Stjörnulífið er liður á Vísi en þar verður farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga og jafnvel deila því með fylgjendum sínum.
Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, mætti með barnabörnin á Leitin að jólunum í Þjóðleikhúsinu á sunnudaginn.
Birkir Már Sævarsson og Guðni Th Jóhannesson voru meðal gesta kveðjutónleikum Skálmaldar um helgina.
Guðmundur Þórarinsson og Ingólfur Þórarinsson héldu svakalega jólatónleika á Selfossi og gerðu allt vitlaust.
View this post on Instagram
Birgitta Líf stórglæsileg rétt fyrir jólin.
Felix Bergsson var í sérstakri dómnefnd í undankeppni Albana fyrir Eurovision sem fer fram í Rotterdam næsta vor í Hollandi.
Það var nóg að gera hjá Svölu Björgvins um helgina þegar hún kom fram á Jólagesturm Björgvins í Hörpunni. Hún var með nokkur dress á sýningunum.
Sölvi Tryggva flaug frá Istanbúl til Keflavíkur til að vera viðstaddur bókaáritun í Kringlunni.
View this post on InstagramFrá moskunum í Istanbul yfir í bókaáritun í Kringlunni á innan vid sólarhring. Áfram alls konar!
Manuela Ósk þakkar fyrir stuðninginn í Allir geta dansað. Hún og Jón Eyþór komust áfram á föstudagskvöldið.
View this post on Instagram
Sunneva Einars er klár fyrir jólin. Hún skellti inn fallegri lyftumynd. Hún útskrifaðist einnig sem einkaþjálfari á dögunum.
Pattra Sriyanonge og Theódór Elmar Bjarnason fögnuðu koparbrúðkaupi en þau giftu sig fyrir sjö árum.
Leikkonuna Maríu Birtu langar bara í flóðhest í jólagjöf.
Íþróttakonan Kristjana Arnarsdóttir og atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín njóta lífsins í Mexíkó og fer greinilega vel um parið.
Alexandra Helga Ívarsdóttir skellti sér út að borða í Manchester og fagnaði komandi jólum. Eiginmaður hennar átti leik við Arsenal á laugardaginn þegar Everton gerði markalaust jafntefli á Goodison Park.
Gylfi Þór Sigurðsson var fyrirliði Everton í leiknum.
Rikki G, dagskrástjóri FM957, birti skemmtilega mynd af sér og Sóla Hólm. Heldur betur líkindi með þessum tveim.
Þórunn Erna Clausen og Olgeir Sigurgeirsson eiga von á sínu fyrsta barni saman og kemur það í heiminn eftir þrjár vikur.
Keppendur í Allir geta dansað skelltu sér á Sushi Social á laugardagskvöldið og fögnuðu saman rétt fyrir jólafrí.
Fjölmiðlakonan Hugrún Halldórsdóttir verður í Tælandi með systur sinni yfir hátíðarnar.