Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, birti í gær nýja auglýsingu sem minnir óneitanlega á frægt atriði úr jólamyndinni Love Actually.
Nú eru aðeins tveir dagar í þingkosningar í Bretlandi sem verða 12. desember.
Hjá mörgum koma jólin ekki nema búið sé að horfa á myndina Love Actually að minnsta kosti einu sinni.
Myndin kom út árið 2003 og hefur allar götur síðan verið ein vinsælasta jólamyndin í heiminum. Með aðalhlutverk í myndinni fara Colin Firth, Emma Thompson, Liam Neeson, Keira Knightley, Martin Freeman, Hugh Grant og fleiri.
Atriðið sem um ræðir má sjá hér að neðan:
Hér að neðan má sjá auglýsingu Boris Johnson.