Höskuldur um bróðurmissinn: „Veröld manns hrynur og maður brotnar í milljón búta" Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. apríl 2020 07:00 Höskuldur fagnar marki gegn Fylki síðasta sumar. Skjáskot/Stöð 2 Sport Höskuldur Gunnlaugsson, leikmaður Breiðabliks í Pepsi Max deild karla, fór yfir bróðurmissinn í viðtali við Svövu Grétarsdóttir í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld. Einnig ræddi Höskuldur um það hvernig Breiðablik æfir þessa dagana þegar íþróttalið mega ekki koma saman til að æfa. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Maður nær alveg að halda sér í standi. Við fengum bara gott einstaklings prógram frá styrktarþjálfaranum okkar, hann er mjög creative að vinna með það sem hægt er að vinna með. Svo fengum við hlaupaprógram,“ sagði Höskuldur um stöðuna sem Breiðablik, líkt og önnur lið, eru í. Síðasta tímabil var einnig rætt en Höskuldur fór í gegnum skelfilega lífsreynslu um mitt sumar er bróðir hans féll frá. Höskuldur ákvað samt að spila með liðsfélögum sínum gegn ÍA aðeins degi síðar þar sem hann skoraði í 2-1 sigri Blika. Reyndist mark hans vera sigurmarkið en hann kom Blikum 2-0 yfir á 7. mínútu leiksins. „Þetta voru hryllileg tíðindi sem maður fékk á laugardagskvöldi og við eigum leik við ÍA á sunnudeginum. Ég var ekkert að pæla í þessum leik alla nóttina, var bara með fjölskyldunni. Þetta var mjög súrrealískt, högg á hjartað, alla sálina og líkamann,“ sagði Höskuldur aðspurður út í þennan sólahring frá því hann fékk tíðindin og þangað til hann skoraði gegn ÍA. „Ég fyldi einhverju innsæi eða gut feeling. Langaði að spila þennan leik fyrir bróðir minn, fjölskylduna og mig sjálfan, sé ég ekki eftir því. Það var hrikalega gott að geta tileinkað honum þetta mark. Mér fannst það gott móment í ljósi hryllingsins,“ sagðu Höskuldur einnig. „Veröld manns hrynur og maður brotnar í milljón búta. Þetta hefur verið vinna að púsla sér saman, leita sér hjálpar hjá fagfólki og læra að lifa með þessu sem er helvítis vinna,“ sagði Höskuldur jafnframt um bróðurmissinn. Að lokum þakkaði Höskuldur liðsfélögum sínum sem og þjálfarateymi á þeim tíma, þeim Ágústi Gylfasyni og Guðmundi Steinarssyni, fyrir að hjálpa sér í gegnum þennan erfiða tíma. Tilfinningaríkt viðtal Svövu við Höskuld má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Höskuldur Gunnlaugs Sportpakkinn Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Höskuldur Gunnlaugsson, leikmaður Breiðabliks í Pepsi Max deild karla, fór yfir bróðurmissinn í viðtali við Svövu Grétarsdóttir í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld. Einnig ræddi Höskuldur um það hvernig Breiðablik æfir þessa dagana þegar íþróttalið mega ekki koma saman til að æfa. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Maður nær alveg að halda sér í standi. Við fengum bara gott einstaklings prógram frá styrktarþjálfaranum okkar, hann er mjög creative að vinna með það sem hægt er að vinna með. Svo fengum við hlaupaprógram,“ sagði Höskuldur um stöðuna sem Breiðablik, líkt og önnur lið, eru í. Síðasta tímabil var einnig rætt en Höskuldur fór í gegnum skelfilega lífsreynslu um mitt sumar er bróðir hans féll frá. Höskuldur ákvað samt að spila með liðsfélögum sínum gegn ÍA aðeins degi síðar þar sem hann skoraði í 2-1 sigri Blika. Reyndist mark hans vera sigurmarkið en hann kom Blikum 2-0 yfir á 7. mínútu leiksins. „Þetta voru hryllileg tíðindi sem maður fékk á laugardagskvöldi og við eigum leik við ÍA á sunnudeginum. Ég var ekkert að pæla í þessum leik alla nóttina, var bara með fjölskyldunni. Þetta var mjög súrrealískt, högg á hjartað, alla sálina og líkamann,“ sagði Höskuldur aðspurður út í þennan sólahring frá því hann fékk tíðindin og þangað til hann skoraði gegn ÍA. „Ég fyldi einhverju innsæi eða gut feeling. Langaði að spila þennan leik fyrir bróðir minn, fjölskylduna og mig sjálfan, sé ég ekki eftir því. Það var hrikalega gott að geta tileinkað honum þetta mark. Mér fannst það gott móment í ljósi hryllingsins,“ sagðu Höskuldur einnig. „Veröld manns hrynur og maður brotnar í milljón búta. Þetta hefur verið vinna að púsla sér saman, leita sér hjálpar hjá fagfólki og læra að lifa með þessu sem er helvítis vinna,“ sagði Höskuldur jafnframt um bróðurmissinn. Að lokum þakkaði Höskuldur liðsfélögum sínum sem og þjálfarateymi á þeim tíma, þeim Ágústi Gylfasyni og Guðmundi Steinarssyni, fyrir að hjálpa sér í gegnum þennan erfiða tíma. Tilfinningaríkt viðtal Svövu við Höskuld má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Höskuldur Gunnlaugs
Sportpakkinn Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira