Annar „El Clasico“ í beinni á milli jóla og nýárs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2019 13:30 Facundo Campazzo í leik með Real Madrid á móti Barcelona. Getty/Sonia Canada Spænski körfuboltinn býður upp á stórleik á milli jóla og nýárs og íslenskir körfuboltaáhugamenn fá þá í fyrsta sinn tækifæri til að sjá stórlið spænska körfuboltans mætast í beinni sjónvarpsútsendingu. Barcelona og Real Madrid mættust í „El Clasico“ fótboltans í síðustu viku en það er annar „El Clasico“ fram undan á Spáni fyrir áramót. Barcelona tekur á móti Real Madrid í fimmtándu umferð spænsku deildarinnar 29. desember næstkomandi og Stöð 2 Sport ætlar að sýna leikinn beint en þetta í fyrsta sinn hér á landi þar sem er sýnt beint frá spænska körfuboltanum. Eins og í fótboltanum þá eru lið Real Madrid og Barcelona í tveimur efstu sætum deildarinnar þegar kemur að þessum innbyrðis leik þeirra. Þetta eru líka tvö sigursælustu körfuboltalið Spánar frá upphafi. Real Madrid hefur unnið tólf leiki og tapað tveimur en Barcelona er rétt á eftir með ellefu sigra og þrjá tapleiki. Engin lið í spænsku deildinni hafa skorað fleiri stig í deildinni en þessi tvö. Real Madrid hefur unnið spænska titilinn undanfarin tvö tímabil og alls fjórum sinnum síðan Barcelona vann hann síðast árið 2014. Klippa: Leikur Barcelona og Real Madrid á Stöð 2 Sport Stærstu stjörnur Real Madrid eru argentínski leikstjórnandinn Facundo Campazzo, landi hans Gabriel Deck, fyrrum NBA-leikmaðurinn Anthony Randolph og spænski reynsluboltinn og fyrrum NBA-leikmaðurinn Rudy Fernández. Facundo Campazzo var frábær með argentínska landsliðinu á HM í haust þar sem Argentínumenn enduðu í öðru sæti eftir tap fyrir Spánverjum í úrslitaleik. Spánverjarnir Sergio Llull og Felipe Reyes væru líka í stórum hlutverkum hjá Real ef þær væru ekki að glíma við meiðsli. Felipe Reyes er fyrirliði Real liðsins, hann hefur unnið spænsku deildina sjö sinnum með Real Madrid og enginn hefur spilað fleiri leiki í spænsku deildinni en hann. Stærsta stjarna Barcelona liðsins er án efa Nikola Mirotic sem lék í fimm ár á undan stórt hlutverk í NBA-deildinni. Mirotic samdi óvænt við Barcelona í sumar þegar flestir bjuggust við að hann fengi samning í NBA. Það má heldur ekki gleyma því að hann spilaði með Real Madrid frá 2008 til 2014. Serbinn Ante Tomic er fyrirliði Barcelona og hefur verið þar frá 2012 en hann spilaði líka áður með Real Madrid. Bandaríkjamaðurinn Cory Higgins er líka kominn til Spánar eftir fjögur ár og tvo EuroLeague titla CSKA Moskvu. Útsending frá leik Barcelona og Real Madrid hefst klukkan 17.30 sunnudaginn 29. desember. Kjartan Atli Kjartansson mun lýsa leiknum. Körfubolti Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira
Spænski körfuboltinn býður upp á stórleik á milli jóla og nýárs og íslenskir körfuboltaáhugamenn fá þá í fyrsta sinn tækifæri til að sjá stórlið spænska körfuboltans mætast í beinni sjónvarpsútsendingu. Barcelona og Real Madrid mættust í „El Clasico“ fótboltans í síðustu viku en það er annar „El Clasico“ fram undan á Spáni fyrir áramót. Barcelona tekur á móti Real Madrid í fimmtándu umferð spænsku deildarinnar 29. desember næstkomandi og Stöð 2 Sport ætlar að sýna leikinn beint en þetta í fyrsta sinn hér á landi þar sem er sýnt beint frá spænska körfuboltanum. Eins og í fótboltanum þá eru lið Real Madrid og Barcelona í tveimur efstu sætum deildarinnar þegar kemur að þessum innbyrðis leik þeirra. Þetta eru líka tvö sigursælustu körfuboltalið Spánar frá upphafi. Real Madrid hefur unnið tólf leiki og tapað tveimur en Barcelona er rétt á eftir með ellefu sigra og þrjá tapleiki. Engin lið í spænsku deildinni hafa skorað fleiri stig í deildinni en þessi tvö. Real Madrid hefur unnið spænska titilinn undanfarin tvö tímabil og alls fjórum sinnum síðan Barcelona vann hann síðast árið 2014. Klippa: Leikur Barcelona og Real Madrid á Stöð 2 Sport Stærstu stjörnur Real Madrid eru argentínski leikstjórnandinn Facundo Campazzo, landi hans Gabriel Deck, fyrrum NBA-leikmaðurinn Anthony Randolph og spænski reynsluboltinn og fyrrum NBA-leikmaðurinn Rudy Fernández. Facundo Campazzo var frábær með argentínska landsliðinu á HM í haust þar sem Argentínumenn enduðu í öðru sæti eftir tap fyrir Spánverjum í úrslitaleik. Spánverjarnir Sergio Llull og Felipe Reyes væru líka í stórum hlutverkum hjá Real ef þær væru ekki að glíma við meiðsli. Felipe Reyes er fyrirliði Real liðsins, hann hefur unnið spænsku deildina sjö sinnum með Real Madrid og enginn hefur spilað fleiri leiki í spænsku deildinni en hann. Stærsta stjarna Barcelona liðsins er án efa Nikola Mirotic sem lék í fimm ár á undan stórt hlutverk í NBA-deildinni. Mirotic samdi óvænt við Barcelona í sumar þegar flestir bjuggust við að hann fengi samning í NBA. Það má heldur ekki gleyma því að hann spilaði með Real Madrid frá 2008 til 2014. Serbinn Ante Tomic er fyrirliði Barcelona og hefur verið þar frá 2012 en hann spilaði líka áður með Real Madrid. Bandaríkjamaðurinn Cory Higgins er líka kominn til Spánar eftir fjögur ár og tvo EuroLeague titla CSKA Moskvu. Útsending frá leik Barcelona og Real Madrid hefst klukkan 17.30 sunnudaginn 29. desember. Kjartan Atli Kjartansson mun lýsa leiknum.
Körfubolti Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira