Lygileg saga um samskipti Þorsteins og Kraftwerk Stefán Árni Pálsson skrifar 8. maí 2020 07:00 Þorsteinn hefur staðið fyrir heilum helling af tónleikum hér á landi síðustu ár. Florian Schneider, annar stofnmeðlima raftónlistarfrumkvöðlanna Kraftwerk, lést í vikunni, 73 ára að aldri. Hann stofnaði sveitina ásamt Ralf Hütter árið 1970 og var í henni þar til ársins 2008. Hann spilaði hér á Íslandi á tónleikum Kraftwerk árið 2004. Þorsteinn Stephensen var maðurinn á bakvið tónleika sveitarinnar í Kaplakrika fyrir 16 árum. Þorsteinn skrifar nokkuð áhugaverðan pistil á Facebook um samskipti sín við liðsmenn Kraftwerks. „Það er gaman að sjá á Facebook hvað margir eru grjótharðir Kraftwerk aðdáendur. Það var nú samt þannig að þegar ég flutti Kraftwerk inn árið 2004 til að spila í Kaplakrika þá gekk nú ekkert of vel að selja miðana.“ Svona hefst pistill Þorsteins en hann ákvað að grípa til örþrifaráða til að koma miðunum út. „Ég greip þá til þess ráðs sem sennilega stæðist ekki neytendalöggjöf í dag að tilkynna að allir sem ættu miða á Krafwerk fengju fyrstu option á að kaupa miða á The Pixies sem áttu að fara í sölu nokkrum dögum seinna. Það dugði til að selja 600 miða samdægurs. Pixies seldu síðan upp 2 show á einum degi en Kraftwerk salan hélt áfram að vera róleg.“ Hann segir síðan að þegar tónleikunum í Hafnarfirði hafi verið afstaðnir hafi liðsmenn sveitarinnar komið til Þorsteins og rætt við hann. „Þeir spurðu hvort ég hafi ekki tapað á þessu tilstandi. Ég viðurkenndi með semingi að sennilega væri tapið tæpar 2 milljónir. Þeir sögðu það ekki koma til mála að ég ætti að tapa á þessum frábæru tónleikum og gáfu eftir síðustu greiðsluna til sín. Eftir að hafa haldið yfir 400 tónleika þá er þetta í fyrsta og eina skiptið sem ég hef fengið slíkt örlæti. Florian var síðan einn mesti furðufugl sem ég hef kynnst.“ Tónlist Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Steinhissa en verður Dumbledore Lífið „Hann kann að dansa, maður minn!“ Lífið Fleiri fréttir Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Sjá meira
Florian Schneider, annar stofnmeðlima raftónlistarfrumkvöðlanna Kraftwerk, lést í vikunni, 73 ára að aldri. Hann stofnaði sveitina ásamt Ralf Hütter árið 1970 og var í henni þar til ársins 2008. Hann spilaði hér á Íslandi á tónleikum Kraftwerk árið 2004. Þorsteinn Stephensen var maðurinn á bakvið tónleika sveitarinnar í Kaplakrika fyrir 16 árum. Þorsteinn skrifar nokkuð áhugaverðan pistil á Facebook um samskipti sín við liðsmenn Kraftwerks. „Það er gaman að sjá á Facebook hvað margir eru grjótharðir Kraftwerk aðdáendur. Það var nú samt þannig að þegar ég flutti Kraftwerk inn árið 2004 til að spila í Kaplakrika þá gekk nú ekkert of vel að selja miðana.“ Svona hefst pistill Þorsteins en hann ákvað að grípa til örþrifaráða til að koma miðunum út. „Ég greip þá til þess ráðs sem sennilega stæðist ekki neytendalöggjöf í dag að tilkynna að allir sem ættu miða á Krafwerk fengju fyrstu option á að kaupa miða á The Pixies sem áttu að fara í sölu nokkrum dögum seinna. Það dugði til að selja 600 miða samdægurs. Pixies seldu síðan upp 2 show á einum degi en Kraftwerk salan hélt áfram að vera róleg.“ Hann segir síðan að þegar tónleikunum í Hafnarfirði hafi verið afstaðnir hafi liðsmenn sveitarinnar komið til Þorsteins og rætt við hann. „Þeir spurðu hvort ég hafi ekki tapað á þessu tilstandi. Ég viðurkenndi með semingi að sennilega væri tapið tæpar 2 milljónir. Þeir sögðu það ekki koma til mála að ég ætti að tapa á þessum frábæru tónleikum og gáfu eftir síðustu greiðsluna til sín. Eftir að hafa haldið yfir 400 tónleika þá er þetta í fyrsta og eina skiptið sem ég hef fengið slíkt örlæti. Florian var síðan einn mesti furðufugl sem ég hef kynnst.“
Tónlist Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Steinhissa en verður Dumbledore Lífið „Hann kann að dansa, maður minn!“ Lífið Fleiri fréttir Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Sjá meira