Meiri upplýsingar, betra aðgengi Aron Leví Beck skrifar 18. maí 2020 18:00 Í heimi stjórnmálanna eru ótal atriði sem þarf sífellt að endurskoða, bæta, breyta eða laga. Verkefnin eru fjölbreytt, eins misjöfn og þau eru mörg. Í skipulags- og samgöngumálunum eru til að mynda ákvarðanir teknar frá því hvar ruslastampar eiga að vera yfir í hvar skuli byggja stórhýsi, skóla eða jafnvel ný hverfi. Umfangið er mikið og allt er þetta mikilvægt. Þegar ég byrjaði í borgarstjórn var eitt sérstakt mál sem ég vissi að ég ætlaði mér að koma í gegn. Mér hefur verið þetta málefni hugleikið um nokkurt skeið þó það snerti okkur kannski ekki öll, eða við höldum það að minnsta kosti. Almenningssamgöngur fyrir alla og bætt aðgengi fyrir fólk í strætisvagna borgarinnar. Til eru stoppistöðvar í borginni sem eru illfærar fyrir fólk sem notar hjólastól, er með barnavagn eða er kannski orðið fótafúið. Þetta mál verður nú tekið föstum tökum og verður fyrsti áfangi í þessu verkefni unninn í sumar. Þ.e.a.s. safnað verður upplýsingum um aðgengi stoppistöðva, upplýsingum sem hægt er að nýta í strætó appið til þess að sjá hvaða stöðvar eru aðgengilegar og hverjar ekki og svo að sjálfsögðu er vinnunni svo fylgt svo eftir með því að bæta aðgengi á þeim stoppistöðvum sem þykja ekki aðgengilegar til hins betra. Á þeim tíma sem ég hef verið í borgarstjórn hef ég tekið þátt í ýmsum málum á sviði velferðar-, samgöngu- og skipulagsmála. Þetta verkefni er mér samt sem áður afar hugleikið og fagna ég þessum frábæra áfanga! Almenningssamgöngur eiga að vera fyrir alla og það er okkar verk, sem fulltrúar fólksins í borginni, að sofna aldrei á verðinum og halda áfram að gera Reykjavík að þeirri skemmtilegu og góðu borg sem hún er. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strætó Borgarstjórn Reykjavík Aron Leví Beck Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Í heimi stjórnmálanna eru ótal atriði sem þarf sífellt að endurskoða, bæta, breyta eða laga. Verkefnin eru fjölbreytt, eins misjöfn og þau eru mörg. Í skipulags- og samgöngumálunum eru til að mynda ákvarðanir teknar frá því hvar ruslastampar eiga að vera yfir í hvar skuli byggja stórhýsi, skóla eða jafnvel ný hverfi. Umfangið er mikið og allt er þetta mikilvægt. Þegar ég byrjaði í borgarstjórn var eitt sérstakt mál sem ég vissi að ég ætlaði mér að koma í gegn. Mér hefur verið þetta málefni hugleikið um nokkurt skeið þó það snerti okkur kannski ekki öll, eða við höldum það að minnsta kosti. Almenningssamgöngur fyrir alla og bætt aðgengi fyrir fólk í strætisvagna borgarinnar. Til eru stoppistöðvar í borginni sem eru illfærar fyrir fólk sem notar hjólastól, er með barnavagn eða er kannski orðið fótafúið. Þetta mál verður nú tekið föstum tökum og verður fyrsti áfangi í þessu verkefni unninn í sumar. Þ.e.a.s. safnað verður upplýsingum um aðgengi stoppistöðva, upplýsingum sem hægt er að nýta í strætó appið til þess að sjá hvaða stöðvar eru aðgengilegar og hverjar ekki og svo að sjálfsögðu er vinnunni svo fylgt svo eftir með því að bæta aðgengi á þeim stoppistöðvum sem þykja ekki aðgengilegar til hins betra. Á þeim tíma sem ég hef verið í borgarstjórn hef ég tekið þátt í ýmsum málum á sviði velferðar-, samgöngu- og skipulagsmála. Þetta verkefni er mér samt sem áður afar hugleikið og fagna ég þessum frábæra áfanga! Almenningssamgöngur eiga að vera fyrir alla og það er okkar verk, sem fulltrúar fólksins í borginni, að sofna aldrei á verðinum og halda áfram að gera Reykjavík að þeirri skemmtilegu og góðu borg sem hún er. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar