Biðja íbúa um að gefa heilbrigðisstarfsfólki regnkápur í stað hlífðarbúnaðar Samúel Karl Ólason skrifar 15. apríl 2020 11:24 Borgarstjóri Osaka hefur beðið íbúa og forsvarsmenn fyrirtækja um hjálp vegna skorts á hlífðarbúnaði. EPA/FRANCK ROBICHON Yfirvöld borgarinnar Osaka í Japan hafa kallað eftir því að forsvarsmenn verslana og íbúar gefi regnkápur sínar til heilbrigðisstarfsmanna. Það var gert vegna mikils skorts á hlífðarbúnaði þar sem læknar hafa klæðst ruslapokum. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, lýsti yfir neyðarástandi á sex svæðum í Japan í síðustu viku. Þar á meðal í Osaka. Þrátt fyrir það hefur smituðum fjölgað tiltölulega hratt í Japan og hafa nú minnst 8.200 smitast og 166 dáið. Í Osaka hafa því 900 smitast af nýju kórónuveirunni. Ichiro Matsui, borgarstjóri Osaka, sagði frá því í gær að sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir skorti hlífðarbúnað. Kallaði hann eftir því að íbúar gæfu borginni regnkápur og sagði að þær mættu vera í öllum litum, samkvæmt frétt Reuters. Hann sagði einnig að ekki væri hægt að sigra nýju kórónuveiruna án heilbrigðisstarfsfólks. Því væri nauðsynlegt að tryggja að þau sýktust ekki. Regnkápurnar mega ekki vera notaðar og er beiðninni því að mestu beint til eiganda verslana. Matsui tók þó fram að íbúar megi einnig gefa sínar regnkápur sem þeir hafi aldrei notað. Japan Times segir þennan skort eiga við um allt landið. Hann verði sífellt alvarlegri en yfirvöld biðluðu til forsvarsmanna fyrirtækja í síðustu viku og báðu þá um að framleiða þennan nauðsynlega hlífðarbúnað eins og grímur og kápur. Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent „Ég er mannleg“ Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Fleiri fréttir Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Sjá meira
Yfirvöld borgarinnar Osaka í Japan hafa kallað eftir því að forsvarsmenn verslana og íbúar gefi regnkápur sínar til heilbrigðisstarfsmanna. Það var gert vegna mikils skorts á hlífðarbúnaði þar sem læknar hafa klæðst ruslapokum. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, lýsti yfir neyðarástandi á sex svæðum í Japan í síðustu viku. Þar á meðal í Osaka. Þrátt fyrir það hefur smituðum fjölgað tiltölulega hratt í Japan og hafa nú minnst 8.200 smitast og 166 dáið. Í Osaka hafa því 900 smitast af nýju kórónuveirunni. Ichiro Matsui, borgarstjóri Osaka, sagði frá því í gær að sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir skorti hlífðarbúnað. Kallaði hann eftir því að íbúar gæfu borginni regnkápur og sagði að þær mættu vera í öllum litum, samkvæmt frétt Reuters. Hann sagði einnig að ekki væri hægt að sigra nýju kórónuveiruna án heilbrigðisstarfsfólks. Því væri nauðsynlegt að tryggja að þau sýktust ekki. Regnkápurnar mega ekki vera notaðar og er beiðninni því að mestu beint til eiganda verslana. Matsui tók þó fram að íbúar megi einnig gefa sínar regnkápur sem þeir hafi aldrei notað. Japan Times segir þennan skort eiga við um allt landið. Hann verði sífellt alvarlegri en yfirvöld biðluðu til forsvarsmanna fyrirtækja í síðustu viku og báðu þá um að framleiða þennan nauðsynlega hlífðarbúnað eins og grímur og kápur.
Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent „Ég er mannleg“ Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Fleiri fréttir Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Sjá meira