Eftirspurn eftir kynleiðréttingaraðgerðum hefur tífaldast á tíu árum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. maí 2020 20:13 Eftirspurn eftir leiðréttingu á kyni hér á landi hefur tífaldast á 10 árum að sögn lýtalæknis sem sérhæfir sig í kynleiðréttingaraðgerðum. Hann segir marga sem greinast með kynáttunarvanda einnig vera á einhverfurófi eða með ADHD. Hannes Sigurjónsson lýtalæknir hefur sérhæft sér í kynleiðréttingaraðgerðum. Hann starfaði í níu ár á Karólínska háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi en flutti heim í fyrrasumar. Hann segir gríðarlega fjölgun hafi orðið á kynleiðréttingaraðgerðum í vestrænum ríkjum á síðustu tíu árum. „Þessi þróun hefur verið ansi hröð. Þetta er stutt tímabil fyrir tíföldun á sjúklingafjöldanum og þessa þróun höfum við líka séð á Íslandi,“ segir Hannes. Tilvísanir í aðgerðirnar í Svíþjóð hafi farið úr fimmtíu árið 2011 í sex hundruð á síðasta ári. Á Íslandi sé sama staða uppi. Fyrir árið 2010 hafi að jafnaði verið gerðar tvær aðgerðir á ári en frá 2012 hafi orðið mikil fjölgun á öllum kynleiðréttingaraðgerðum og tugir framkvæmdar í fyrra. „Við gerðum sex stórar aðgerðir og tugi af minni aðgerðum eins og brjóstaaðgerðir og minni aðgerðir á kynfærum,“ segir Hannes. Þeim hafi einnig fjölgað sem leituðu til transteymis Landspítalans. Fyrir 2010 hafi hafi það verið tveir á ári en í fyrra yfir 50 manns. Hannes hefur gert nokkrar kynleiðréttingaraðgerðir það sem af er ári og segir fjórar á dagskrá á næstunni. Um þrettán manns séu nú á biðlista eftir aðgerð, meðal annars leggangaaðgerð eins og sjá má á myndskeiðinu. Biðin sé allt að tveimur árum. Hannes segir opnara samfélag og vitundarvakning útskýri þróunina. „Einnig gæði meðferðar, ekki síst hormónameðferðar, sálfræðimeðferðar og skurðaðgerðar,“ segir Hannes. Enn hafi ekkert komið fram sem gefi tilefni til að hafa áhyggjur af þróuninni. „Eina sem hefur hringt viðvörunarbjöllum er að það eru mjög margir sem hafa verið að greinast sem trans einnig einhvers staðar á einhverfurófi eða með ADHD og það virðist vera einhver tenging á milli og það er eitthvað sem er verið að rannsaka út um allan heim,“ segir Hannes. Þá sé mjög sjaldgjæft að fólk sjái eftir aðgerðinni. „Á mínum starfsferli er ég er búin að sjá hundruðir trans einstaklingar og ég er búin að sjá tvo sem hafa viljað fara til baka,“ segir Hannes. Heilbrigðismál Hinsegin Lýtalækningar Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Eftirspurn eftir leiðréttingu á kyni hér á landi hefur tífaldast á 10 árum að sögn lýtalæknis sem sérhæfir sig í kynleiðréttingaraðgerðum. Hann segir marga sem greinast með kynáttunarvanda einnig vera á einhverfurófi eða með ADHD. Hannes Sigurjónsson lýtalæknir hefur sérhæft sér í kynleiðréttingaraðgerðum. Hann starfaði í níu ár á Karólínska háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi en flutti heim í fyrrasumar. Hann segir gríðarlega fjölgun hafi orðið á kynleiðréttingaraðgerðum í vestrænum ríkjum á síðustu tíu árum. „Þessi þróun hefur verið ansi hröð. Þetta er stutt tímabil fyrir tíföldun á sjúklingafjöldanum og þessa þróun höfum við líka séð á Íslandi,“ segir Hannes. Tilvísanir í aðgerðirnar í Svíþjóð hafi farið úr fimmtíu árið 2011 í sex hundruð á síðasta ári. Á Íslandi sé sama staða uppi. Fyrir árið 2010 hafi að jafnaði verið gerðar tvær aðgerðir á ári en frá 2012 hafi orðið mikil fjölgun á öllum kynleiðréttingaraðgerðum og tugir framkvæmdar í fyrra. „Við gerðum sex stórar aðgerðir og tugi af minni aðgerðum eins og brjóstaaðgerðir og minni aðgerðir á kynfærum,“ segir Hannes. Þeim hafi einnig fjölgað sem leituðu til transteymis Landspítalans. Fyrir 2010 hafi hafi það verið tveir á ári en í fyrra yfir 50 manns. Hannes hefur gert nokkrar kynleiðréttingaraðgerðir það sem af er ári og segir fjórar á dagskrá á næstunni. Um þrettán manns séu nú á biðlista eftir aðgerð, meðal annars leggangaaðgerð eins og sjá má á myndskeiðinu. Biðin sé allt að tveimur árum. Hannes segir opnara samfélag og vitundarvakning útskýri þróunina. „Einnig gæði meðferðar, ekki síst hormónameðferðar, sálfræðimeðferðar og skurðaðgerðar,“ segir Hannes. Enn hafi ekkert komið fram sem gefi tilefni til að hafa áhyggjur af þróuninni. „Eina sem hefur hringt viðvörunarbjöllum er að það eru mjög margir sem hafa verið að greinast sem trans einnig einhvers staðar á einhverfurófi eða með ADHD og það virðist vera einhver tenging á milli og það er eitthvað sem er verið að rannsaka út um allan heim,“ segir Hannes. Þá sé mjög sjaldgjæft að fólk sjái eftir aðgerðinni. „Á mínum starfsferli er ég er búin að sjá hundruðir trans einstaklingar og ég er búin að sjá tvo sem hafa viljað fara til baka,“ segir Hannes.
Heilbrigðismál Hinsegin Lýtalækningar Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira