Heimurinn eftir kórónuveiruna Finnur Thorlacius skrifar 5. apríl 2020 15:39 Í grein sem birtist í The New York Times þann 17. mars bendir dálkahöfundurinn Thomas L. Friedman á að greinileg vatnaskil muni verða á milli veruleikans „fyrir kórónuveiruna“ og veruleikans „eftir kórónuveiruna. Þetta er í takt við orðræðuna á þeim þremur vikum sem liðið hafa síðan grein Friedmans var birt. Það bendir flest til þess að faraldurinn muni hafa afdrifaríkari áhrif en bæði hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 og efnahagshrunið 2008. Í heimi sem hefur skyndilega skollið í baklás reynir nú á alla þætti mannlegs samfélags; þá sérstaklega á heilbrigðiskerfi, viðskiptalíf og milliríkjasamskipti. Ástandið kallar á að þau kerfi sem eru þegar til staðar séu nýtt til hins ítrasta. Eitt þessara kerfa eru alþjóðleg landamæri. Ákveðinn hópur Vesturlandabúa – t.d. þeir sem tilheyra „No Borders“ hreyfingunni – hafa alþjóðleg landamæri ekki í hávegum. Sú afstaða er ekki ný af nálinni, en frægir draumóramenn eins og Charles Chaplin og John Lennon voru meðal talsmanna hennar. Þeir sem tilheyra þessum hópi telja landamæri til þeirra þátta sem koma í veg fyrir að mannkynið sameinist. Þeir sem lengst ganga fullyrða jafnvel að landamæri séu uppfinning valdaklíku sem stjórni heimsmálunum og ali á sundrung. En á tímum sem þessum er auðveldara að gera sér grein fyrir því að það eru góðar og gildar ástæður fyrir tilvist verndarveggja þjóða og annara varúðarráðstafana. Það hefði reyndar verið hægt að virkja landamæri Vesturlanda á mun árangursríkari hátt en var gert í upphafi kórónufaraldursins. Hertar ferðatakmarkanir frá byrjun hefðu gert mikið til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Þetta má t.d. sjá í því fordæmi sem Singapúr setti, en borgríkið hefur sloppið vel miðað við höfðatölu vegna þeirra yfirgripsmiklu aðgerða sem hófust þar strax í lok janúar. En landamæri ríkja hafa engu að síður undanfarið haft úrslitaþýðingu í að bjarga því sem bjargað verður. Það er erfitt að gera sér í hugarlund óreiðuna sem landamæralaus heimur myndi geta af sér við þessar aðstæður. En landamæri eru ekki einungis gagnleg þegar kemur að sóttvörnum. Þau koma t.d. að gagni við að hefta flutning fórnarlamba mansals og glæpamanna á milli ríkja og heimshluta, og veita yfirvöldum skjól til þess að vernda innlenda framleiðslu. Getan til innlendrar framleiðslu, sérstaklega framleiðslu landbúnaðarafurða, hefur verið vanmetin af ýmsum í íslensku þjóðlífi, en það neyðarástand sem ríkir gæti komið okkur í skilning um mikilvægi ríkisstuðnings við íslenska bændur. Ef flutningsleiðir til landsins lokast til lengri tíma þyrftum við að reiða okkur algjörlega á þessa innviði. Ef þeir væru ekki þegar til staðar tæki við langt og erfitt ferli við að byggja þá upp aftur. Við okkur blasir ókunnur heimur – heimurinn eftir kórónuveiruna. Þótt það sé án vafa jákvætt fyrir ríki heimsins að sameinast í viðskiptatengslum, framförum í vísindum og ýmis konar réttindabaráttu, þá er augljóst að sumum þáttum er skynsamlegt og jafnvel nauðsynlegt að halda aðgreindum. Í hættuástandi er það hluti mannlegs eðlis að huga að því sem stendur manni næst, og við þær aðstæður gerir fólk sér vonandi betur grein fyrir mikilvægi þess að tryggja staðbundna innviði, hvernig sem viðrar, til að geta gripið til þeirra ef alþjóðakerfið bregst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Sjá meira
Í grein sem birtist í The New York Times þann 17. mars bendir dálkahöfundurinn Thomas L. Friedman á að greinileg vatnaskil muni verða á milli veruleikans „fyrir kórónuveiruna“ og veruleikans „eftir kórónuveiruna. Þetta er í takt við orðræðuna á þeim þremur vikum sem liðið hafa síðan grein Friedmans var birt. Það bendir flest til þess að faraldurinn muni hafa afdrifaríkari áhrif en bæði hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 og efnahagshrunið 2008. Í heimi sem hefur skyndilega skollið í baklás reynir nú á alla þætti mannlegs samfélags; þá sérstaklega á heilbrigðiskerfi, viðskiptalíf og milliríkjasamskipti. Ástandið kallar á að þau kerfi sem eru þegar til staðar séu nýtt til hins ítrasta. Eitt þessara kerfa eru alþjóðleg landamæri. Ákveðinn hópur Vesturlandabúa – t.d. þeir sem tilheyra „No Borders“ hreyfingunni – hafa alþjóðleg landamæri ekki í hávegum. Sú afstaða er ekki ný af nálinni, en frægir draumóramenn eins og Charles Chaplin og John Lennon voru meðal talsmanna hennar. Þeir sem tilheyra þessum hópi telja landamæri til þeirra þátta sem koma í veg fyrir að mannkynið sameinist. Þeir sem lengst ganga fullyrða jafnvel að landamæri séu uppfinning valdaklíku sem stjórni heimsmálunum og ali á sundrung. En á tímum sem þessum er auðveldara að gera sér grein fyrir því að það eru góðar og gildar ástæður fyrir tilvist verndarveggja þjóða og annara varúðarráðstafana. Það hefði reyndar verið hægt að virkja landamæri Vesturlanda á mun árangursríkari hátt en var gert í upphafi kórónufaraldursins. Hertar ferðatakmarkanir frá byrjun hefðu gert mikið til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Þetta má t.d. sjá í því fordæmi sem Singapúr setti, en borgríkið hefur sloppið vel miðað við höfðatölu vegna þeirra yfirgripsmiklu aðgerða sem hófust þar strax í lok janúar. En landamæri ríkja hafa engu að síður undanfarið haft úrslitaþýðingu í að bjarga því sem bjargað verður. Það er erfitt að gera sér í hugarlund óreiðuna sem landamæralaus heimur myndi geta af sér við þessar aðstæður. En landamæri eru ekki einungis gagnleg þegar kemur að sóttvörnum. Þau koma t.d. að gagni við að hefta flutning fórnarlamba mansals og glæpamanna á milli ríkja og heimshluta, og veita yfirvöldum skjól til þess að vernda innlenda framleiðslu. Getan til innlendrar framleiðslu, sérstaklega framleiðslu landbúnaðarafurða, hefur verið vanmetin af ýmsum í íslensku þjóðlífi, en það neyðarástand sem ríkir gæti komið okkur í skilning um mikilvægi ríkisstuðnings við íslenska bændur. Ef flutningsleiðir til landsins lokast til lengri tíma þyrftum við að reiða okkur algjörlega á þessa innviði. Ef þeir væru ekki þegar til staðar tæki við langt og erfitt ferli við að byggja þá upp aftur. Við okkur blasir ókunnur heimur – heimurinn eftir kórónuveiruna. Þótt það sé án vafa jákvætt fyrir ríki heimsins að sameinast í viðskiptatengslum, framförum í vísindum og ýmis konar réttindabaráttu, þá er augljóst að sumum þáttum er skynsamlegt og jafnvel nauðsynlegt að halda aðgreindum. Í hættuástandi er það hluti mannlegs eðlis að huga að því sem stendur manni næst, og við þær aðstæður gerir fólk sér vonandi betur grein fyrir mikilvægi þess að tryggja staðbundna innviði, hvernig sem viðrar, til að geta gripið til þeirra ef alþjóðakerfið bregst.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun