Skyndiheimsóknir, GPS og myndbönd notuð svo ensku liðin svindli ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2020 08:30 Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni æfa í sérstökum vestum sem mæla alls konar upplýsingar eins og staðsetningu, hreyfingar og hjartslátt. Þau gefa miklar upplýsingar um hvernig liðin æfa. Hér eru Sadio Mane og Alex Oxlade-Chamberlain með slík vesti á æfingu með Liverpool. Getty/Andrew Powell Englendingar ætla að passa upp á það að ensku úrvalsdeildarliðin fylgi þeim reglum sem hafa verið settar nú þegar leikmenn liðanna hefja æfingar á ný. Ensku úrvalsdeildarliðin hefja æfingar á nýjan leik í dag með það markmið að hægt verði að spila aftur leiki frá og með 12. júní. Til að byrja með mega liðin hins vegar aðeins æfa í litlum hópum og það verður passað upp á það að þær reglur verði virtar. Premier League clubs can expect surprise inspections, GPS tracking and video analysis as they prepare for the season to resume.Read more:https://t.co/F2WCaJ4GPq pic.twitter.com/HuqT2mVB3R— BBC Sport (@BBCSport) May 19, 2020 „Smá saman stefnum við að koma því þannig við að það verði eftirlitsmaður á hverjum æfingavelli,“ sagði Richard Garlick, yfirmaður fótboltamála hjá ensku úrvalsdeildinni. Enska úrvalsdeildin mun einnig hafa aðgang að GPS-mælingum leikmanna sem og myndböndum af æfingum liðanna. Það mun enginn komast upp með það að svindla á reglunum. „Með því fáum við vissu um það að það sé verið að fylgja öllum reglum. Við ætlum síðan að fá inn sjálfstæðan eftirlitshóp á næstu dögum og þessi hópur getur dottið inn á æfingar án þess að gera boð á undan sér,“ sagði Richard Garlick. Auk þess að leikmenn mega ekki vera fleiri en fimm í hverjum æfingahópi þá má hver og einn leikmaður ekki æfa lengur en í 75 mínútum. Það verður líka að fylgja öllum reglum um samskiptafjarlægð á þessum æfingum. Premier League plan to swoop on clubs training sessions with surprise inspections to make sure social distancing protocols are being adhered to https://t.co/cFnJPKSIXM— Dan Roan (@danroan) May 18, 2020 12. júní átti að vera dagurinn sem enska úrvalsdeildin fer aftur af stað en í grein breska ríkisútvarpsins er búist við því að því seinki eitthvað. „12. júní var viðmið en við vorum ekki búin að festa neinn upphafsdag. Við viljum samt auðvitað ekki vera að færa þetta til og frá. Það á eftir að fara fram umræða um þetta. Allt mun velta mikið á því hvenær liðin geta farið að æfa á fullu með eðlilegum hætti. Þangað til getum við ekki ákveðið neitt og að sjálfsögðu þurfum við að vera sveigjanleg,“ sagði Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar. Liðin munu líka spila á fimm helgum í röð og svo fjórum sinnum líka í miðri viku til þess að ná að klára þær níu umferðir sem eru eftir af mótinu. Enska úrvalsdeildin myndi með því klárast í júlí en það má lítið út af bregða ef deildin á ekki að klárast í ágúst, mánuðinum þar sem næsta tímabil byrjar í venjulegu árferði. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Sjá meira
Englendingar ætla að passa upp á það að ensku úrvalsdeildarliðin fylgi þeim reglum sem hafa verið settar nú þegar leikmenn liðanna hefja æfingar á ný. Ensku úrvalsdeildarliðin hefja æfingar á nýjan leik í dag með það markmið að hægt verði að spila aftur leiki frá og með 12. júní. Til að byrja með mega liðin hins vegar aðeins æfa í litlum hópum og það verður passað upp á það að þær reglur verði virtar. Premier League clubs can expect surprise inspections, GPS tracking and video analysis as they prepare for the season to resume.Read more:https://t.co/F2WCaJ4GPq pic.twitter.com/HuqT2mVB3R— BBC Sport (@BBCSport) May 19, 2020 „Smá saman stefnum við að koma því þannig við að það verði eftirlitsmaður á hverjum æfingavelli,“ sagði Richard Garlick, yfirmaður fótboltamála hjá ensku úrvalsdeildinni. Enska úrvalsdeildin mun einnig hafa aðgang að GPS-mælingum leikmanna sem og myndböndum af æfingum liðanna. Það mun enginn komast upp með það að svindla á reglunum. „Með því fáum við vissu um það að það sé verið að fylgja öllum reglum. Við ætlum síðan að fá inn sjálfstæðan eftirlitshóp á næstu dögum og þessi hópur getur dottið inn á æfingar án þess að gera boð á undan sér,“ sagði Richard Garlick. Auk þess að leikmenn mega ekki vera fleiri en fimm í hverjum æfingahópi þá má hver og einn leikmaður ekki æfa lengur en í 75 mínútum. Það verður líka að fylgja öllum reglum um samskiptafjarlægð á þessum æfingum. Premier League plan to swoop on clubs training sessions with surprise inspections to make sure social distancing protocols are being adhered to https://t.co/cFnJPKSIXM— Dan Roan (@danroan) May 18, 2020 12. júní átti að vera dagurinn sem enska úrvalsdeildin fer aftur af stað en í grein breska ríkisútvarpsins er búist við því að því seinki eitthvað. „12. júní var viðmið en við vorum ekki búin að festa neinn upphafsdag. Við viljum samt auðvitað ekki vera að færa þetta til og frá. Það á eftir að fara fram umræða um þetta. Allt mun velta mikið á því hvenær liðin geta farið að æfa á fullu með eðlilegum hætti. Þangað til getum við ekki ákveðið neitt og að sjálfsögðu þurfum við að vera sveigjanleg,“ sagði Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar. Liðin munu líka spila á fimm helgum í röð og svo fjórum sinnum líka í miðri viku til þess að ná að klára þær níu umferðir sem eru eftir af mótinu. Enska úrvalsdeildin myndi með því klárast í júlí en það má lítið út af bregða ef deildin á ekki að klárast í ágúst, mánuðinum þar sem næsta tímabil byrjar í venjulegu árferði.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Sjá meira