Elsti hjúkrunarfræðingur landsins er 100 ára í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. desember 2019 19:00 Elsti hjúkrunarfræðingur landsins, sem fagnar aldarafmæli sínu í dag hvetur ungt fólk til að læra hjúkrunarfræði því starfið sé ákaflega fjölbreytt og skemmtilegt. Þá fagnar hún því hvað ungir karlmenn eru að koma sterkt inn í stéttina.Sigrún Hermannsdóttir á 100 ára afmæli í dag en hún er eftir sem best er vitað elsti núlifandi hjúkrunarfræðingurinn á Íslandi. Hún býr á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík en það var slegið upp afmælisveislu í dag í tilefni tímamótanna.Eiginmaður Sigrúnar var Bjarni Einarsson, handritasérfræðingur. Saman áttu þau fimm börn. Sigrún byrjaði að læra hjúkrunarfræði 22 ára gömul og starfaði við fagið allan sinn starfsferil.Hún er stálminnug enda á hún auðvelt með að rifja upp atvik úr vinnunni. Hún segir að samstarf á milli lækna og hjúkrunarfræðinga hafi verið lítið sem ekkert.„Það var ansi mikil stéttaskipting og satt að segja margt til skammar, sem gekk yfir fólk“, segir Sigrún.Litu læknarnir niður á hjúkrunarfræðinga?„Það held ég, svona yfirleitt“. Sigrún, sem á 100 ára afmæli í dag. Hún býr á hjúkrunarheimilinu Sóltún í Reykjavík. Hún er elsti núlifandi hjúkrunarfræðingur landsins, sem vitað er um.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sigrún hvetur ungt fólk til að læra hjúkrunarfræði því starfið sé ótrúlega fjölbreytt og skemmtilegt. Hún vann aldrei með karlkyns hjúkrunarfræðingi en fagnar því að karlmenn sé að útskrifast í auknu mæli sem hjúkrunarfræðingar.„Þeir eru góðir í því, mjög“, segir hún.Sigrún segist vera mjög hissa á því hvað hún sé orðin gömul.En hvernig líst henni á að hún sé elsti hjúkrunarfræðingur landsins?„Er það virkilega, er ekki einhver eldri en ég ekki á lífi. Nei, ég hélt að þær væru svo gamlar, hvað ertu að setja, þetta vissi ég ekki. Ég er ekki stolt af því að vera elst því mér finnst þetta alveg galið bara“, segir Sigrún með hissa.Sigrún er að lokum spurð að því hvort hún eigi sér uppáhaldsstað á Íslandi, hún var aðeins í vafa með svarið en sagði svo;„Seyðisfjörður í góðu veðri eins og margir aðrir staðir er alveg dásamlegur af fegurð“. Heilbrigðismál Reykjavík Tímamót Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Elsti hjúkrunarfræðingur landsins, sem fagnar aldarafmæli sínu í dag hvetur ungt fólk til að læra hjúkrunarfræði því starfið sé ákaflega fjölbreytt og skemmtilegt. Þá fagnar hún því hvað ungir karlmenn eru að koma sterkt inn í stéttina.Sigrún Hermannsdóttir á 100 ára afmæli í dag en hún er eftir sem best er vitað elsti núlifandi hjúkrunarfræðingurinn á Íslandi. Hún býr á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík en það var slegið upp afmælisveislu í dag í tilefni tímamótanna.Eiginmaður Sigrúnar var Bjarni Einarsson, handritasérfræðingur. Saman áttu þau fimm börn. Sigrún byrjaði að læra hjúkrunarfræði 22 ára gömul og starfaði við fagið allan sinn starfsferil.Hún er stálminnug enda á hún auðvelt með að rifja upp atvik úr vinnunni. Hún segir að samstarf á milli lækna og hjúkrunarfræðinga hafi verið lítið sem ekkert.„Það var ansi mikil stéttaskipting og satt að segja margt til skammar, sem gekk yfir fólk“, segir Sigrún.Litu læknarnir niður á hjúkrunarfræðinga?„Það held ég, svona yfirleitt“. Sigrún, sem á 100 ára afmæli í dag. Hún býr á hjúkrunarheimilinu Sóltún í Reykjavík. Hún er elsti núlifandi hjúkrunarfræðingur landsins, sem vitað er um.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sigrún hvetur ungt fólk til að læra hjúkrunarfræði því starfið sé ótrúlega fjölbreytt og skemmtilegt. Hún vann aldrei með karlkyns hjúkrunarfræðingi en fagnar því að karlmenn sé að útskrifast í auknu mæli sem hjúkrunarfræðingar.„Þeir eru góðir í því, mjög“, segir hún.Sigrún segist vera mjög hissa á því hvað hún sé orðin gömul.En hvernig líst henni á að hún sé elsti hjúkrunarfræðingur landsins?„Er það virkilega, er ekki einhver eldri en ég ekki á lífi. Nei, ég hélt að þær væru svo gamlar, hvað ertu að setja, þetta vissi ég ekki. Ég er ekki stolt af því að vera elst því mér finnst þetta alveg galið bara“, segir Sigrún með hissa.Sigrún er að lokum spurð að því hvort hún eigi sér uppáhaldsstað á Íslandi, hún var aðeins í vafa með svarið en sagði svo;„Seyðisfjörður í góðu veðri eins og margir aðrir staðir er alveg dásamlegur af fegurð“.
Heilbrigðismál Reykjavík Tímamót Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira