Skemmdarverk unnin á vinsælu vegglistaverki í Vesturbæ Sylvía Hall skrifar 13. apríl 2020 23:00 Vegglistaverkið hefur fengið að njóta sín undanfarna mánuði. Nú hefur verið málað yfir Hallgrímskirkju. Vísir/Kjartan Atli Íbúar í Vesturbæ eru heldur súrir eftir að málað var yfir hluta af vegglistaverki á grindverki við Hofsvallagötu sem hefur vakið mikla lukku síðustu mánuði. Listaverkið er eftir listamanninn Joan Pictures og er upp úr tölvuleiknum sívinsæla Super Mario. Það er ljóst að listaverkið er í miklum metum hjá íbúum hverfisins, enda voru margir furðulostnir þegar greint var frá því í íbúahóp á Facebook að verið væri að mála yfir listaverkið. Vesturbæingar þurfa þó ekki að hafa miklar áhyggjur þar sem Ólöf Magnúsdóttir eigandi grindverksins segir að búið sé að hafa samband við listamanninn og hann ætli að laga þetta. Málað var yfir Hallgrímskirkju með grænni málningu.Facebook Það sé þó óljóst hvað slík lagfæring muni kosta, en miðað við viðbrögðin sé ekki ólíklegt að einhverjir muni vilja hjálpa til. Slík tillaga hefur komið fram í íbúahópnum við góðar undirtektir. „Það er ótrúlega gaman að sjá hvað fólkið í hverfinu hefur tekið þessu listaverki vel, sérstaklega eftir að málað var yfir Hallgrímskirkjuna, þá hefur fólk sýnt ótrúlega mikla velvild.“ Hún segir verkið hingað til hafa fengið að vera í friði og það sé líklega vitnisburður um vinsældir þess. Það lífgi upp á umhverfið og geri það aðeins fjölbreyttara. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og hefur hún rætt við konuna sem málaði yfir Hallgrímskirkju. Ólöf ætlar ekki að kæra málið en vonar að þetta verði þó til þess að verkið fái að vera í friði héðan í frá. Reykjavík Myndlist Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Íbúar í Vesturbæ eru heldur súrir eftir að málað var yfir hluta af vegglistaverki á grindverki við Hofsvallagötu sem hefur vakið mikla lukku síðustu mánuði. Listaverkið er eftir listamanninn Joan Pictures og er upp úr tölvuleiknum sívinsæla Super Mario. Það er ljóst að listaverkið er í miklum metum hjá íbúum hverfisins, enda voru margir furðulostnir þegar greint var frá því í íbúahóp á Facebook að verið væri að mála yfir listaverkið. Vesturbæingar þurfa þó ekki að hafa miklar áhyggjur þar sem Ólöf Magnúsdóttir eigandi grindverksins segir að búið sé að hafa samband við listamanninn og hann ætli að laga þetta. Málað var yfir Hallgrímskirkju með grænni málningu.Facebook Það sé þó óljóst hvað slík lagfæring muni kosta, en miðað við viðbrögðin sé ekki ólíklegt að einhverjir muni vilja hjálpa til. Slík tillaga hefur komið fram í íbúahópnum við góðar undirtektir. „Það er ótrúlega gaman að sjá hvað fólkið í hverfinu hefur tekið þessu listaverki vel, sérstaklega eftir að málað var yfir Hallgrímskirkjuna, þá hefur fólk sýnt ótrúlega mikla velvild.“ Hún segir verkið hingað til hafa fengið að vera í friði og það sé líklega vitnisburður um vinsældir þess. Það lífgi upp á umhverfið og geri það aðeins fjölbreyttara. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og hefur hún rætt við konuna sem málaði yfir Hallgrímskirkju. Ólöf ætlar ekki að kæra málið en vonar að þetta verði þó til þess að verkið fái að vera í friði héðan í frá.
Reykjavík Myndlist Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira