Það logar allt í deilum innan herbúða Stjörnunnar í Garðabæ og ljóst að mikil eftirvænting ríkir fyrir aðalfund félagsins sem fyrirhugaður er í komandi viku.
Fjölmiðlamaðurinn Þorkell Máni Pétursson fór svo mikinn í umræðu um málefni félagsins í Sportið í kvöld í vikunni.
Máni þekkir vel til í Garðabænum enda annálaður stuðningsmaður félagsins auk þess að hafa þjálfað knattspyrnu í félaginu á árum áður.
Fyrrum leikmenn kvennaliðs Stjörnunnar taka undir orð Mána í yfirlýsingu sem birt var á Instagram meistaraliðs Stjörnunnar í dag en síðasta færslan á þeim Instagram reikning birtist haustið 2018.
Meðal þeirra sem deilir færslunni svo á Twitter er markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir en hún minnir um leið á aðalfund félagsins sem fer fram næstkomandi miðvikudag.
Aðalfundur Stjörnunnar í næstu viku - ég mæti spennt! #skínistjarnan https://t.co/gPsUkq781q
— Harpa Þorsteins (@HarpaThorsteins) May 9, 2020