Þakklát og spennt yfir því að geta keppt í golfi: „Hugsa að allir séu svolítið ryðgaðir“ Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2020 20:00 Valdís Þóra Jónsdóttir ætti að vera að keppa á Spáni en verður þess í stað ein níu kvenna sem keppa í blíðviðrinu í Mosfellsbæ um helgina. Haraldur Franklín Magnús ætlaði að flytja til Spánar en verður einn þrjátíu karla á mótinu í Mosó. SAMSETT MYND/STÖÐ 2 SPORT Bestu kylfingar Íslands eru þakklátir og spenntir yfir því að geta byrjað að keppa í golfi að nýju á morgun þegar ÍSAM-mótið hefst í Mosfellsbæ. Flestir væru þeir að spila á mótum erlendis þessa dagana ef að kórónuveirufaraldurinn hefði ekki sett allt úr skorðum. Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við kylfingana í Sportpakkanum í dag, þar á meðal Valdísi Þóru Jónsdóttur og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem enn gætu verið að freista þess að komast á Ólympíuleika í sumar ef íþróttalíf hefði ekki verið stöðvað og leikunum frestað um eitt ár. „Ég spilaði hérna í gær og völlurinn er í flottu standi, og það er gaman að sjá að það eru allar með. Þetta verður skemmtileg helgi,“ segir Valdís Þóra, sem hefði átt að vera á Spáni núna og í Frakklandi í síðustu viku, og ætlaði sér að vera erlendis fram í júní. „Það er alltaf aðeins öðruvísi að koma til Íslands að keppa aftur eftir að hafa verið svona lengi í burtu. Ég er ekki búin að keppa á Íslandi síðan árið 2016 á Íslandsmótinu,“ segir Ólafía sem ætlaði sér að vera að berjast um keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni um þetta leyti. „Ég er bara spenntur að fara aftur að keppa í golfi og pínu þakklátur fyrir að það sé að fara í gang hér á Íslandi því það er ekki að gerast úti í heimi. Ég hugsa að allir séu svolítið ryðgaðir svo að við sjáum hvernig þetta fer,“ sagði Haraldur Franklín Magnús, og Axel Bóasson tók undir það. „Ég er búinn að vera að vinna og ekki búinn að ná að æfa nægilega mikið, en búinn að taka tvo hringi og hlakka til að mæta á morgun og taka 36 holur með þessum krökkum,“ sagði Axel. Klippa: Bestu kylfingar landsins mætast á golfmóti í Mosfellsbæ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Golf Sportpakkinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bestu kylfingar Íslands eru þakklátir og spenntir yfir því að geta byrjað að keppa í golfi að nýju á morgun þegar ÍSAM-mótið hefst í Mosfellsbæ. Flestir væru þeir að spila á mótum erlendis þessa dagana ef að kórónuveirufaraldurinn hefði ekki sett allt úr skorðum. Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við kylfingana í Sportpakkanum í dag, þar á meðal Valdísi Þóru Jónsdóttur og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem enn gætu verið að freista þess að komast á Ólympíuleika í sumar ef íþróttalíf hefði ekki verið stöðvað og leikunum frestað um eitt ár. „Ég spilaði hérna í gær og völlurinn er í flottu standi, og það er gaman að sjá að það eru allar með. Þetta verður skemmtileg helgi,“ segir Valdís Þóra, sem hefði átt að vera á Spáni núna og í Frakklandi í síðustu viku, og ætlaði sér að vera erlendis fram í júní. „Það er alltaf aðeins öðruvísi að koma til Íslands að keppa aftur eftir að hafa verið svona lengi í burtu. Ég er ekki búin að keppa á Íslandi síðan árið 2016 á Íslandsmótinu,“ segir Ólafía sem ætlaði sér að vera að berjast um keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni um þetta leyti. „Ég er bara spenntur að fara aftur að keppa í golfi og pínu þakklátur fyrir að það sé að fara í gang hér á Íslandi því það er ekki að gerast úti í heimi. Ég hugsa að allir séu svolítið ryðgaðir svo að við sjáum hvernig þetta fer,“ sagði Haraldur Franklín Magnús, og Axel Bóasson tók undir það. „Ég er búinn að vera að vinna og ekki búinn að ná að æfa nægilega mikið, en búinn að taka tvo hringi og hlakka til að mæta á morgun og taka 36 holur með þessum krökkum,“ sagði Axel. Klippa: Bestu kylfingar landsins mætast á golfmóti í Mosfellsbæ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Golf Sportpakkinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira