Meðallaun yfir 478 milljónir á ári en enginn nálægt því að borga eins vel og Man. City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2019 10:30 Sergio Aguero og félagar í Manchester City fá mjög vel borgað. Getty/Shaun Botteril Manchester City borgar langmest allra félaga í Englandi en nágrannarnir í Manchester United féllu aftur á móti niður um 23 sæti yfir þau íþróttafélög heimsins sem borga leikmönnum hæstu launin. Þeir sem hafa gaman að því að pæla í launum atvinnuíþróttamanna ættu að geta grúskað heilmikið í nýrri launakönnun sem Guardian segir frá í dag. Leikmenn Manchester City fá bestu launin af öllum liðum í ensku úrvalsdeildinni en meðallaun leikmanna deildarinnar fóru í fyrsta sinn yfir þrjár milljónir punda á ári. Average annual salary of Premier League players tops £3m for first time @seaningle https://t.co/yVP6IsV45o— Guardian sport (@guardian_sport) December 23, 2019 Þrjár milljónir punda á hverjum tólf mánuðum þýða að leikmenn í ensku úrvalsdeildinni eru að meðaltali að fá yfir 478 milljónir íslenska króna í laun á ári. Þetta kemur fram í launakönnun Global Sports meðal leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester City borgar hæstu launin af öllum leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar en Englandsmeistararnir eru að borga leikmönnum sínum 134 þúsund pund að meðaltali á viku. Leikmenn City eru því að fá yfir 21 milljón íslenskra króna á viku eða meira en þrjár milljónir króna á öllum sjö dögum vikunnar. Meðalmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni fær aftur á móti 61.024 pund í vikulaun, 9,7 milljónir króna, og hefur þessu upphæð hækkað um tíu þúsund pund, 1,6 milljónir, á aðeins tveimur árum. Könnun Global Sports náði yfir allar íþróttadeildir heimsins og þar kom í ljós að Manchester City er samt „bara“ í þrettánda sæti. Barcelona er það lið sem borgar hæstu launin eða 9,83 milljónir punda að meðaltali á hvern leikmanna á ári eða meira en einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Það sem skilar þó Börsungum fyrst og fremst í fyrsta sætið er að félagið er að borga Lionel Messi meirs en fimmtíu milljónir punda fyrir tímabilið sem gera rétt tæpa átta milljarða í íslenskum krónum. Real Madrid er í öðru sæti yfir hæstu launin en Juventus hoppar síðan úr níunda sæti upp í það þriðja. Þar munar eflaust mikið um komu Cristiano Ronaldo til félagsins. Hin sjö sætin á topp tíu listanum skipa síðan lið úr NBA-deildinni í körfubolta. Portland Trailblazers er hæst þeirra liða. Alls komast fimm fótboltalið inn á topp tuttugu listann en það eru Barcelona, Real Madrid, Juventus, Paris Saint-Germain og Manchester City. Næsthæsta enska félagið er Manchester United sem er í 33. sæti. United hefur þó dottið niður um 23 sæti á listanum síðan í fyrra en laun leikmanna liðsins minnkum mikið þegar liðinu mistókst að komast í Meistaradeildina. Það er hægt að skoða alla þessa könun með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Sjá meira
Manchester City borgar langmest allra félaga í Englandi en nágrannarnir í Manchester United féllu aftur á móti niður um 23 sæti yfir þau íþróttafélög heimsins sem borga leikmönnum hæstu launin. Þeir sem hafa gaman að því að pæla í launum atvinnuíþróttamanna ættu að geta grúskað heilmikið í nýrri launakönnun sem Guardian segir frá í dag. Leikmenn Manchester City fá bestu launin af öllum liðum í ensku úrvalsdeildinni en meðallaun leikmanna deildarinnar fóru í fyrsta sinn yfir þrjár milljónir punda á ári. Average annual salary of Premier League players tops £3m for first time @seaningle https://t.co/yVP6IsV45o— Guardian sport (@guardian_sport) December 23, 2019 Þrjár milljónir punda á hverjum tólf mánuðum þýða að leikmenn í ensku úrvalsdeildinni eru að meðaltali að fá yfir 478 milljónir íslenska króna í laun á ári. Þetta kemur fram í launakönnun Global Sports meðal leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester City borgar hæstu launin af öllum leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar en Englandsmeistararnir eru að borga leikmönnum sínum 134 þúsund pund að meðaltali á viku. Leikmenn City eru því að fá yfir 21 milljón íslenskra króna á viku eða meira en þrjár milljónir króna á öllum sjö dögum vikunnar. Meðalmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni fær aftur á móti 61.024 pund í vikulaun, 9,7 milljónir króna, og hefur þessu upphæð hækkað um tíu þúsund pund, 1,6 milljónir, á aðeins tveimur árum. Könnun Global Sports náði yfir allar íþróttadeildir heimsins og þar kom í ljós að Manchester City er samt „bara“ í þrettánda sæti. Barcelona er það lið sem borgar hæstu launin eða 9,83 milljónir punda að meðaltali á hvern leikmanna á ári eða meira en einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Það sem skilar þó Börsungum fyrst og fremst í fyrsta sætið er að félagið er að borga Lionel Messi meirs en fimmtíu milljónir punda fyrir tímabilið sem gera rétt tæpa átta milljarða í íslenskum krónum. Real Madrid er í öðru sæti yfir hæstu launin en Juventus hoppar síðan úr níunda sæti upp í það þriðja. Þar munar eflaust mikið um komu Cristiano Ronaldo til félagsins. Hin sjö sætin á topp tíu listanum skipa síðan lið úr NBA-deildinni í körfubolta. Portland Trailblazers er hæst þeirra liða. Alls komast fimm fótboltalið inn á topp tuttugu listann en það eru Barcelona, Real Madrid, Juventus, Paris Saint-Germain og Manchester City. Næsthæsta enska félagið er Manchester United sem er í 33. sæti. United hefur þó dottið niður um 23 sæti á listanum síðan í fyrra en laun leikmanna liðsins minnkum mikið þegar liðinu mistókst að komast í Meistaradeildina. Það er hægt að skoða alla þessa könun með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Sjá meira