Segja flugeldasölu svipaða á milli ára Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. desember 2019 20:00 Á morgun rennur upp síðasti dagur ársins 2019 og því margir á leið í gamlárspartý ýmist með stjörnuljós eða rakettur. Flugeldasala er nú í hámarki og hafa neytendur úr fjölmörgum sölustöðum að velja.Hvernig hefur salan gengið í ár? „Hún gengur ágætlega þetta fer hægt af stað en það gerir það alltaf. Þannig við vitum ekkert hvernig þetta fer fyrr en bara seinnipartinn á morgun,“ sagði Erla Rún Guðmundsdóttir, sölustjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Já hún hefur bara gengið fínt. Bara svipað og í fyrra þannig þetta gengur bara þrusuvel.“ Verkefnastjóri KR segir Valsmenn læðast inn á sölu Knattspyrnufélagsins. „Maður hefur hitt menn frá öðrum liðum en það er mest um KR-inga,“ sagði Sveinbjörn Þorsteinsson, verkefnastjóri KR. Á hverju ári má sjá nýjungar í flugeldasölu, í ár eru það meðal annars hjartalaga stjörnuljós.Eruð þið með fastakúnna? „Jájá það eru fastir kúnnar, komnir nú þegar og við vitum af þeim í kvöld,“ sagði Magnús Þór Jónsson formaður knattspyrnudeildar ÍR.Finnst þér umræða um loftslagsmál hafa áhrif á söluna? „Nei ég held að það hafi ekki áhrif á söluna hjá okkur eða við finnum ekki fyrir því en maður heyrir af því og fólk er mikið að spyrja út í þetta,“ sagði Sveinbjörn. „Ekki spurning og það er mjög skiljanlegt. Við erum öll á þeim stað að vilja horfa til umhverfismála. Þetta árið erum við í samstarfi við Skóræktarfélag Reykjavíkur og ákveðin hlutdeild af hagnaðinum okkar fer í að kolefnisjafna og við bjóðum fólki að vera með okkur í því verkefni,“ sagði Magnús. Áramótabrennur verða á tíu stöðum í Reykjavík á morgun sem og víðsvegar á landsbyggðinni en í dag mátti sjá timburstafla bíða þess að verða brenndir. Áramót Flugeldar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Á morgun rennur upp síðasti dagur ársins 2019 og því margir á leið í gamlárspartý ýmist með stjörnuljós eða rakettur. Flugeldasala er nú í hámarki og hafa neytendur úr fjölmörgum sölustöðum að velja.Hvernig hefur salan gengið í ár? „Hún gengur ágætlega þetta fer hægt af stað en það gerir það alltaf. Þannig við vitum ekkert hvernig þetta fer fyrr en bara seinnipartinn á morgun,“ sagði Erla Rún Guðmundsdóttir, sölustjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Já hún hefur bara gengið fínt. Bara svipað og í fyrra þannig þetta gengur bara þrusuvel.“ Verkefnastjóri KR segir Valsmenn læðast inn á sölu Knattspyrnufélagsins. „Maður hefur hitt menn frá öðrum liðum en það er mest um KR-inga,“ sagði Sveinbjörn Þorsteinsson, verkefnastjóri KR. Á hverju ári má sjá nýjungar í flugeldasölu, í ár eru það meðal annars hjartalaga stjörnuljós.Eruð þið með fastakúnna? „Jájá það eru fastir kúnnar, komnir nú þegar og við vitum af þeim í kvöld,“ sagði Magnús Þór Jónsson formaður knattspyrnudeildar ÍR.Finnst þér umræða um loftslagsmál hafa áhrif á söluna? „Nei ég held að það hafi ekki áhrif á söluna hjá okkur eða við finnum ekki fyrir því en maður heyrir af því og fólk er mikið að spyrja út í þetta,“ sagði Sveinbjörn. „Ekki spurning og það er mjög skiljanlegt. Við erum öll á þeim stað að vilja horfa til umhverfismála. Þetta árið erum við í samstarfi við Skóræktarfélag Reykjavíkur og ákveðin hlutdeild af hagnaðinum okkar fer í að kolefnisjafna og við bjóðum fólki að vera með okkur í því verkefni,“ sagði Magnús. Áramótabrennur verða á tíu stöðum í Reykjavík á morgun sem og víðsvegar á landsbyggðinni en í dag mátti sjá timburstafla bíða þess að verða brenndir.
Áramót Flugeldar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira