Skammgóður vermir í Vesturbænum: Eiganda grindverksins langar til þess að vola Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. apríl 2020 13:42 Vesturbæingur nokkur birti mynd af skemmdunum í dag í hverfishópnum Vesturbærinn. Íbúar eru upp til hópa afar ósáttir með skemmdirnar. Fjölmörgum Vesturbæingum er ekki skemmt þessa stundina. Í annað skiptið á fjórum dögum hafa verið unnin skemmdarverk á vegglistaverki á grindverki á Hofsvallagötu. Listaverkið er eftir listamanninn Juan Pictures og er upp úr tölvuleiknum sívinsæla Super Mario. Vísir greindi frá því á annan í páskum að lögregla hefði verið kölluð til vegna konu sem hafði málað yfir Hallgrímskirkju, sem var hluti af listaverkinu. Nú virðist sem spreyjað hafi verið yfir hluta af verkinu. Ólöf Magnúsdóttir, eigandi grindverksins, sagði í samtali við Vísi ótrúlega gaman hve vel fólkið í hverfinu hefði tekið listaverkinu. Málið var tilkynnt til lögreglu á mánudaginn sem ræddi við konuna. Ólöf sagðist ekki ætla að kæra konuna en vonaði til þess að verkið fengi að vera í friði héðan í frá. Listamaðurinn Juan mætti svo til samstundis og lagaði skemmdirnar. Síðan hafa liðið rúmir þrír dagar og aftur hafa verið unnar skemmdir á verkinu. „Lögreglan er búin að koma í dag og við búin að láta vita að við viljum gera eitthvað í málunum núna. Ég veit ekki hver þetta er eða hvað vakir fyrir henni. En mig langar pínu að fara bara að vola núna,“ segir Ólöf í umræðuþræði um málið í hverfishópnum Vesturbærinn á Facebook. Listamaðurinn Juan segist ætla að laga skemmirnar aftur um leið og veður bjóði upp á það. „Ég er tilbúin að laga verkið þúsund sinnum,“ segir Juan. Vesturbæingar skilja hvorki upp né niður í hegðun konunnar. Margir telja augljóst að viðkomandi eigi við veikindi að stríða. Arnar Tómas Valgeirsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, er með kenningu á hnyttnum nótum. „Hún er pottþétt bara bitur Sega Mega eigandi,“ segir Arnar Tómas og vísar til samkeppnisaðila í leikjatölvubransanum. Vesturbæingar virðast upp til hópa ánægðir með listaverkið og hvetja aðra til þess að láta frjáls framlög af hendi renna til listamannsins sem gerði það endurgjaldslaust. Juan var mættur við grindverkið á sjötta tímanum í dag til að gera við skemmdirnar. Hann lýsti stöðunni sem störukeppni. Hann ætlaði ekki að láta skemmdarvarg spilla gleðinni. Hann myndi halda áfram að laga skemmdirnar.Vísir/Kolbeinn TumiSpreyjað hafði verið yfir Hallgrímskirkju og fleira í dag. Vísir/Kolbeinn Tumi Fréttin var uppfærð með myndum af Juan að laga skemmdirnar seinni partinn. Reykjavík Myndlist Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Fjölmörgum Vesturbæingum er ekki skemmt þessa stundina. Í annað skiptið á fjórum dögum hafa verið unnin skemmdarverk á vegglistaverki á grindverki á Hofsvallagötu. Listaverkið er eftir listamanninn Juan Pictures og er upp úr tölvuleiknum sívinsæla Super Mario. Vísir greindi frá því á annan í páskum að lögregla hefði verið kölluð til vegna konu sem hafði málað yfir Hallgrímskirkju, sem var hluti af listaverkinu. Nú virðist sem spreyjað hafi verið yfir hluta af verkinu. Ólöf Magnúsdóttir, eigandi grindverksins, sagði í samtali við Vísi ótrúlega gaman hve vel fólkið í hverfinu hefði tekið listaverkinu. Málið var tilkynnt til lögreglu á mánudaginn sem ræddi við konuna. Ólöf sagðist ekki ætla að kæra konuna en vonaði til þess að verkið fengi að vera í friði héðan í frá. Listamaðurinn Juan mætti svo til samstundis og lagaði skemmdirnar. Síðan hafa liðið rúmir þrír dagar og aftur hafa verið unnar skemmdir á verkinu. „Lögreglan er búin að koma í dag og við búin að láta vita að við viljum gera eitthvað í málunum núna. Ég veit ekki hver þetta er eða hvað vakir fyrir henni. En mig langar pínu að fara bara að vola núna,“ segir Ólöf í umræðuþræði um málið í hverfishópnum Vesturbærinn á Facebook. Listamaðurinn Juan segist ætla að laga skemmirnar aftur um leið og veður bjóði upp á það. „Ég er tilbúin að laga verkið þúsund sinnum,“ segir Juan. Vesturbæingar skilja hvorki upp né niður í hegðun konunnar. Margir telja augljóst að viðkomandi eigi við veikindi að stríða. Arnar Tómas Valgeirsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, er með kenningu á hnyttnum nótum. „Hún er pottþétt bara bitur Sega Mega eigandi,“ segir Arnar Tómas og vísar til samkeppnisaðila í leikjatölvubransanum. Vesturbæingar virðast upp til hópa ánægðir með listaverkið og hvetja aðra til þess að láta frjáls framlög af hendi renna til listamannsins sem gerði það endurgjaldslaust. Juan var mættur við grindverkið á sjötta tímanum í dag til að gera við skemmdirnar. Hann lýsti stöðunni sem störukeppni. Hann ætlaði ekki að láta skemmdarvarg spilla gleðinni. Hann myndi halda áfram að laga skemmdirnar.Vísir/Kolbeinn TumiSpreyjað hafði verið yfir Hallgrímskirkju og fleira í dag. Vísir/Kolbeinn Tumi Fréttin var uppfærð með myndum af Juan að laga skemmdirnar seinni partinn.
Reykjavík Myndlist Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira