Lamdi konuna sína úti á götu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2020 11:30 Útkall lögreglunnar í gærkvöldi vegna gruns um heimilisofbeldi var fyrir vestan Tjörnina í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. Hjón komu konunni til bjargar og var maður hennar handtekinn. Var hann undir áhrifum fíkniefna auk þess sem fíkniefni fundust á honum. Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að íbúi við umrædda götu hafi orðið vitni að því þegar karlmaðurinn sló konu sína. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Íbúi við götuna lýsir því í samtali við Vísi að hafa séð konuna á hlaupum og á eftir henni karlmaður með hnefann á lofti. Nágrannar íbúans komu konunni til aðstoðar, tóku hana inn á heimili sitt og reyndu árangurslaust að ræða við mann hennar. Karlmaðurinn var ákveðinn, sagðist vera maður konunnar en var fátt um svör spurður hvers vegna konan hans væri svona hrædd. Óttast aukið heimilisofbeldi Undanfarið hafa nokkur lögregluembætti hvatt fólk til að vera á varðbergi fyrir heimilisofbeldi á meðan Covid-19 faraldurinn gengur yfir. Karlmaður á sextugsaldri er í gæsluvarðhaldi vegna andláts sambýliskonu hans í Sandgerði á dögunum. Þá var karlmaður um þrítugt úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Vísir/Sigurjón Lögreglustjórinn á Suðurnesjum og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segjast ekki sjá merki um aukið heimilisofbeldi í tölunum enn sem komið er. Framkvæmdastýran leggur áherslu á að fólk sé á varðbergi og tilkynni ofbeldi við minnsta grun. „Við hvetjum alla sem verða varir við slíkt til að láta vita og við fylgjumst eins vel með og mögulegt er,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, tekur undir þessar áhyggjur. „Við höfum frá upphafi óttast að það þyrfti ekkert meira en kraftaverk til að við kæmumst í gegn um þetta tímabil án þess að heimilisofbeldi yrði bæði tíðara og jafnvel hættulegra. Við byggjum þetta á því að það eru svo margir áhættuþættir núna eins og félagsleg einangrun og streita, áhyggjur og fólk er mikið nálægt sínum nánustu sem getur vissulega verið mjög indælt en það getur líka verið mjög hættulegt.“ Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún segir að Kvennaathvarfið hafi ekki orðið vart við aukningu í þessum málum og að þau hafi ekki endilega átt von á því. „Þessir áhættuþættir eru ekki bara þættir sem spá fyrir um aukið ofbeldi heldur líka auknar hindranir þegar kemur að því að slíta ofbeldissambandi.“ Hún segir ofbeldið geta orðið grófara og hættulegra við þessar aðstæður. „Við höfum áhyggjur á því að það verði það auk þess sem það verður erfiðara að komast í burtu og undankomuleiðirnar eða flóttaleiðir þolenda verða í raun og veru færri.“ Sigþrúður segir mikilvægara nú en nokkru sinni áður að fólk sé á varðbergi og tilkynni ofbeldi við minnsta grun. Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Reykjavík Heimilisofbeldi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. Hjón komu konunni til bjargar og var maður hennar handtekinn. Var hann undir áhrifum fíkniefna auk þess sem fíkniefni fundust á honum. Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að íbúi við umrædda götu hafi orðið vitni að því þegar karlmaðurinn sló konu sína. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Íbúi við götuna lýsir því í samtali við Vísi að hafa séð konuna á hlaupum og á eftir henni karlmaður með hnefann á lofti. Nágrannar íbúans komu konunni til aðstoðar, tóku hana inn á heimili sitt og reyndu árangurslaust að ræða við mann hennar. Karlmaðurinn var ákveðinn, sagðist vera maður konunnar en var fátt um svör spurður hvers vegna konan hans væri svona hrædd. Óttast aukið heimilisofbeldi Undanfarið hafa nokkur lögregluembætti hvatt fólk til að vera á varðbergi fyrir heimilisofbeldi á meðan Covid-19 faraldurinn gengur yfir. Karlmaður á sextugsaldri er í gæsluvarðhaldi vegna andláts sambýliskonu hans í Sandgerði á dögunum. Þá var karlmaður um þrítugt úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Vísir/Sigurjón Lögreglustjórinn á Suðurnesjum og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segjast ekki sjá merki um aukið heimilisofbeldi í tölunum enn sem komið er. Framkvæmdastýran leggur áherslu á að fólk sé á varðbergi og tilkynni ofbeldi við minnsta grun. „Við hvetjum alla sem verða varir við slíkt til að láta vita og við fylgjumst eins vel með og mögulegt er,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, tekur undir þessar áhyggjur. „Við höfum frá upphafi óttast að það þyrfti ekkert meira en kraftaverk til að við kæmumst í gegn um þetta tímabil án þess að heimilisofbeldi yrði bæði tíðara og jafnvel hættulegra. Við byggjum þetta á því að það eru svo margir áhættuþættir núna eins og félagsleg einangrun og streita, áhyggjur og fólk er mikið nálægt sínum nánustu sem getur vissulega verið mjög indælt en það getur líka verið mjög hættulegt.“ Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún segir að Kvennaathvarfið hafi ekki orðið vart við aukningu í þessum málum og að þau hafi ekki endilega átt von á því. „Þessir áhættuþættir eru ekki bara þættir sem spá fyrir um aukið ofbeldi heldur líka auknar hindranir þegar kemur að því að slíta ofbeldissambandi.“ Hún segir ofbeldið geta orðið grófara og hættulegra við þessar aðstæður. „Við höfum áhyggjur á því að það verði það auk þess sem það verður erfiðara að komast í burtu og undankomuleiðirnar eða flóttaleiðir þolenda verða í raun og veru færri.“ Sigþrúður segir mikilvægara nú en nokkru sinni áður að fólk sé á varðbergi og tilkynni ofbeldi við minnsta grun.
Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Reykjavík Heimilisofbeldi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira