Mikil eftirspurn eftir magaaðgerðum vegna offitu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. desember 2019 22:00 Eftirspurn eftir aðgerðum vegna offitu hefur aukist hér á landi. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru gerðar hátt í fimm hundruð skurðaðgerðir á maga vegna offitu en langflestar voru gerðar á einkastofum.Landlæknisembættið birti í vikunni greinargerð um bið eftir skurðaðgerðum. Þar má sjá að sérstakt átak, sem ráðist var í til að stytta bið eftir aðgerðum, hefur skilað árangri. Meðal annars þegar kemur að skurðaðgerðum á augasteinum. „Þetta biðlistaátak hefur í heild skilað miklum árangri því það hefur tekist að fjölga aðgerðum og þannig stytta biðlistana en hins vegar sjáum við líka að eftirspurn eftir ýmsum aðgerðum hefur aukist og því hefur aukinn aðgerðafjöldi ekki alltaf getað haldið í við þá þróun," segir Laura Scheving Thorsteinsson teymisstjóri úttekta hjá Landlæknisembættinu.Þannig hefur eftirspurn eftir aðgerðum vegna offitu aukist en í október voru eitt hundrað og fjörutíu á biðlista eftir offituaðgerðum. Skurðaðgerðir á maga vegna offitu eru annars vegar gerðar á Landspítalanum og hins vegar á einkastofum líkt og hjá Klíníkinni og Gravitas. Þeir sem fara í aðgerð á eigin vegum hjá einkastofu greiða fyrir aðgerðina sjálfir. Kostnaðurinn er allt frá einni komma tveimur milljónum króna og upp úr. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru gerðar 448 aðgerðir.Vísir/Hlynur Tölurnar sýna að fjögur hundruð fjörutíu og átta skurðaðgerðir á maga voru framkvæmdar á fyrstu níu mánuðum þessa árs en árið 2017 voru þær þrjú hundruð níutíu og sex. Flestar aðgerðirnar voru framkvæmdar hjá Klíníkinni eða tvö hundruð tuttugu og fjórar og hundrað fimmtíu og sjö hjá Gravitas. Þær voru aðeins sextíu og sjö á Landspítalanum. Löng bið er eftir skurðaðgerðum á maga vegna offitu hjá Landspítalanum.Vísir/Hlynur Bið eftir aðgerð á Landspítalanum var um fjörutíu og fjórar vikur. Þeir sem hins vegar fóru í aðgerð á einkastofu þurftu ekki að bíða nema sex vikur. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Eftirspurn eftir aðgerðum vegna offitu hefur aukist hér á landi. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru gerðar hátt í fimm hundruð skurðaðgerðir á maga vegna offitu en langflestar voru gerðar á einkastofum.Landlæknisembættið birti í vikunni greinargerð um bið eftir skurðaðgerðum. Þar má sjá að sérstakt átak, sem ráðist var í til að stytta bið eftir aðgerðum, hefur skilað árangri. Meðal annars þegar kemur að skurðaðgerðum á augasteinum. „Þetta biðlistaátak hefur í heild skilað miklum árangri því það hefur tekist að fjölga aðgerðum og þannig stytta biðlistana en hins vegar sjáum við líka að eftirspurn eftir ýmsum aðgerðum hefur aukist og því hefur aukinn aðgerðafjöldi ekki alltaf getað haldið í við þá þróun," segir Laura Scheving Thorsteinsson teymisstjóri úttekta hjá Landlæknisembættinu.Þannig hefur eftirspurn eftir aðgerðum vegna offitu aukist en í október voru eitt hundrað og fjörutíu á biðlista eftir offituaðgerðum. Skurðaðgerðir á maga vegna offitu eru annars vegar gerðar á Landspítalanum og hins vegar á einkastofum líkt og hjá Klíníkinni og Gravitas. Þeir sem fara í aðgerð á eigin vegum hjá einkastofu greiða fyrir aðgerðina sjálfir. Kostnaðurinn er allt frá einni komma tveimur milljónum króna og upp úr. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru gerðar 448 aðgerðir.Vísir/Hlynur Tölurnar sýna að fjögur hundruð fjörutíu og átta skurðaðgerðir á maga voru framkvæmdar á fyrstu níu mánuðum þessa árs en árið 2017 voru þær þrjú hundruð níutíu og sex. Flestar aðgerðirnar voru framkvæmdar hjá Klíníkinni eða tvö hundruð tuttugu og fjórar og hundrað fimmtíu og sjö hjá Gravitas. Þær voru aðeins sextíu og sjö á Landspítalanum. Löng bið er eftir skurðaðgerðum á maga vegna offitu hjá Landspítalanum.Vísir/Hlynur Bið eftir aðgerð á Landspítalanum var um fjörutíu og fjórar vikur. Þeir sem hins vegar fóru í aðgerð á einkastofu þurftu ekki að bíða nema sex vikur.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira