Forsætisráðherra vonar að Alþingi taki niðurstöður Barnaþings til umræðu Heimir Már Pétursson skrifar 8. maí 2020 21:25 Vigdís Sóley Vignisdóttir ráðgjafi umboðsmanns barna afhendir Katrínu Jakobsdóttur niðurstöður Barnaþings við Ráðherrabústaðinn í dag. Stöð 2/Sigurjón Forsætisráðherra segir Barnaþing komið til að vera og vonast til að Alþingi geti tekið niðurstöður þess frá í nóvember til einhvers konar umræðu. En umboðsmaður barna og hópur ungmenna afhenti ríkistjórninni niðurstöðurnar í dag. Stofnað var til Barnaþings með lögum og fór það fyrsta fram í Hörpu dagana 21. til 22. nóvember í fyrra. Tvöhundruð og fimmtíu þingfulltrúar á aldrinum ellefu til fimmtán ára voru valdir alls staðar að á landinu með slembiúrtaki og sóttu hundrað þrjátíu og níu þeirra þingið. Salvör Nordal umboðsmaður barna fór ásamt hópi þingfulltrúa og stuðningshóps embættisins fyrir athöfn með ráðherrum að loknum ríkisstjórnarfundi fyrir utan Ráðherrabústaðinn í dag. „Barnaþingið er auðvitað straumhvörf, tímamót, í þátttöku barna á Íslandi. Í skýrslunni er samanteknar helstu niðurstöður og af því sést að börn hafa mikið fram að færa,“ sagði Salvör. Vigdís Sóley Vignisdóttir úr ráðgjafahópi umboðsmanns afhenti síðan Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar skýrslu með niðurstöðunum. En embætti umboðsmanns barna sá um undirbúning og skipulag þingsins. „Þetta eru helstu niðurstöðurnar, það sem brennur á hjarta barna. Það er því mjög mikilvægt að hlustað sé á það sem börn hafa að segja og tekið sé mark á því,“ sagði Vigdís. Þingið tók fyrir mjög fjölbreytt innlend og erlend málefni og ályktaði um þau. En ráðherrar sátu flestir hluta þingsins og fylgdust með þingstörfum. Ráðherrarnir voru hæstánægð(ir) þegar þau settu upp svunturnar í litum stjórnarflokkanna.Stöð 2/Sigurjón „Mér fannst best að fá að sitja við borð og fá að taka þátt í umræðum. Sem voru mjög mikið bæði um skólamál og umhverfismál við borðiþar sem ég var og það gaf mér mjög mikið. Þannig að nú munum við öll lesa þessa skýrslu,“ sagði forsætisráðherra. Barnaþing væri komið til að vera reglulegur viðburður. „Og ég vonast líka til þess að við getum tekið fyrir á Alþingi þessar niðurstöður í einhvers konar umræðu. Um málefni barna og niðurstöður Barnaþings. Þannig að það sem þið eruð að gera skiptir máli,“ sagði Katrín. Vilhjálmur Hauksson sem var einn þingfulltrúa afhenti forsætisráðherra síðan óvænta gjöf og mundi forsætisráðherra eftir að hafa hitt hann áður. „Við hittumst á þinginu, ég man eftir því,“ sagði hún og heilsaði Vilhjámi. „Ég vil bara segja að það er mjög mikilvægt að leyfa börnum að vera þau sjálf. Þau þurfi ekki að vera eins og aðrir,“ sagði Vilhjálmur og afhenti Katrínu gjöfina. En í pokum til ráðherranna reyndist vera grillsvuntur í litum stjórnarflokkanna sem forsætisráðherra sagði koma sér vel í eldhúsinu. Á svuntunni undir merki umboðsmanns barna stendur: „Ég brenn fyrir réttindum barna." Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Barnaþingsmenn vilja breytingar á skólakerfinu Niðurstöður Barnaþings verða afhentar ríkisstjórninni á morgun. Barnaþingsmenn ályktuðu um fjölbreytt innan- og utanríkismál, eins og breytingar á skólakerfinu. 7. maí 2020 19:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Forsætisráðherra segir Barnaþing komið til að vera og vonast til að Alþingi geti tekið niðurstöður þess frá í nóvember til einhvers konar umræðu. En umboðsmaður barna og hópur ungmenna afhenti ríkistjórninni niðurstöðurnar í dag. Stofnað var til Barnaþings með lögum og fór það fyrsta fram í Hörpu dagana 21. til 22. nóvember í fyrra. Tvöhundruð og fimmtíu þingfulltrúar á aldrinum ellefu til fimmtán ára voru valdir alls staðar að á landinu með slembiúrtaki og sóttu hundrað þrjátíu og níu þeirra þingið. Salvör Nordal umboðsmaður barna fór ásamt hópi þingfulltrúa og stuðningshóps embættisins fyrir athöfn með ráðherrum að loknum ríkisstjórnarfundi fyrir utan Ráðherrabústaðinn í dag. „Barnaþingið er auðvitað straumhvörf, tímamót, í þátttöku barna á Íslandi. Í skýrslunni er samanteknar helstu niðurstöður og af því sést að börn hafa mikið fram að færa,“ sagði Salvör. Vigdís Sóley Vignisdóttir úr ráðgjafahópi umboðsmanns afhenti síðan Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar skýrslu með niðurstöðunum. En embætti umboðsmanns barna sá um undirbúning og skipulag þingsins. „Þetta eru helstu niðurstöðurnar, það sem brennur á hjarta barna. Það er því mjög mikilvægt að hlustað sé á það sem börn hafa að segja og tekið sé mark á því,“ sagði Vigdís. Þingið tók fyrir mjög fjölbreytt innlend og erlend málefni og ályktaði um þau. En ráðherrar sátu flestir hluta þingsins og fylgdust með þingstörfum. Ráðherrarnir voru hæstánægð(ir) þegar þau settu upp svunturnar í litum stjórnarflokkanna.Stöð 2/Sigurjón „Mér fannst best að fá að sitja við borð og fá að taka þátt í umræðum. Sem voru mjög mikið bæði um skólamál og umhverfismál við borðiþar sem ég var og það gaf mér mjög mikið. Þannig að nú munum við öll lesa þessa skýrslu,“ sagði forsætisráðherra. Barnaþing væri komið til að vera reglulegur viðburður. „Og ég vonast líka til þess að við getum tekið fyrir á Alþingi þessar niðurstöður í einhvers konar umræðu. Um málefni barna og niðurstöður Barnaþings. Þannig að það sem þið eruð að gera skiptir máli,“ sagði Katrín. Vilhjálmur Hauksson sem var einn þingfulltrúa afhenti forsætisráðherra síðan óvænta gjöf og mundi forsætisráðherra eftir að hafa hitt hann áður. „Við hittumst á þinginu, ég man eftir því,“ sagði hún og heilsaði Vilhjámi. „Ég vil bara segja að það er mjög mikilvægt að leyfa börnum að vera þau sjálf. Þau þurfi ekki að vera eins og aðrir,“ sagði Vilhjálmur og afhenti Katrínu gjöfina. En í pokum til ráðherranna reyndist vera grillsvuntur í litum stjórnarflokkanna sem forsætisráðherra sagði koma sér vel í eldhúsinu. Á svuntunni undir merki umboðsmanns barna stendur: „Ég brenn fyrir réttindum barna."
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Barnaþingsmenn vilja breytingar á skólakerfinu Niðurstöður Barnaþings verða afhentar ríkisstjórninni á morgun. Barnaþingsmenn ályktuðu um fjölbreytt innan- og utanríkismál, eins og breytingar á skólakerfinu. 7. maí 2020 19:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Barnaþingsmenn vilja breytingar á skólakerfinu Niðurstöður Barnaþings verða afhentar ríkisstjórninni á morgun. Barnaþingsmenn ályktuðu um fjölbreytt innan- og utanríkismál, eins og breytingar á skólakerfinu. 7. maí 2020 19:00