor Pereira var orðaður við starfið en hann tekur ekki við liðinu og eftir að Carlo Ancelotti var rekinn frá Napoli í gær hefur hann verið orðaður við starfið.
Leikur Man. United og Everton fer fram í hádeginu á laugardaginn.