Willum Þór er viss: Gummi Ben hefði spilað með stærstu liðum í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2020 09:00 Willum Þór Þórsson og Guðmundur Benediktsson með Íslandsbikarinn sem þeir unnu saman með Val sumarið 2007. Skjámynd/S2 Sport Willum Þór Þórsson vann marga sína stærstu sigra sem knattspyrnuþjálfari með Guðmund Benediktsson sér við hlið. Það það þarf því ekki að koma á óvart að hann hafi miklar mætur á Gumma Ben. Willum Þór Þórsson valdi að sjálfsögðu Guðmund Benediktsson í úrvalsliðið sitt þegar hann mætti til Ríkharðs Guðnasonar í þáttinn Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport. Willum Þór og Guðmundur Benediktsson urðu Íslandsmeistarar saman hjá bæði KR og Val sem og að vinna bikarinn saman með Val þegar Hlíðarendaliðið var nýliði í deildinni. Guðmundur Benediktsson skoraði 57 mörk og gaf 87 stoðsendingar í 237 leikjum í efstu deild á Íslandi en eins og fleiri þá velti Willum Þór því fyrir sér hversu langt Guðmundur hefði náði ef hann meiðslin hefðu ekki elt hann. Guðmundur var þannig kominn út í atvinnumennsku hjá Germinal Ekeren í Belgíu þegar hann fór ítrekað að slíta krossbandið í hnénu. „Ég veit ekki hvað er hægt að segja um þennan meistara. Maður hefur séð hann gera hluti á æfingum sem maður sér ekki öllu jafna,“ sagði Willum Þór Þórsson „Ég veit að það eru fleiri sem hafa sagt það en ég að ef að þessi meiðsli hefðu ekki komið upp þá hefði hann spilað með þeim stærstu,“ sagði Willum Þór. Erum bara heppin að hann spilaði á Íslandi. „Við sem fengum að hafa hann hérna heima erum bara heppin að hann spilaði á Íslandi. Ég er sannfærður um það að hann hefði annars spilað með stærstu liðum í heimi,“ sagði Willum Þór. Það er frægt þegar Guðmundur Benediktsson fékk endurnýjum lífdaga hjá Val á Hlíðarenda eftir að KR-ingar höfðu afskrifað hann. Willum hætti sem þjálfari KR og KR-ingar leyfðu Guðmundi síðan að fara. Willum fékk hann yfir í Val. „Það nýttist mér ágætlega að hafa ekki staðið mig betur með KR árið 2004. Það voru einhverjir leikmenn sem KR taldi ekki ástæðu til að halda í. Fyrsta verkefnið var að ná í Gumma Ben,“ sagði Willum Þór en hann ræddi hann í þættinum. Klippa: Willum Þór um Gumma Ben „Það þarf nú ekki mikla vísindamenn til að átta sig á því hvað hann er fær í knattspyrnunni. Hann er líka einkar laginn í hóp, hnyttinn og er líka leiðtogi en fer vel með það. Hann gerir það ekki með neinum æsingi,“ sagði Willum Þór. Blessunarlega tókst það að ná í Gumma „Ég hafði gert hann að aðstoðarþjálfara þegar ég var hjá KR og hann var í þessum mestu meiðslum. Hann kann þessa línu, gagnvart þjálfara og gagnvart leikmannahóp. Blessunarlega tókst það að ná í Gumma,“ sagði Willum Þór. Guðmundur Benediktsson spilaði í fjögur tímabil með Val og var með 10 mörk og 35 stoðsendingar í 70 leikjum með Hlíðarendaliðinu. Besta tímabilið var sumarið 2007 þegar Valur vann Íslandsmeistaratitilinn og Guðmundur var með 5 mörk og 7 stoðsendingar í 18 leikjum. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira
Willum Þór Þórsson vann marga sína stærstu sigra sem knattspyrnuþjálfari með Guðmund Benediktsson sér við hlið. Það það þarf því ekki að koma á óvart að hann hafi miklar mætur á Gumma Ben. Willum Þór Þórsson valdi að sjálfsögðu Guðmund Benediktsson í úrvalsliðið sitt þegar hann mætti til Ríkharðs Guðnasonar í þáttinn Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport. Willum Þór og Guðmundur Benediktsson urðu Íslandsmeistarar saman hjá bæði KR og Val sem og að vinna bikarinn saman með Val þegar Hlíðarendaliðið var nýliði í deildinni. Guðmundur Benediktsson skoraði 57 mörk og gaf 87 stoðsendingar í 237 leikjum í efstu deild á Íslandi en eins og fleiri þá velti Willum Þór því fyrir sér hversu langt Guðmundur hefði náði ef hann meiðslin hefðu ekki elt hann. Guðmundur var þannig kominn út í atvinnumennsku hjá Germinal Ekeren í Belgíu þegar hann fór ítrekað að slíta krossbandið í hnénu. „Ég veit ekki hvað er hægt að segja um þennan meistara. Maður hefur séð hann gera hluti á æfingum sem maður sér ekki öllu jafna,“ sagði Willum Þór Þórsson „Ég veit að það eru fleiri sem hafa sagt það en ég að ef að þessi meiðsli hefðu ekki komið upp þá hefði hann spilað með þeim stærstu,“ sagði Willum Þór. Erum bara heppin að hann spilaði á Íslandi. „Við sem fengum að hafa hann hérna heima erum bara heppin að hann spilaði á Íslandi. Ég er sannfærður um það að hann hefði annars spilað með stærstu liðum í heimi,“ sagði Willum Þór. Það er frægt þegar Guðmundur Benediktsson fékk endurnýjum lífdaga hjá Val á Hlíðarenda eftir að KR-ingar höfðu afskrifað hann. Willum hætti sem þjálfari KR og KR-ingar leyfðu Guðmundi síðan að fara. Willum fékk hann yfir í Val. „Það nýttist mér ágætlega að hafa ekki staðið mig betur með KR árið 2004. Það voru einhverjir leikmenn sem KR taldi ekki ástæðu til að halda í. Fyrsta verkefnið var að ná í Gumma Ben,“ sagði Willum Þór en hann ræddi hann í þættinum. Klippa: Willum Þór um Gumma Ben „Það þarf nú ekki mikla vísindamenn til að átta sig á því hvað hann er fær í knattspyrnunni. Hann er líka einkar laginn í hóp, hnyttinn og er líka leiðtogi en fer vel með það. Hann gerir það ekki með neinum æsingi,“ sagði Willum Þór. Blessunarlega tókst það að ná í Gumma „Ég hafði gert hann að aðstoðarþjálfara þegar ég var hjá KR og hann var í þessum mestu meiðslum. Hann kann þessa línu, gagnvart þjálfara og gagnvart leikmannahóp. Blessunarlega tókst það að ná í Gumma,“ sagði Willum Þór. Guðmundur Benediktsson spilaði í fjögur tímabil með Val og var með 10 mörk og 35 stoðsendingar í 70 leikjum með Hlíðarendaliðinu. Besta tímabilið var sumarið 2007 þegar Valur vann Íslandsmeistaratitilinn og Guðmundur var með 5 mörk og 7 stoðsendingar í 18 leikjum.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti