Borgin sendir ferðaþjónustunni fingurinn Egill Þór Jónsson skrifar 8. maí 2020 09:00 Í útsendri dagskrá borgarstjórnar þann 5. febrúar, síðastliðinn, ætlaði meirihluti borgarstjórnar að leggja fram Ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar 2020-2025. Þess í stað tók meirihlutinn ákvörðun um að fresta afgreiðslu stefnunnar, enda enginn stuðningur við stefnuna þar sem allar forsendur eru brostnar, mælanleg markmið furðulega sett fram og tölulegar upplýsingar borgarinnar á atvinnugreininni ekki á rökum reistar. Vanáætlaðar tekjur Á meðan á vinnunni við stefnuna stóð hafði minnisblað Reykjavíkurborgar um að borgin hafi tekið á sig 6-9 milljarða halla árlega, árin 2015-2018 vegna ferðaþjónustunnar vakið mikla athygli. Það er óþarfi að fjölyrða um hve fjarstæðukennd framsetning á áhrifum ferðaþjónustunnar á fjárhag Reykjavíkurborg er. Í minnisblaðinu eru settar fram upplýsingar um beinar og óbeinar tekjur og kostnaður af völdum ferðaþjónustunnar. Beinar tekjur ferðaþjónustunnar koma frá fasteignagjöldum fyrirtækja, aðgangseyris í sund og söfn og þjónustu og rekstrartekjur Höfuðborgarstofu. Undir óbeinum tekjum flokkast útsvar starfsmanna ferðaþjónustunnar og fasteignagjöld starfsmanna í ferðaþjónustu. Þá má ekki gleyma því að fjölgun ferðamanna hefur leitt til hækkunar húsnæðisverðs í Reykjavík um tugi prósenta. Það eitt og sér hefur stóraukið tekjur borgarinnar af fasteignagjöldum. Þar að auki voru ótal afleiddar tekjur sem hljótast af komu ferðamanna til borgarinnar ekki teknar með í reikninginn. Má nefna auglýsingar og ýmis konar afþreyingu, akstur, mat og drykk svo eitthvað sé nefnt. Fólkið í þessum störfum borgar að sjálfsögðu einnig útsvar til borgarinnar og fyrirtækin fasteignagjöld. Erum við öll byrði á borginni? Árið 2018 nam beinn kostnaður borgarsjóðs af ferðamönnum 2,3 milljörðum króna. Þar vógu þyngst heimsóknir ferðamanna til safna og sundlauga en þessi afþreying er niðurgreidd, auk reksturs Höfuðborgarstofu. Enn fremur tekst borginni með einhverjum ótrúlegum hætti að reikna út að óbeinn kostnaður vegna útgjalda á lögskyldri þjónustu við starfsmenn ferðaþjónustunnar hafi verið um 15 milljarðar króna á árinu 2018. Undir lögskylda þjónustu flokkast til að mynda grunn- og leikskólaþjónusta. Með sömu rökum væri hægt að reikna út gríðarlegt óbeint tap af öllum einstaklingum innan sveitarfélagsins. Eru þá allir einstaklingar og atvinnugreinar byrði á borginni? Sú aðferð að skilgreina lögskylda þjónustu borgarinnar við starfsmenn í ferðaþjónustu sem kostnað vegna atvinnugreinarinnar er galin. Sé sveitarfélaginu svo íþyngjandi að sinna lögskyldri þjónustu væri réttara að skoða leiðir til að forgangsraða fjármunum. Í stað þess tekur borgin eina atvinnugrein fyrir og gerir hana sökudólgi. Það er ekki nema von að traust á Borgarstjórn Reykjavíkur mælist lægst af öllum stofnunum á Íslandi samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups eða rétt um 17%. Metnaðarlítil markmið Ferðamálastefna borgarinnar er úrelt. Þau mælanlegu markmið sem fram koma í stefnunni að „allt að 90% gesta borgarinnar mæli með áfangastaðnum Reykjavík og telji íbúa gestrisna og vinsamlega og borgina spennandi og friðsæla“ fremur taktlaus. Tölur í stefnunni sýna að 92% gesta myndu mæla með áfangastaðnum Reykjavík árið 2018. Afhverju ætti borgin að setja sér markmiðin sem eru slakari en núverandi mælingar á ánægju sýna? Hins vegar þarf að hafa í huga að ef þessi markmið eiga að viðhaldast er ekki rétt að gera atvinnugreinina að blóraböggli. Borgin þarf að vinna með greininni, ekki gegn henni. Pólitískur leikþáttur Það er mikilvægt að stjórnvöld sýni vilja til að byggja upp öflugar atvinnugreinar í stað þess að tala þær niður. Samstarf og samráð á uppbyggingu greinarinnar ætti að vera öllum til bóta, samfélaginu, íbúum svæðisins og borginni. Því er þessi pólitíski leikþáttur sem virðist snúast um það að þrýsta á ríkið um hlutdeild í gistináttargjaldinu, í besta falli vandræðalegur og ekki til þess fallinn að auka traust ferðaþjónustunnar í garð borgarinnar. