Afnemum tryggingagjald tímabundið Þorsteinn Víglundsson skrifar 10. mars 2020 10:00 Á víðsjárverðum tímum er þörf á pólitísku hugrekki til að bregðast hratt og ákveðið við til að koma í veg fyrir að sú efnahagslega niðursveifla sem við erum í verði enn dýpri og langvinnari vegna þess þunga en tímabundna höggs sem Covid veiran mun valda. Hefðbundin hagstjórnarúrræði duga þar skammt. Aðgerðir þær sem gripið verður til verða að skila sér strax. Í stað þess að tala um gjaldfresti á opinberum gjöldum væri nær að grípa til tímabundinnar niðurfellingar á gjöldum á borð við tryggingagjald. Slík aðgerð myndi skila sér strax inn í atvinnulífið og verða til þess að lina höggið. Sú efnahagslega vá sem steðjar að þjóðarbúinu nú er tvíþætt og þau viðbrögð sem stjórnvöld verða að grípa til þurfa að taka mið af því. Annars vegar má ætla að sú efnahagslega ógn sem okkur stafar af Covid-19 veirunni verði þungt en að líkindum skammvinnt högg. Þar er ferðaþjónustan eðli máls samkvæmt í mestri hættu en sökum mikils efnahagslegs umfangs greinarinnar má ætla að slíkt högg geti náði langt út fyrir raðir ferðaþjónustunnar einnar. Hins vegar er um að ræða hraða kólnun hagkerfisins, sem staðið hefur yfir í rúmt ár og ekki sér fyrir endann á ennþá. Efnahagsleg viðbrögð stjórnvalda við Covid þurfa að vera afgerandi og skjótvirk ef þau eiga að skila árangri. Rætt hefur verið um lengri gjaldfresti á opinberum gjöldum, líkt og gripið var til í hruninu. Mun betri og áhrifaríkari leið væri einfaldlega að fella niður tiltekin opinber gjöld tímabundið, t.d. í 2-3 mánuði, á meðan þyngsta efnahagslega höggið gengur yfir. Í þeim efnum lægi beint við að fella niður tryggingagjald og gistináttagjald. Slík aðgerð hefði bein og tafalaus áhrif á efnahagslífið og gæti komið í veg fyrir að fyrirtæki grípi til umfangsmeiri uppsagna en ella. Þriggja mánaða niðurfelling þessara gjalda myndi samsvara um 26 milljarða innspýtingu í efnahagslífið eða sem nemur tæpu einu prósenti af landsframleiðslu. Slík viðbrögð myndu sýna kjark og áræðni stjórnvalda til að beita fjárhagslegum styrk ríkissjóðs til að draga úr efnahagslegum áhrifum veirunnar. Hvað varðar kólnun hagkerfisins liggur beinast við að auka verulega í opinbera fjárfestingu. Hægur vandi er fyrir ríkissjóð að hraða vegaframkvæmdum og öðrum mikilvægum innviðaframkvæmdum. Ljúka mætti tvöföldun Reykjanesbrautar, ljúka framkvæmdum við breikkun Suðurlandsvegar og ráðast í byggingu nýrrar Ölfusárbrúar. Með sama hætti má hraða framkvæmdum við uppbyggingu Borgarlínu og ráðast í ýmsar vegabætur um land allt. Ríkissjóður gæti auðveldlega fjármagnað slíkar viðbótarframkvæmdir upp á 100-150 milljarða króna á næstu þremur árum. Unnt væri að leggja til hliðar hugleiðingar um sérstaka gjaldtöku til að fjármagna þessar framkvæmdir. Slík gjaldtaka er umdeild og líklegt til að tefja upphaf framkvæmda. Þess í stað mætti ráðast í löngu tímabæra endurskoðun á gjaldtöku á umferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Wuhan-veiran Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Á víðsjárverðum tímum er þörf á pólitísku hugrekki til að bregðast hratt og ákveðið við til að koma í veg fyrir að sú efnahagslega niðursveifla sem við erum í verði enn dýpri og langvinnari vegna þess þunga en tímabundna höggs sem Covid veiran mun valda. Hefðbundin hagstjórnarúrræði duga þar skammt. Aðgerðir þær sem gripið verður til verða að skila sér strax. Í stað þess að tala um gjaldfresti á opinberum gjöldum væri nær að grípa til tímabundinnar niðurfellingar á gjöldum á borð við tryggingagjald. Slík aðgerð myndi skila sér strax inn í atvinnulífið og verða til þess að lina höggið. Sú efnahagslega vá sem steðjar að þjóðarbúinu nú er tvíþætt og þau viðbrögð sem stjórnvöld verða að grípa til þurfa að taka mið af því. Annars vegar má ætla að sú efnahagslega ógn sem okkur stafar af Covid-19 veirunni verði þungt en að líkindum skammvinnt högg. Þar er ferðaþjónustan eðli máls samkvæmt í mestri hættu en sökum mikils efnahagslegs umfangs greinarinnar má ætla að slíkt högg geti náði langt út fyrir raðir ferðaþjónustunnar einnar. Hins vegar er um að ræða hraða kólnun hagkerfisins, sem staðið hefur yfir í rúmt ár og ekki sér fyrir endann á ennþá. Efnahagsleg viðbrögð stjórnvalda við Covid þurfa að vera afgerandi og skjótvirk ef þau eiga að skila árangri. Rætt hefur verið um lengri gjaldfresti á opinberum gjöldum, líkt og gripið var til í hruninu. Mun betri og áhrifaríkari leið væri einfaldlega að fella niður tiltekin opinber gjöld tímabundið, t.d. í 2-3 mánuði, á meðan þyngsta efnahagslega höggið gengur yfir. Í þeim efnum lægi beint við að fella niður tryggingagjald og gistináttagjald. Slík aðgerð hefði bein og tafalaus áhrif á efnahagslífið og gæti komið í veg fyrir að fyrirtæki grípi til umfangsmeiri uppsagna en ella. Þriggja mánaða niðurfelling þessara gjalda myndi samsvara um 26 milljarða innspýtingu í efnahagslífið eða sem nemur tæpu einu prósenti af landsframleiðslu. Slík viðbrögð myndu sýna kjark og áræðni stjórnvalda til að beita fjárhagslegum styrk ríkissjóðs til að draga úr efnahagslegum áhrifum veirunnar. Hvað varðar kólnun hagkerfisins liggur beinast við að auka verulega í opinbera fjárfestingu. Hægur vandi er fyrir ríkissjóð að hraða vegaframkvæmdum og öðrum mikilvægum innviðaframkvæmdum. Ljúka mætti tvöföldun Reykjanesbrautar, ljúka framkvæmdum við breikkun Suðurlandsvegar og ráðast í byggingu nýrrar Ölfusárbrúar. Með sama hætti má hraða framkvæmdum við uppbyggingu Borgarlínu og ráðast í ýmsar vegabætur um land allt. Ríkissjóður gæti auðveldlega fjármagnað slíkar viðbótarframkvæmdir upp á 100-150 milljarða króna á næstu þremur árum. Unnt væri að leggja til hliðar hugleiðingar um sérstaka gjaldtöku til að fjármagna þessar framkvæmdir. Slík gjaldtaka er umdeild og líklegt til að tefja upphaf framkvæmda. Þess í stað mætti ráðast í löngu tímabæra endurskoðun á gjaldtöku á umferð.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun