Mark Cuban reyndi að fá Jordan til Dallas eftir „The Last Dance“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2020 15:00 Michael Jordan vann sex meistaratitla með Chicago Bulls en hefði hann kannski getað bætt við fleirum hjá Dallas Mavericks? Getty/Steve Woltmann Mark Cuban, hinn litríki eigandi Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta, ætlaði sér að fá Michael Jordan til að spila fyrir Mavericks liðið fyrir tæpum tuttugu árum síðan. Mikið hefur verið fjallað um síðasta tímabil Michael Jordan hjá Chicago Bulls í heimildarþáttunum „The Last Dance“ sem eru tíu talsins og nú sýndir á hverjum sunnudegi í Bandaríkjunum. Þetta var kannski síðasta tímabil Jordan með Bulls en ekki síðasta tímabil hans í NBA. Árið 2001 ákvað Michael Jordan að taka skóna af hillunni og spila í NBA-deildinni nú orðinn 38 ára gamall. Umboðsmaður Jordan hafði samband við Mark Cuban sem var þá aðeins búinn að eiga Dallas Mavericks liðið í eitt ár. „Daginn sem hann samdi við Washington Wizards þá sagði umboðsmaður hans David Falk að ég ætti að fara að hitta hann,“ sagði Mark Cuban í útvarpsþættinum „105.3 The Fan's G-Bag Nation“ en Sports Illustrated segir frá. „Ég var að reyna að sannfæra hann um að semja ekki við Wizards heldur koma frekar til okkar í staðinn. Ég sagði honum að við gætum gert eitthvað gott saman,“ sagði Mark Cuban. Michael Jordan tilkynnti það hins vegar 25. september 2001 að hann ætlaði að koma aftur og spila með Washington Wizards en ári áður hafði Jordan eignast hlut í því félagi og starfað sem yfirmaður körfuboltamála. Jordan sýndi það á þessu tímabili að hann gat enn spilað í NBA deildinni þrátt fyrir að vera orðinn 38 ára gamall. Jordan var með 22,9 stig að meðaltali í 60 leikjum auk þess taka 5,7 fráköst og gefa 5,2 stoðsendingar í leik. Seinna tímabilið með Wizards þá var hann með meðaltöl upp á 20 stig, 6,1 frákast og 3,8 stoðsendingar í leik en spilaði þá alla 82 leiki liðsins á leiktíðinni og 37 mínútur að meðaltali í leik. ICYMI: Would Michael Jordan have won six titles if he played for the Mavericks? #MFFL #Mavs https://t.co/DTvsgn1G7E— The Smoking Cuban (@thesmokingcuban) April 30, 2020 Það hefði verið athyglisvert að sjá hann spila með liði Dallas Mavericks í þá daga en þar voru í aðalhlutverkum Dirk Nowitzki, Steve Nash og Michael Finley. Fyrra tímabilið 2001-02 þá vann Washington Wizards 37 leiki en Dallas 57 leiki. Seinna tímabilið, 2002-03, þá vann Dallas Mavericks liðið 60 leiki en Washington Wizards vann 37 leiki annað tímabilið í röð. Dallas fór alla leið í úrslit Vesturdeildarinnar seinna árið þar sem liðið tapaði 4-2 á móti verðandi NBA meisturum San Antonio Spurs. NBA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Sjá meira
Mark Cuban, hinn litríki eigandi Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta, ætlaði sér að fá Michael Jordan til að spila fyrir Mavericks liðið fyrir tæpum tuttugu árum síðan. Mikið hefur verið fjallað um síðasta tímabil Michael Jordan hjá Chicago Bulls í heimildarþáttunum „The Last Dance“ sem eru tíu talsins og nú sýndir á hverjum sunnudegi í Bandaríkjunum. Þetta var kannski síðasta tímabil Jordan með Bulls en ekki síðasta tímabil hans í NBA. Árið 2001 ákvað Michael Jordan að taka skóna af hillunni og spila í NBA-deildinni nú orðinn 38 ára gamall. Umboðsmaður Jordan hafði samband við Mark Cuban sem var þá aðeins búinn að eiga Dallas Mavericks liðið í eitt ár. „Daginn sem hann samdi við Washington Wizards þá sagði umboðsmaður hans David Falk að ég ætti að fara að hitta hann,“ sagði Mark Cuban í útvarpsþættinum „105.3 The Fan's G-Bag Nation“ en Sports Illustrated segir frá. „Ég var að reyna að sannfæra hann um að semja ekki við Wizards heldur koma frekar til okkar í staðinn. Ég sagði honum að við gætum gert eitthvað gott saman,“ sagði Mark Cuban. Michael Jordan tilkynnti það hins vegar 25. september 2001 að hann ætlaði að koma aftur og spila með Washington Wizards en ári áður hafði Jordan eignast hlut í því félagi og starfað sem yfirmaður körfuboltamála. Jordan sýndi það á þessu tímabili að hann gat enn spilað í NBA deildinni þrátt fyrir að vera orðinn 38 ára gamall. Jordan var með 22,9 stig að meðaltali í 60 leikjum auk þess taka 5,7 fráköst og gefa 5,2 stoðsendingar í leik. Seinna tímabilið með Wizards þá var hann með meðaltöl upp á 20 stig, 6,1 frákast og 3,8 stoðsendingar í leik en spilaði þá alla 82 leiki liðsins á leiktíðinni og 37 mínútur að meðaltali í leik. ICYMI: Would Michael Jordan have won six titles if he played for the Mavericks? #MFFL #Mavs https://t.co/DTvsgn1G7E— The Smoking Cuban (@thesmokingcuban) April 30, 2020 Það hefði verið athyglisvert að sjá hann spila með liði Dallas Mavericks í þá daga en þar voru í aðalhlutverkum Dirk Nowitzki, Steve Nash og Michael Finley. Fyrra tímabilið 2001-02 þá vann Washington Wizards 37 leiki en Dallas 57 leiki. Seinna tímabilið, 2002-03, þá vann Dallas Mavericks liðið 60 leiki en Washington Wizards vann 37 leiki annað tímabilið í röð. Dallas fór alla leið í úrslit Vesturdeildarinnar seinna árið þar sem liðið tapaði 4-2 á móti verðandi NBA meisturum San Antonio Spurs.
NBA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Sjá meira