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Egill Þór Jónsson Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í útsendri dagskrá borgarstjórnar þann 5. febrúar, síðastliðinn, ætlaði meirihluti borgarstjórnar að leggja fram Ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar 2020-2025. Þess í stað tók meirihlutinn ákvörðun um að fresta afgreiðslu stefnunnar, enda enginn stuðningur við stefnuna þar sem allar forsendur eru brostnar, mælanleg markmið furðulega sett fram og tölulegar upplýsingar borgarinnar á atvinnugreininni ekki á rökum reistar. Vanáætlaðar tekjur Á meðan á vinnunni við stefnuna stóð hafði minnisblað Reykjavíkurborgar um að borgin hafi tekið á sig 6-9 milljarða halla árlega, árin 2015-2018 vegna ferðaþjónustunnar vakið mikla athygli. Það er óþarfi að fjölyrða um hve fjarstæðukennd framsetning á áhrifum ferðaþjónustunnar á fjárhag Reykjavíkurborg er. Í minnisblaðinu eru settar fram upplýsingar um beinar og óbeinar tekjur og kostnaður af völdum ferðaþjónustunnar. Beinar tekjur ferðaþjónustunnar koma frá fasteignagjöldum fyrirtækja, aðgangseyris í sund og söfn og þjónustu og rekstrartekjur Höfuðborgarstofu. Undir óbeinum tekjum flokkast útsvar starfsmanna ferðaþjónustunnar og fasteignagjöld starfsmanna í ferðaþjónustu. Þá má ekki gleyma því að fjölgun ferðamanna hefur leitt til hækkunar húsnæðisverðs í Reykjavík um tugi prósenta. Það eitt og sér hefur stóraukið tekjur borgarinnar af fasteignagjöldum. Þar að auki voru ótal afleiddar tekjur sem hljótast af komu ferðamanna til borgarinnar ekki teknar með í reikninginn. Má nefna auglýsingar og ýmis konar afþreyingu, akstur, mat og drykk svo eitthvað sé nefnt. Fólkið í þessum störfum borgar að sjálfsögðu einnig útsvar til borgarinnar og fyrirtækin fasteignagjöld. Erum við öll byrði á borginni? Árið 2018 nam beinn kostnaður borgarsjóðs af ferðamönnum 2,3 milljörðum króna. Þar vógu þyngst heimsóknir ferðamanna til safna og sundlauga en þessi afþreying er niðurgreidd, auk reksturs Höfuðborgarstofu. Enn fremur tekst borginni með einhverjum ótrúlegum hætti að reikna út að óbeinn kostnaður vegna útgjalda á lögskyldri þjónustu við starfsmenn ferðaþjónustunnar hafi verið um 15 milljarðar króna á árinu 2018. Undir lögskylda þjónustu flokkast til að mynda grunn- og leikskólaþjónusta. Með sömu rökum væri hægt að reikna út gríðarlegt óbeint tap af öllum einstaklingum innan sveitarfélagsins. Eru þá allir einstaklingar og atvinnugreinar byrði á borginni? Sú aðferð að skilgreina lögskylda þjónustu borgarinnar við starfsmenn í ferðaþjónustu sem kostnað vegna atvinnugreinarinnar er galin. Sé sveitarfélaginu svo íþyngjandi að sinna lögskyldri þjónustu væri réttara að skoða leiðir til að forgangsraða fjármunum. Í stað þess tekur borgin eina atvinnugrein fyrir og gerir hana sökudólgi. Það er ekki nema von að traust á Borgarstjórn Reykjavíkur mælist lægst af öllum stofnunum á Íslandi samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups eða rétt um 17%. Metnaðarlítil markmið Ferðamálastefna borgarinnar er úrelt. Þau mælanlegu markmið sem fram koma í stefnunni að „allt að 90% gesta borgarinnar mæli með áfangastaðnum Reykjavík og telji íbúa gestrisna og vinsamlega og borgina spennandi og friðsæla“ fremur taktlaus. Tölur í stefnunni sýna að 92% gesta myndu mæla með áfangastaðnum Reykjavík árið 2018. Afhverju ætti borgin að setja sér markmiðin sem eru slakari en núverandi mælingar á ánægju sýna? Hins vegar þarf að hafa í huga að ef þessi markmið eiga að viðhaldast er ekki rétt að gera atvinnugreinina að blóraböggli. Borgin þarf að vinna með greininni, ekki gegn henni. Pólitískur leikþáttur Það er mikilvægt að stjórnvöld sýni vilja til að byggja upp öflugar atvinnugreinar í stað þess að tala þær niður. Samstarf og samráð á uppbyggingu greinarinnar ætti að vera öllum til bóta, samfélaginu, íbúum svæðisins og borginni. Því er þessi pólitíski leikþáttur sem virðist snúast um það að þrýsta á ríkið um hlutdeild í gistináttargjaldinu, í besta falli vandræðalegur og ekki til þess fallinn að auka traust ferðaþjónustunnar í garð borgarinnar. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun