Svikin loforð eða óþolandi seinagangur? Sandra Bryndísardóttir Franks skrifar 11. desember 2019 11:00 Í sérstakri yfirlýsingu ríkisstjórnar frá því í maí 2015 var aðgerðum um menntamál lofað. Aðgerðirnar snérust um að bæta skilyrði til starfsnáms. Skilgreina átti fagháskólastigið og tengingu þess við framhalds- og háskólakerfið. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur eðli samkvæmt verið með verkefnið á sínum snærum og skipað starfshóp og samráðsvettvang til þess að koma þessu verkefni til framkvæmdar. Senn er árið 2020 að hefjast og ég spyr, hvað er að frétta? Sjúkraliðafélag Íslands hefur um árabil lagt áherslu á að fjölga sjúkraliðum og efla stöðu þeirra í íslensku samfélagi. Einn þáttur í því er að styrkja og bæta sjúkraliðanámið með viðbótarnámi sem kennt verður á fagháskólastigi. Þannig verður betur hægt að tryggja samfellda námsleið fyrir nemendur úr framhaldsskóla yfir í háskóla og styðja faglegar forsendur námsins. Sjúkraliðar höfðu til ársins 2017 tækifæri til að stunda framhaldsnám á 4. hæfniþrepi við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Námið styrkti sérhæfingu sjúkraliða til að takast að við fjölþættari hjúkrunarstörf. Á þessu tímabili sem unnið hefur verið að því að skilgreina fagháskólanám, í samræmi við framangreint loforð ríkisstjórnarinnar, hefur framhaldsnám sjúkraliða við Fjölbrautaskólann i Ármúla legið niðri. Það hefur því myndast uppsöfnuð eftirspurn eftir náminu, og er það verulegt áhyggjuefni. Það er beinlínis nauðsynlegt að lögformleg loforð ríkisstjórna séu sett fram með ábyrgum og markvissum hætti, og að áætlun um framkvæmd og fjármuni séu tryggð. Í störfum okkar á skrifstofu Sjúkraliðafélagsins fer allnokkur orka í að svara fyrirspurnum sjúkraliða um væntanlegt fagháskólanám. Það er ömurlegt hlutskipti að þurfa færa þessari lykilstarfsstétt í heilbrigðisþjónustunni ítrekuð vonbrigði með því að segja að ekkert sé að frétta af þessu fyrirhugaðri námsleið. Mennta- og menningarmálaráðherra þarf að bregðist hratt og vel við framangreindu loforði ríkisstjórnarinnar frá árinu 2015, því það er ekki valkostur að fresta viðbótarnámi fyrir sjúkraliða enn frekar.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sandra B. Franks Skóla - og menntamál Mest lesið Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Sjá meira
Í sérstakri yfirlýsingu ríkisstjórnar frá því í maí 2015 var aðgerðum um menntamál lofað. Aðgerðirnar snérust um að bæta skilyrði til starfsnáms. Skilgreina átti fagháskólastigið og tengingu þess við framhalds- og háskólakerfið. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur eðli samkvæmt verið með verkefnið á sínum snærum og skipað starfshóp og samráðsvettvang til þess að koma þessu verkefni til framkvæmdar. Senn er árið 2020 að hefjast og ég spyr, hvað er að frétta? Sjúkraliðafélag Íslands hefur um árabil lagt áherslu á að fjölga sjúkraliðum og efla stöðu þeirra í íslensku samfélagi. Einn þáttur í því er að styrkja og bæta sjúkraliðanámið með viðbótarnámi sem kennt verður á fagháskólastigi. Þannig verður betur hægt að tryggja samfellda námsleið fyrir nemendur úr framhaldsskóla yfir í háskóla og styðja faglegar forsendur námsins. Sjúkraliðar höfðu til ársins 2017 tækifæri til að stunda framhaldsnám á 4. hæfniþrepi við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Námið styrkti sérhæfingu sjúkraliða til að takast að við fjölþættari hjúkrunarstörf. Á þessu tímabili sem unnið hefur verið að því að skilgreina fagháskólanám, í samræmi við framangreint loforð ríkisstjórnarinnar, hefur framhaldsnám sjúkraliða við Fjölbrautaskólann i Ármúla legið niðri. Það hefur því myndast uppsöfnuð eftirspurn eftir náminu, og er það verulegt áhyggjuefni. Það er beinlínis nauðsynlegt að lögformleg loforð ríkisstjórna séu sett fram með ábyrgum og markvissum hætti, og að áætlun um framkvæmd og fjármuni séu tryggð. Í störfum okkar á skrifstofu Sjúkraliðafélagsins fer allnokkur orka í að svara fyrirspurnum sjúkraliða um væntanlegt fagháskólanám. Það er ömurlegt hlutskipti að þurfa færa þessari lykilstarfsstétt í heilbrigðisþjónustunni ítrekuð vonbrigði með því að segja að ekkert sé að frétta af þessu fyrirhugaðri námsleið. Mennta- og menningarmálaráðherra þarf að bregðist hratt og vel við framangreindu loforði ríkisstjórnarinnar frá árinu 2015, því það er ekki valkostur að fresta viðbótarnámi fyrir sjúkraliða enn frekar.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar