Perlur Íslands: „Einstök orka þarna og hvergi betra að vera“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. maí 2020 15:00 Andreu líður hvergi betur en á Hvaleyrarvatni. Mynd/Andrea Magnúsdóttir „Það er mjög erfitt að velja einn stað á Íslandi en ég elska að ferðast um landið okkar. Oftast hef ég farið norður og á flestar minningar þaðan síðan ég var lítil og vel norðurland bæði yfir sumartíma og til að fara á skíði á veturna,“ segir fatahönnuðurinn og verslunareigandinn Andrea Magnúsdóttir. Hennar uppáhalds ferðamannastaður á Íslandi er Ólafsfjörður. Uppáhalds ferðamannastaður Andreu er Ólafsfjörður.Mynd/Andrea Magnúsdóttir „Þaðan á ég óteljandi minningar síðan ég man eftir mér en amma mín og afi bjuggu þar.“ Andrea segir að draumaferð norður sé Hofsós - Siglufjörður - Ólafsfjörður - Akureyri – Mývatn. Stuðlabergið við Hofsós.Mynd/Andrea Magnúsdóttir „Ég byrja og enda allar ferðir norður með stoppi í uppáhalds sundlauginni minni á Hofsósi.“ Hofsóssundlaugin er algjör perla með stórbrotið útsýni yfir Skagafjörðinn og Drangey.Mynd/Andrea Magnúsdóttir „Á Ólafsfirði er mér mjög minnistæður dagur þegar ég fór á bæði sæþotu og upp á Múlakollu þá sá ég Ólafsfjörð frá glænýju sjónarhorni sem var magnað. Þessi dagur situr í mér, tilfinningin þegar ég stóð uppi á topp og horfði yfir fjöllin var ólýsanleg, svo ótrúlega fallegt þarna. Og að þeysast um á sæþotu og sjá múlann frá því sjónahorni var geggjað. Næst langar mig að prófa fjallaskíði á Tröllaskaga.“ Ólafsfjörður í allri sinni dýrð.Mynd/Andrea Magnúsdóttir Hún stenst svo ekki mátið að bæta við einum gullmola í hennar nánasta umhverfi. Andrea býr með fjölskyldu sinni í Garðabæ og rekur verslunina Andrea á Norðurbakkanum í Hafnarfirði. „Ein perla hér á höfuðborgarsvæðinu sem ég elska að fara á til að hlaða batteríin er Hvaleyrarvatn. Þangað fer ég oft í viku og labba hringinn eða hringi. Það er einstök orka þarna og hvergi betra að vera.“ Andrea er dugleg að grípa með sér falleg blóm í vasa í gönguferðum sínum í kringum Hvaleyrarvatn.Mynd/Andrea Magnúsdóttir Perlur leynast víða á Íslandi og það er ljóst að sumarið 2020 verða Íslendingar á ferð og flugi um alla landshluta. Vísir verður á flakki með landanum í sumar. Veist þú um perlu sem landsmenn ættu ekki að missa af á ferðalagi? Segðu okkur frá og sendu okkur myndir á netfangið [email protected]. Við birtum valdar frásagnir hér á Vísi. Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Perlur Íslands Fjallabyggð Hafnarfjörður Skagafjörður Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið
„Það er mjög erfitt að velja einn stað á Íslandi en ég elska að ferðast um landið okkar. Oftast hef ég farið norður og á flestar minningar þaðan síðan ég var lítil og vel norðurland bæði yfir sumartíma og til að fara á skíði á veturna,“ segir fatahönnuðurinn og verslunareigandinn Andrea Magnúsdóttir. Hennar uppáhalds ferðamannastaður á Íslandi er Ólafsfjörður. Uppáhalds ferðamannastaður Andreu er Ólafsfjörður.Mynd/Andrea Magnúsdóttir „Þaðan á ég óteljandi minningar síðan ég man eftir mér en amma mín og afi bjuggu þar.“ Andrea segir að draumaferð norður sé Hofsós - Siglufjörður - Ólafsfjörður - Akureyri – Mývatn. Stuðlabergið við Hofsós.Mynd/Andrea Magnúsdóttir „Ég byrja og enda allar ferðir norður með stoppi í uppáhalds sundlauginni minni á Hofsósi.“ Hofsóssundlaugin er algjör perla með stórbrotið útsýni yfir Skagafjörðinn og Drangey.Mynd/Andrea Magnúsdóttir „Á Ólafsfirði er mér mjög minnistæður dagur þegar ég fór á bæði sæþotu og upp á Múlakollu þá sá ég Ólafsfjörð frá glænýju sjónarhorni sem var magnað. Þessi dagur situr í mér, tilfinningin þegar ég stóð uppi á topp og horfði yfir fjöllin var ólýsanleg, svo ótrúlega fallegt þarna. Og að þeysast um á sæþotu og sjá múlann frá því sjónahorni var geggjað. Næst langar mig að prófa fjallaskíði á Tröllaskaga.“ Ólafsfjörður í allri sinni dýrð.Mynd/Andrea Magnúsdóttir Hún stenst svo ekki mátið að bæta við einum gullmola í hennar nánasta umhverfi. Andrea býr með fjölskyldu sinni í Garðabæ og rekur verslunina Andrea á Norðurbakkanum í Hafnarfirði. „Ein perla hér á höfuðborgarsvæðinu sem ég elska að fara á til að hlaða batteríin er Hvaleyrarvatn. Þangað fer ég oft í viku og labba hringinn eða hringi. Það er einstök orka þarna og hvergi betra að vera.“ Andrea er dugleg að grípa með sér falleg blóm í vasa í gönguferðum sínum í kringum Hvaleyrarvatn.Mynd/Andrea Magnúsdóttir Perlur leynast víða á Íslandi og það er ljóst að sumarið 2020 verða Íslendingar á ferð og flugi um alla landshluta. Vísir verður á flakki með landanum í sumar. Veist þú um perlu sem landsmenn ættu ekki að missa af á ferðalagi? Segðu okkur frá og sendu okkur myndir á netfangið [email protected]. Við birtum valdar frásagnir hér á Vísi.
Perlur leynast víða á Íslandi og það er ljóst að sumarið 2020 verða Íslendingar á ferð og flugi um alla landshluta. Vísir verður á flakki með landanum í sumar. Veist þú um perlu sem landsmenn ættu ekki að missa af á ferðalagi? Segðu okkur frá og sendu okkur myndir á netfangið [email protected]. Við birtum valdar frásagnir hér á Vísi.
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Perlur Íslands Fjallabyggð Hafnarfjörður Skagafjörður Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið