Elsti hjúkrunarfræðingur landsins er 100 ára í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. desember 2019 19:00 Elsti hjúkrunarfræðingur landsins, sem fagnar aldarafmæli sínu í dag hvetur ungt fólk til að læra hjúkrunarfræði því starfið sé ákaflega fjölbreytt og skemmtilegt. Þá fagnar hún því hvað ungir karlmenn eru að koma sterkt inn í stéttina.Sigrún Hermannsdóttir á 100 ára afmæli í dag en hún er eftir sem best er vitað elsti núlifandi hjúkrunarfræðingurinn á Íslandi. Hún býr á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík en það var slegið upp afmælisveislu í dag í tilefni tímamótanna.Eiginmaður Sigrúnar var Bjarni Einarsson, handritasérfræðingur. Saman áttu þau fimm börn. Sigrún byrjaði að læra hjúkrunarfræði 22 ára gömul og starfaði við fagið allan sinn starfsferil.Hún er stálminnug enda á hún auðvelt með að rifja upp atvik úr vinnunni. Hún segir að samstarf á milli lækna og hjúkrunarfræðinga hafi verið lítið sem ekkert.„Það var ansi mikil stéttaskipting og satt að segja margt til skammar, sem gekk yfir fólk“, segir Sigrún.Litu læknarnir niður á hjúkrunarfræðinga?„Það held ég, svona yfirleitt“. Sigrún, sem á 100 ára afmæli í dag. Hún býr á hjúkrunarheimilinu Sóltún í Reykjavík. Hún er elsti núlifandi hjúkrunarfræðingur landsins, sem vitað er um.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sigrún hvetur ungt fólk til að læra hjúkrunarfræði því starfið sé ótrúlega fjölbreytt og skemmtilegt. Hún vann aldrei með karlkyns hjúkrunarfræðingi en fagnar því að karlmenn sé að útskrifast í auknu mæli sem hjúkrunarfræðingar.„Þeir eru góðir í því, mjög“, segir hún.Sigrún segist vera mjög hissa á því hvað hún sé orðin gömul.En hvernig líst henni á að hún sé elsti hjúkrunarfræðingur landsins?„Er það virkilega, er ekki einhver eldri en ég ekki á lífi. Nei, ég hélt að þær væru svo gamlar, hvað ertu að setja, þetta vissi ég ekki. Ég er ekki stolt af því að vera elst því mér finnst þetta alveg galið bara“, segir Sigrún með hissa.Sigrún er að lokum spurð að því hvort hún eigi sér uppáhaldsstað á Íslandi, hún var aðeins í vafa með svarið en sagði svo;„Seyðisfjörður í góðu veðri eins og margir aðrir staðir er alveg dásamlegur af fegurð“. Heilbrigðismál Reykjavík Tímamót Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Elsti hjúkrunarfræðingur landsins, sem fagnar aldarafmæli sínu í dag hvetur ungt fólk til að læra hjúkrunarfræði því starfið sé ákaflega fjölbreytt og skemmtilegt. Þá fagnar hún því hvað ungir karlmenn eru að koma sterkt inn í stéttina.Sigrún Hermannsdóttir á 100 ára afmæli í dag en hún er eftir sem best er vitað elsti núlifandi hjúkrunarfræðingurinn á Íslandi. Hún býr á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík en það var slegið upp afmælisveislu í dag í tilefni tímamótanna.Eiginmaður Sigrúnar var Bjarni Einarsson, handritasérfræðingur. Saman áttu þau fimm börn. Sigrún byrjaði að læra hjúkrunarfræði 22 ára gömul og starfaði við fagið allan sinn starfsferil.Hún er stálminnug enda á hún auðvelt með að rifja upp atvik úr vinnunni. Hún segir að samstarf á milli lækna og hjúkrunarfræðinga hafi verið lítið sem ekkert.„Það var ansi mikil stéttaskipting og satt að segja margt til skammar, sem gekk yfir fólk“, segir Sigrún.Litu læknarnir niður á hjúkrunarfræðinga?„Það held ég, svona yfirleitt“. Sigrún, sem á 100 ára afmæli í dag. Hún býr á hjúkrunarheimilinu Sóltún í Reykjavík. Hún er elsti núlifandi hjúkrunarfræðingur landsins, sem vitað er um.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sigrún hvetur ungt fólk til að læra hjúkrunarfræði því starfið sé ótrúlega fjölbreytt og skemmtilegt. Hún vann aldrei með karlkyns hjúkrunarfræðingi en fagnar því að karlmenn sé að útskrifast í auknu mæli sem hjúkrunarfræðingar.„Þeir eru góðir í því, mjög“, segir hún.Sigrún segist vera mjög hissa á því hvað hún sé orðin gömul.En hvernig líst henni á að hún sé elsti hjúkrunarfræðingur landsins?„Er það virkilega, er ekki einhver eldri en ég ekki á lífi. Nei, ég hélt að þær væru svo gamlar, hvað ertu að setja, þetta vissi ég ekki. Ég er ekki stolt af því að vera elst því mér finnst þetta alveg galið bara“, segir Sigrún með hissa.Sigrún er að lokum spurð að því hvort hún eigi sér uppáhaldsstað á Íslandi, hún var aðeins í vafa með svarið en sagði svo;„Seyðisfjörður í góðu veðri eins og margir aðrir staðir er alveg dásamlegur af fegurð“.
Heilbrigðismál Reykjavík Tímamót Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira