Alfreð telur að þýska deildin geti verið fyrirmynd fyrir aðrar deildir Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. maí 2020 09:45 Alfreð Finnbogason og félagar í Augsburg hefja leik í þýsku úrvalsdeildinni að nýju í dag. vísir/getty Þýska úrvalsdeildin í knattspyrnu fer aftur af stað í dag en hún er fyrsta deild meginlands Evrópu sem hefst að nýju eftir að öllu var frestað vegna kórónufaraldursins. Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason og samherjar hans í Augsburg mæta Wolfsburg klukkan 13:30 í dag. Í viðtali við íþróttavef Morgunblaðsins segir Alfreð að hann telji að þýska deildin geti verið fyrirmynd fyrir aðrar deildar álfunnar. Þýska úrvalsdeildin hefur verið í tæpu tveggja mánaðar pásu vegna kórónufaraldursins en enn er óvíst hvenær aðrar deildir Evrópu geta farið af stað. Leikmenn þýsku deildarinnar hafa hins vegar æft í litlum hópum frá því um miðjan mars. „Það eru allir í Þýskalandi mjög spenntir fyrir því að hefja leik,“ sagði Alfreð í viðtali við Morgunblaðið. „Ég tel að endurkoma deildarinnar muni ekki bara hafa góð áhrif á knattspyrnuáhugamenn í landinu heldur líka bara á þýsku þjóðina í heild sinni. Ef allt gengur vel hjá okkur, þessar fyrstu vikur, þá er þýska deildin klárlega eitthvað sem aðrar deildir geta horft til og Bundesligan getur auðveldega verið ákveðin fyrirmynd fyrir aðrar deildir," sagði framherjinn að lokum. Augsburg er í fjórtánda sæti deildarinnar með 27 stig. Liðið er ellefu stigum frá fallsæti en aðeins fimm frá sextánda sæti sem þýðir að liðið þyrfti að fara í umspil við lið úr B-deildinni um hvort myndi leika í úrvalsdeildinni að ári. Alfreð hefur aðeins byrjað átta leiki á þessari leiktíð en hann hefur verið að glíma við þrálát meiðsli og óvíst er með þátttöku hans í leiknum í dag. Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð og leikmenn í þýsku deildinni mega ekki einu sinni hitta börnin sín Þjóðverjar ætla heldur betur að passa upp á það að leikmenn þýsku deildarinnar hvorki smitist eða smiti aðra af kórónuveirunni á næstunni. 13. maí 2020 08:30 Alfreð: Fékk mikla öfund frá félögum í öðrum löndum Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, er ánægður að boltinn fari þar bráðum að rúlla og segir að félagar hans víðs vegar um Evrópu öfunda hann að vera spila í Þýskalandi. 8. maí 2020 21:00 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Þýska úrvalsdeildin í knattspyrnu fer aftur af stað í dag en hún er fyrsta deild meginlands Evrópu sem hefst að nýju eftir að öllu var frestað vegna kórónufaraldursins. Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason og samherjar hans í Augsburg mæta Wolfsburg klukkan 13:30 í dag. Í viðtali við íþróttavef Morgunblaðsins segir Alfreð að hann telji að þýska deildin geti verið fyrirmynd fyrir aðrar deildar álfunnar. Þýska úrvalsdeildin hefur verið í tæpu tveggja mánaðar pásu vegna kórónufaraldursins en enn er óvíst hvenær aðrar deildir Evrópu geta farið af stað. Leikmenn þýsku deildarinnar hafa hins vegar æft í litlum hópum frá því um miðjan mars. „Það eru allir í Þýskalandi mjög spenntir fyrir því að hefja leik,“ sagði Alfreð í viðtali við Morgunblaðið. „Ég tel að endurkoma deildarinnar muni ekki bara hafa góð áhrif á knattspyrnuáhugamenn í landinu heldur líka bara á þýsku þjóðina í heild sinni. Ef allt gengur vel hjá okkur, þessar fyrstu vikur, þá er þýska deildin klárlega eitthvað sem aðrar deildir geta horft til og Bundesligan getur auðveldega verið ákveðin fyrirmynd fyrir aðrar deildir," sagði framherjinn að lokum. Augsburg er í fjórtánda sæti deildarinnar með 27 stig. Liðið er ellefu stigum frá fallsæti en aðeins fimm frá sextánda sæti sem þýðir að liðið þyrfti að fara í umspil við lið úr B-deildinni um hvort myndi leika í úrvalsdeildinni að ári. Alfreð hefur aðeins byrjað átta leiki á þessari leiktíð en hann hefur verið að glíma við þrálát meiðsli og óvíst er með þátttöku hans í leiknum í dag.
Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð og leikmenn í þýsku deildinni mega ekki einu sinni hitta börnin sín Þjóðverjar ætla heldur betur að passa upp á það að leikmenn þýsku deildarinnar hvorki smitist eða smiti aðra af kórónuveirunni á næstunni. 13. maí 2020 08:30 Alfreð: Fékk mikla öfund frá félögum í öðrum löndum Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, er ánægður að boltinn fari þar bráðum að rúlla og segir að félagar hans víðs vegar um Evrópu öfunda hann að vera spila í Þýskalandi. 8. maí 2020 21:00 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Alfreð og leikmenn í þýsku deildinni mega ekki einu sinni hitta börnin sín Þjóðverjar ætla heldur betur að passa upp á það að leikmenn þýsku deildarinnar hvorki smitist eða smiti aðra af kórónuveirunni á næstunni. 13. maí 2020 08:30
Alfreð: Fékk mikla öfund frá félögum í öðrum löndum Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, er ánægður að boltinn fari þar bráðum að rúlla og segir að félagar hans víðs vegar um Evrópu öfunda hann að vera spila í Þýskalandi. 8. maí 2020 21:00