Skoða hvort skilgreina eigi alla Alpana sem hættusvæði Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. mars 2020 12:33 Frá skíðasvæðinu Ischgl í Austurríki. Vísir/getty Almannavarnir skoða nú hvort skilgreina eigi alla Alpana sem hættusvæði. Þegar hafa skíðasvæði á Norður-Ítalíu og í Austurríki verið skilgreind sem slík. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum ríkislögreglustjóra í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ekki er að vænta niðurstöðu úr sýnatökum fyrr en um eittleytið í dag en nú er verið að fara yfir 25 sýni, að sögn Víðis. Í gærkvöldi höfðu 58 smit verið staðfest á Íslandi, þar af tíu innanlandssmit. Þá segir Víðir að stóra verkefni dagsins sé nýtt áhættumat fyrir Alpana. Skoðað verði hvort nauðsynlegt sé að skilgreina Alpana í heild sem hættusvæði. Svo virðist sem kórónuveirutilfelli á öllum Norðurlöndum séu meira og minna upprunnin á skíðasvæðum í Ölpunum, mest á Norður-Ítalíu og í Austurríki. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, sést hér fremst á mynd.Vísir/vilhelm Þannig verði horft til Alpanna í heild og munu skilgreind hættusvæði því ná til fleiri landa en nú. Eins og staðan er núna ræður sóttvarnalæknir frá ónauðsynlegum ferðum til Kína, Suður-Kóreu, Írans og Ítalíu, auk skíðasvæðisins Ischgl í Austurríki. Þá munu almannavarnir fara yfir mögulegt samkomubann í dag en slíku banni hefur víða verið komið á í löndunum í kringum okkur, til að mynda Danmörku og Frakklandi. Bannið í þessum löndum nær yfir mannamót þar sem yfir þúsund koma saman. Víðir segir að reynt verði að ígrunda slíkt afar vel. Um sé að ræða harkalegt úrræði en þó mildari aðgerðir en þær sem nú hefur þurft að grípa til á Ítalíu, þar sem um sextán milljónir eru í raun í útgöngubanni. Boðað hefur verið til upplýsingafundar um kórónuveiruna klukkan 14 í dag. Þar munu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma D. Möller, landlæknir, auk Víðis, fara yfir stöðu mála. Jafnframt mun María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins, ræða stöðu þeirra Íslendinga sem eru staddir erlendis á skilgreindum hættusvæðum eða í sóttkví. Greint var frá því í morgun að fjórir Íslendingar væru í sóttkví í Víetnam. Wuhan-veiran Almannavarnir Tengdar fréttir Enginn veikur um borð í fyrsta skemmtiferðaskipi ársins Von er á fyrsta skemmtiferðaskipi ársins til Reykjavíkur í fyrramálið. Það er farþegaskipið Magellan sem tekur tæplega fimmtán hundruð farþega. 9. mars 2020 01:04 Þrjú ný smit úr Verónavélinni Þrjú ný smit greindust af kórónuveirunni Covid-19 seinni part dagsins í dag. Öll sýnin voru úr aðilum sem komu til landsins í flugvélinni frá Veróna á Ítalíu í gær. 8. mars 2020 20:30 Fjórir Íslendingar í sóttkví í Víetnam Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. 9. mars 2020 09:28 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Almannavarnir skoða nú hvort skilgreina eigi alla Alpana sem hættusvæði. Þegar hafa skíðasvæði á Norður-Ítalíu og í Austurríki verið skilgreind sem slík. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum ríkislögreglustjóra í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ekki er að vænta niðurstöðu úr sýnatökum fyrr en um eittleytið í dag en nú er verið að fara yfir 25 sýni, að sögn Víðis. Í gærkvöldi höfðu 58 smit verið staðfest á Íslandi, þar af tíu innanlandssmit. Þá segir Víðir að stóra verkefni dagsins sé nýtt áhættumat fyrir Alpana. Skoðað verði hvort nauðsynlegt sé að skilgreina Alpana í heild sem hættusvæði. Svo virðist sem kórónuveirutilfelli á öllum Norðurlöndum séu meira og minna upprunnin á skíðasvæðum í Ölpunum, mest á Norður-Ítalíu og í Austurríki. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, sést hér fremst á mynd.Vísir/vilhelm Þannig verði horft til Alpanna í heild og munu skilgreind hættusvæði því ná til fleiri landa en nú. Eins og staðan er núna ræður sóttvarnalæknir frá ónauðsynlegum ferðum til Kína, Suður-Kóreu, Írans og Ítalíu, auk skíðasvæðisins Ischgl í Austurríki. Þá munu almannavarnir fara yfir mögulegt samkomubann í dag en slíku banni hefur víða verið komið á í löndunum í kringum okkur, til að mynda Danmörku og Frakklandi. Bannið í þessum löndum nær yfir mannamót þar sem yfir þúsund koma saman. Víðir segir að reynt verði að ígrunda slíkt afar vel. Um sé að ræða harkalegt úrræði en þó mildari aðgerðir en þær sem nú hefur þurft að grípa til á Ítalíu, þar sem um sextán milljónir eru í raun í útgöngubanni. Boðað hefur verið til upplýsingafundar um kórónuveiruna klukkan 14 í dag. Þar munu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma D. Möller, landlæknir, auk Víðis, fara yfir stöðu mála. Jafnframt mun María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins, ræða stöðu þeirra Íslendinga sem eru staddir erlendis á skilgreindum hættusvæðum eða í sóttkví. Greint var frá því í morgun að fjórir Íslendingar væru í sóttkví í Víetnam.
Wuhan-veiran Almannavarnir Tengdar fréttir Enginn veikur um borð í fyrsta skemmtiferðaskipi ársins Von er á fyrsta skemmtiferðaskipi ársins til Reykjavíkur í fyrramálið. Það er farþegaskipið Magellan sem tekur tæplega fimmtán hundruð farþega. 9. mars 2020 01:04 Þrjú ný smit úr Verónavélinni Þrjú ný smit greindust af kórónuveirunni Covid-19 seinni part dagsins í dag. Öll sýnin voru úr aðilum sem komu til landsins í flugvélinni frá Veróna á Ítalíu í gær. 8. mars 2020 20:30 Fjórir Íslendingar í sóttkví í Víetnam Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. 9. mars 2020 09:28 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Enginn veikur um borð í fyrsta skemmtiferðaskipi ársins Von er á fyrsta skemmtiferðaskipi ársins til Reykjavíkur í fyrramálið. Það er farþegaskipið Magellan sem tekur tæplega fimmtán hundruð farþega. 9. mars 2020 01:04
Þrjú ný smit úr Verónavélinni Þrjú ný smit greindust af kórónuveirunni Covid-19 seinni part dagsins í dag. Öll sýnin voru úr aðilum sem komu til landsins í flugvélinni frá Veróna á Ítalíu í gær. 8. mars 2020 20:30
Fjórir Íslendingar í sóttkví í Víetnam Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. 9. mars 2020 09:28