Sadiq Khan, borgarstjóri London, hefur gert ensku úrvalsdeildinni grein fyrir því að það sé of snemmt að byrja að spila leiki í höfuðborginni.
Khan er á móti því að leikirnir fari fram í London en höfuðborgin hefur farið illa út úr baráttunni við kórónuveiruna.
Khan óttast það að leikirnir muni auka álagið á starfsmenn heilbrigðisstéttarinnar og það er ljóst að afstaða borgarstjórans er enn ein hindrunin sem stendur í vegi fyrir endurkomu ensku úrvalsdeildarinnar.
Mayor of London Sadiq Khan tells the Premier League it is 'too early' to host matches in the capital again https://t.co/NY77G319aa
— MailOnline Sport (@MailSport) May 12, 2020
Enska úrvalsdeildin fékk grænt ljós frá yfirvöldum að spila leiki frá og með júnímánuði og það hefur spurst út að fyrstu leikirnir munu fara fram 12. júní.
Khan er stuðningsmaður Liverpool og vildi óska þess að sjá sitt lið lyfta Englandsbikarnum. Vandamálið er að London hefur orðið illa út og þúsundir hafa dáið vegna COVID-19 í höfuðborginni.
Evening Standard hefur þetta eftir talsmanni borgarstjórans.
„Sadiq er mjög spenntur fyrir því að sjá ensku úrvalsdeildina og atvinnumannaíþróttir byrja á ný. Hins vegar er þjóðin stödd í miðjum faraldri og hundruð að deyja á hverjum degi. Það er því hans mat að það sé of snemmt að fara ræða endurkomu ensku úrvalsdeildarinnar eða leiki í henni í höfuðborginni,“ sagði talsmaður Sadiq Khan.