Stormasamt milli Pírata og Steingríms í þingsal Jakob Bjarnar skrifar 10. desember 2019 14:35 Steingrímur hvessti sig þegar hann sagði að slíkt yrði ekki liðið að þingmenn gripu frammí fyrir forseta sínum. Mikill hiti var í umræðu um fundarstjórn forseta á Alþingi nú fyrir stundu. Voru þingmenn stjórnarandstöðunnar afar ósáttir við framgöngu forseta þingsins, Steingríms J. Sigfússonar. Einkum töldu Píratar á sig halla af hálfu forseta. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði: „Ég kom hér í ræðustól áðan til að mótmæla því að mál væru hér sett á dagskrá. Um leið og ég minntist á málið fór forseti að berja á bjölluna. Mér finnst það óþolandi, herra forseti. Ég hlýt að geta mótmælt því að eitthvað sé sett á dagskrá og nefnt málið sem ég er að tala um, herra forseti. Mér finnst þetta óþolandi. Ég vil bara fá að klára mína ræðu. Ég misnota ekkert þennan lið. Og er bara að tala um dagskrá dagsins í dag. Þetta mál finnst mér ótækt að setja á dagskrá vegna þess að þetta kirkjujarðasamkomulagsbix sem heldur hér áfram fær enga almennilega þinglega meðferð,“ sagði Helgi Hrafn meðal annars. Og að það ætti að nota jólin sem tilfinningalega kúgun til að þjóna hagsmunum Þjóðkirkjunnar. Klippa: Steingrímur J. hvessir sig Steingrímur sagði Helga vera kominn efnislega í umræðu um málið undir dagskrárliðnum „um fundarstjórn forseta“ og fyrir því væru 40 vitni. „Víst,“ sagði Steingrímur við frammíkalli Helga. „Eitt verður ekki liðið. Að þingmenn grípi frammí fyrir forseta sínum,“ hrópaði Steingrímur úr sæti forseta. „Og þessum fundi verður slitið ef menn ætla að halda slíku áfram.“ Steingrímur sagði ævaforna hefð fyrir því að málum væri ekki grautað saman með þeim hætti. Helga var heitt í hamsi sem og Halldóru Mogensen, einnig þingmanni Pírata, sem steig einnig í pontu og velti því upp hvort Steingrímur hreinlega mismunaði þingmönnum því hann hamaðist á bjöllunni ætíð þegar þeir hefðu orðið. Hún spurði hvað það væri sem mætti ræða í pontu. „Þegar þingmaður Pírata vildi ræða hvaða mál er verið að setja á dagskrá. Og færir rök fyrir því. Þá finnur forseti hjá sér þörf til að trufla þingmanninn. Og þetta gerist svakalega oft. Ég bið hæstvirtan forseta að skoða það hversu oft hann er raunverulega að trufla þingmenn Pírata í sínum ræðum hérna í þessari pontu. Vegna þess að mér þykir það gerast óþarflega oft miðað við hvernig tekið er á öðrum þingmönnum hér í þessum þingsal.“ Alþingi Píratar Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Mikill hiti var í umræðu um fundarstjórn forseta á Alþingi nú fyrir stundu. Voru þingmenn stjórnarandstöðunnar afar ósáttir við framgöngu forseta þingsins, Steingríms J. Sigfússonar. Einkum töldu Píratar á sig halla af hálfu forseta. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði: „Ég kom hér í ræðustól áðan til að mótmæla því að mál væru hér sett á dagskrá. Um leið og ég minntist á málið fór forseti að berja á bjölluna. Mér finnst það óþolandi, herra forseti. Ég hlýt að geta mótmælt því að eitthvað sé sett á dagskrá og nefnt málið sem ég er að tala um, herra forseti. Mér finnst þetta óþolandi. Ég vil bara fá að klára mína ræðu. Ég misnota ekkert þennan lið. Og er bara að tala um dagskrá dagsins í dag. Þetta mál finnst mér ótækt að setja á dagskrá vegna þess að þetta kirkjujarðasamkomulagsbix sem heldur hér áfram fær enga almennilega þinglega meðferð,“ sagði Helgi Hrafn meðal annars. Og að það ætti að nota jólin sem tilfinningalega kúgun til að þjóna hagsmunum Þjóðkirkjunnar. Klippa: Steingrímur J. hvessir sig Steingrímur sagði Helga vera kominn efnislega í umræðu um málið undir dagskrárliðnum „um fundarstjórn forseta“ og fyrir því væru 40 vitni. „Víst,“ sagði Steingrímur við frammíkalli Helga. „Eitt verður ekki liðið. Að þingmenn grípi frammí fyrir forseta sínum,“ hrópaði Steingrímur úr sæti forseta. „Og þessum fundi verður slitið ef menn ætla að halda slíku áfram.“ Steingrímur sagði ævaforna hefð fyrir því að málum væri ekki grautað saman með þeim hætti. Helga var heitt í hamsi sem og Halldóru Mogensen, einnig þingmanni Pírata, sem steig einnig í pontu og velti því upp hvort Steingrímur hreinlega mismunaði þingmönnum því hann hamaðist á bjöllunni ætíð þegar þeir hefðu orðið. Hún spurði hvað það væri sem mætti ræða í pontu. „Þegar þingmaður Pírata vildi ræða hvaða mál er verið að setja á dagskrá. Og færir rök fyrir því. Þá finnur forseti hjá sér þörf til að trufla þingmanninn. Og þetta gerist svakalega oft. Ég bið hæstvirtan forseta að skoða það hversu oft hann er raunverulega að trufla þingmenn Pírata í sínum ræðum hérna í þessari pontu. Vegna þess að mér þykir það gerast óþarflega oft miðað við hvernig tekið er á öðrum þingmönnum hér í þessum þingsal.“
Alþingi Píratar Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira