Lýsa yfir neyðarástandi í Japan Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2020 10:03 Shinzo Abe er hér lengst til hægri. Hann segist vonast til þess að með því að draga úr samskiptum fólks við aðra um 70 til 80 prósent í tvær vikur, megi svo gott sem stöðva útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. AP/Franck Robichon Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, hefur lýst yfir neyðarástandi þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Nánar tiltekið í Tokyo, Osaka og fimm öðrum stöðum þar sem útbreiðsla kórónuveirunnar er mikil. Samhliða því tilkynnti Abe stóran björgunarpakka til stuðnings fyrirtækjum og fjölskyldum. Björgunarpakkinn samsvarar um 20 prósentum af vergri landsframleiðslu Japan, eða um það bil 990 milljörðum dala, og er það með heimsins stærstu slíku aðgerðum. Til marks um það samsvara björgunaraðgerðir Bandaríkjanna um ellefu prósentum af vergri landsframleiðslu og aðgerðir Þýskalands um fimm prósentum. Meðal annars stendur til að gefa fjölskyldum peninga ef þau hafa orðið eða verða fyrir miklu tekjutapi vegna faraldursins, samkvæmt frétt Japan Times. Þá stendur einnig til að aðstoða fyrirtæki sem verða við tekjutapi að halda fólki í vinnu. Neyðarástandsyfirlýsingin mun veita yfirvöldum meiri völd til að þvinga fólk til að halda sig heima og loka fyrirtækjum og verða í gildi til 6. maí. Um 44 prósent íbúa landsins búa á þeim svæðum þar sem búið er að lýsa yfir neyðarástandi. 3.906 smit hafa geinst í Japan og 92 hafa dáið. Fjölda smitaðra hefur þó verið að fjölga jafnt og þétt á undanförnum vikum. „Það mikilvægasta núna er að hver borgari breyti aðgerðum sínum,“ sagði Abe í kjölfar neyðarástandsyfirlýsingarinnar. „Ef hvert okkar gæti dregið úr samskiptum við aðra um 70 prósent, helst 80 prósent, gætum við náð hámarki smita á tveimur vikum.“ Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Japanir hyggjast lýsa yfir neyðarástandi Skráðum kórónuveirusmitum í landinu hefur fjölgað hægt og bítandi og í gær fóru þau yfir þúsund í höfuðborginni Tókýó. 6. apríl 2020 06:33 Lýsir ekki yfir neyðarástandi en gefur grímur Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, er andsnúinn því að lýsa yfir neyðarástandi þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Þó áköll eftir því verði sífellt háværari hefur Abe staðið fast á sínu. 2. apríl 2020 11:06 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Sjá meira
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, hefur lýst yfir neyðarástandi þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Nánar tiltekið í Tokyo, Osaka og fimm öðrum stöðum þar sem útbreiðsla kórónuveirunnar er mikil. Samhliða því tilkynnti Abe stóran björgunarpakka til stuðnings fyrirtækjum og fjölskyldum. Björgunarpakkinn samsvarar um 20 prósentum af vergri landsframleiðslu Japan, eða um það bil 990 milljörðum dala, og er það með heimsins stærstu slíku aðgerðum. Til marks um það samsvara björgunaraðgerðir Bandaríkjanna um ellefu prósentum af vergri landsframleiðslu og aðgerðir Þýskalands um fimm prósentum. Meðal annars stendur til að gefa fjölskyldum peninga ef þau hafa orðið eða verða fyrir miklu tekjutapi vegna faraldursins, samkvæmt frétt Japan Times. Þá stendur einnig til að aðstoða fyrirtæki sem verða við tekjutapi að halda fólki í vinnu. Neyðarástandsyfirlýsingin mun veita yfirvöldum meiri völd til að þvinga fólk til að halda sig heima og loka fyrirtækjum og verða í gildi til 6. maí. Um 44 prósent íbúa landsins búa á þeim svæðum þar sem búið er að lýsa yfir neyðarástandi. 3.906 smit hafa geinst í Japan og 92 hafa dáið. Fjölda smitaðra hefur þó verið að fjölga jafnt og þétt á undanförnum vikum. „Það mikilvægasta núna er að hver borgari breyti aðgerðum sínum,“ sagði Abe í kjölfar neyðarástandsyfirlýsingarinnar. „Ef hvert okkar gæti dregið úr samskiptum við aðra um 70 prósent, helst 80 prósent, gætum við náð hámarki smita á tveimur vikum.“
Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Japanir hyggjast lýsa yfir neyðarástandi Skráðum kórónuveirusmitum í landinu hefur fjölgað hægt og bítandi og í gær fóru þau yfir þúsund í höfuðborginni Tókýó. 6. apríl 2020 06:33 Lýsir ekki yfir neyðarástandi en gefur grímur Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, er andsnúinn því að lýsa yfir neyðarástandi þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Þó áköll eftir því verði sífellt háværari hefur Abe staðið fast á sínu. 2. apríl 2020 11:06 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Sjá meira
Japanir hyggjast lýsa yfir neyðarástandi Skráðum kórónuveirusmitum í landinu hefur fjölgað hægt og bítandi og í gær fóru þau yfir þúsund í höfuðborginni Tókýó. 6. apríl 2020 06:33
Lýsir ekki yfir neyðarástandi en gefur grímur Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, er andsnúinn því að lýsa yfir neyðarástandi þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Þó áköll eftir því verði sífellt háværari hefur Abe staðið fast á sínu. 2. apríl 2020 11:06