Íslenskur róðrakappi vekur heimsathygli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. desember 2019 15:06 Róðrakapparnir velktust um í köldum sjónum. ap/Discovery Íslenski róðrakappinn Fiann Paul lauk merkisáfanga í siglingum í hópi sex manna en þeir reru yfir Drekasund á Suðurskautslandinu en það hefur aldrei áður verið gert án utanaðkomandi aðstoðar. Kapparnir kláruðu verkið á þrettán dögum en róið var allan sólarhringinn svo báturinn hvolfdist ekki í köldum sjónum. Árabáturinn sem þeir reru er um níu metrar á lengd og lár þannig að kaldur sjór gekk yfir mennina allan tímann. Lítill svefnfriður var á bátnum og þurftu mennirnir að kasta af sér í litla fötu sem þeir höfðu meðferðis. Þá skiptu þeir með sér róðravöktum, þrír menn reru í níutíu mínútur í senn á meðan hinir þrír reyndu að hvíla sig. Róðrinum lauk á jóladag og lögðu sexmenningarnir af stað frá syðsta odda Suður-Ameríku. Afrekið hefur vakið athygli á heimsvísu enda er hafsvæðið talið eitt það hættulegasta í heimi. Áhöfnin fékk nánast engan svefn í þá þrettán daga sem þeir reru.aðsend Fiann skrifar á heimasíðu sinni að hann hafi ákveðið að leggja í þessa ferð í apríl 2017 og fyrsti áhafnarmeðlimurinn var fundinn í september 2017. Áhöfnin var svo fullskipuð í apríl á þessu ári. Bandaríski jarðfræðingurinn Wayne Ranney hefur farið þessa leið á vélknúnum báti meira en fimmtíu sinnum en hann sagði í samtali við Time tímaritið að það væri með ólíkindum að þeim hafi tekist að fara þarna yfir með handafli. Þá er haft eftir Colin O‘Brady, einum sexmenninganna, að þeir séu mjög eftir sig. „Þetta var frekar svakalegt. Við misstum allir mikla líkamsþyngd og vorum með óráði sökum svefnleysis,“ sagði O‘Brady. Fiann leiddi leiðangurinn.aðsend Fiann hefur verið búsettur á Íslandi í rúman áratug og siglir hann undir íslenskum fána. Hann er einn fremsti róðrakappi heims og hefur sett mörg met. Í fyrradag skrifaði hann á vefsíðu sinni að vegna svefnleysis hafi þeir fengið ofskynjanir og þá heyri þeir helst í hundum gelta. „Ég hef oft reynt að skilja hvað veldur því að heilinn okkar velur þetta sérstaka hljóð en hef aldrei fundið vísindalega skýringu.“ Íslendingar erlendis Suðurskautslandið Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira
Íslenski róðrakappinn Fiann Paul lauk merkisáfanga í siglingum í hópi sex manna en þeir reru yfir Drekasund á Suðurskautslandinu en það hefur aldrei áður verið gert án utanaðkomandi aðstoðar. Kapparnir kláruðu verkið á þrettán dögum en róið var allan sólarhringinn svo báturinn hvolfdist ekki í köldum sjónum. Árabáturinn sem þeir reru er um níu metrar á lengd og lár þannig að kaldur sjór gekk yfir mennina allan tímann. Lítill svefnfriður var á bátnum og þurftu mennirnir að kasta af sér í litla fötu sem þeir höfðu meðferðis. Þá skiptu þeir með sér róðravöktum, þrír menn reru í níutíu mínútur í senn á meðan hinir þrír reyndu að hvíla sig. Róðrinum lauk á jóladag og lögðu sexmenningarnir af stað frá syðsta odda Suður-Ameríku. Afrekið hefur vakið athygli á heimsvísu enda er hafsvæðið talið eitt það hættulegasta í heimi. Áhöfnin fékk nánast engan svefn í þá þrettán daga sem þeir reru.aðsend Fiann skrifar á heimasíðu sinni að hann hafi ákveðið að leggja í þessa ferð í apríl 2017 og fyrsti áhafnarmeðlimurinn var fundinn í september 2017. Áhöfnin var svo fullskipuð í apríl á þessu ári. Bandaríski jarðfræðingurinn Wayne Ranney hefur farið þessa leið á vélknúnum báti meira en fimmtíu sinnum en hann sagði í samtali við Time tímaritið að það væri með ólíkindum að þeim hafi tekist að fara þarna yfir með handafli. Þá er haft eftir Colin O‘Brady, einum sexmenninganna, að þeir séu mjög eftir sig. „Þetta var frekar svakalegt. Við misstum allir mikla líkamsþyngd og vorum með óráði sökum svefnleysis,“ sagði O‘Brady. Fiann leiddi leiðangurinn.aðsend Fiann hefur verið búsettur á Íslandi í rúman áratug og siglir hann undir íslenskum fána. Hann er einn fremsti róðrakappi heims og hefur sett mörg met. Í fyrradag skrifaði hann á vefsíðu sinni að vegna svefnleysis hafi þeir fengið ofskynjanir og þá heyri þeir helst í hundum gelta. „Ég hef oft reynt að skilja hvað veldur því að heilinn okkar velur þetta sérstaka hljóð en hef aldrei fundið vísindalega skýringu.“
Íslendingar erlendis Suðurskautslandið Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira