„Þetta er kreppa sem er allt öðruvísi en hrunið“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. maí 2020 22:00 Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, segir marga undanfarið hafa haft samband til að ræða fjárhagsáhyggjur. Vísir/Sigurjón Hátt í sex þúsund manns hafa sótt um að fresta greiðslum af íbúðalánum sínum vegna kórónuveirufaraldursins. Umboðsmaður skuldara óttast að haustið geti orðið erfitt fyrir marga. Síðan í mars hefur fólki sem sér fram á greiðsluerfiðleika vegna kórónuveirufaraldursins verið boðið upp á að fresta afborgunum á íbúðalánum frá þremur og upp í sex mánuði. Hátt í sex þúsund hafa óskað eftir því að fresta því tímabundið að greiða af íbúðalánum sínum.Vísir/Hafsteinn Fimm þúsund og sjö hundruð manns hafa nú sótt um að fresta því að greiða af íbúðalánunum sínum hjá Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og þremur stærstu lífeyrissjóðunum landsins, það er hjá Gildi, Lífeyrissjóði verslunarmanna og Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Misjafnt er hversu stór hluti lántakenda hefur óskað eftir greiðsluhléi en hjá Arion banka eru rúmlega 11% af lánum bankans til einstaklinga í greiðslufrystingu. Fjölmargir hafa leyst út séreignasparnað Bönkunum og lífeyrissjóðum hafa borist þúsundir beiðna frá fólki sem vill leysa út séreignasparnað. Langflestir hafa viljað leysa út undir einni milljón króna en þó eru dæmi um að fólk hafi beðið um að fá meira en sex milljónir greiddar út. Þá eru líka sífellt fleiri að endurfjármagna lánin sín en allt að þriðjungur lánveitinga hjá einstökum stofnunum eru vegna endurfjármögnunar. Þurfum líka að búast við hinu versta Atvinnuleysi í lok apríl var 17,8% og margir sem sjá fram að fara á atvinnuleysisbætur á næstunni. Fjölmargir hafa því undanfarið sett sig í samband við Umboðsmann skuldara til að ræða hvernig þeir geta staðið við fjárhagsskuldbindingar sínar. „Þetta verður kannski hópur sem hefur aldrei áður verið í fjárhagsvanda og við þurfum að mæta þeim hópi einmitt kannski með ólíkum hætti en áður af því þetta er kreppa sem er allt öðruvísi heldur en bankahrunið,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir umboðsmaður skuldara. Hún segir marga hafa haft góðar tekjur hingað til og því oft mikil viðbrigði fyrir fólk að fara á atvinnuleysisbætur. „Í raun og veru að fara inn í mikla tekjulækkun og þarf að endurskipuleggja fjárhaginn og er líka búið að skipuleggja sig miðað við þær tekjur sem það hefur verið með.“ Ásta segir það geta reynt á þegar fólk lýkur uppsagnarfresti sínum og hún óttast að haustið geti orðið erfitt fyrir marga. „Ég er með þá spá að svona síðsumars og í haust að þá gæti farið að kreppa að, auðvitað verður maður alltaf að halda í bjartsýnina, en við þurfum líka að búast við hinu versta.“ Vinnumarkaður Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Hátt í sex þúsund manns hafa sótt um að fresta greiðslum af íbúðalánum sínum vegna kórónuveirufaraldursins. Umboðsmaður skuldara óttast að haustið geti orðið erfitt fyrir marga. Síðan í mars hefur fólki sem sér fram á greiðsluerfiðleika vegna kórónuveirufaraldursins verið boðið upp á að fresta afborgunum á íbúðalánum frá þremur og upp í sex mánuði. Hátt í sex þúsund hafa óskað eftir því að fresta því tímabundið að greiða af íbúðalánum sínum.Vísir/Hafsteinn Fimm þúsund og sjö hundruð manns hafa nú sótt um að fresta því að greiða af íbúðalánunum sínum hjá Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og þremur stærstu lífeyrissjóðunum landsins, það er hjá Gildi, Lífeyrissjóði verslunarmanna og Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Misjafnt er hversu stór hluti lántakenda hefur óskað eftir greiðsluhléi en hjá Arion banka eru rúmlega 11% af lánum bankans til einstaklinga í greiðslufrystingu. Fjölmargir hafa leyst út séreignasparnað Bönkunum og lífeyrissjóðum hafa borist þúsundir beiðna frá fólki sem vill leysa út séreignasparnað. Langflestir hafa viljað leysa út undir einni milljón króna en þó eru dæmi um að fólk hafi beðið um að fá meira en sex milljónir greiddar út. Þá eru líka sífellt fleiri að endurfjármagna lánin sín en allt að þriðjungur lánveitinga hjá einstökum stofnunum eru vegna endurfjármögnunar. Þurfum líka að búast við hinu versta Atvinnuleysi í lok apríl var 17,8% og margir sem sjá fram að fara á atvinnuleysisbætur á næstunni. Fjölmargir hafa því undanfarið sett sig í samband við Umboðsmann skuldara til að ræða hvernig þeir geta staðið við fjárhagsskuldbindingar sínar. „Þetta verður kannski hópur sem hefur aldrei áður verið í fjárhagsvanda og við þurfum að mæta þeim hópi einmitt kannski með ólíkum hætti en áður af því þetta er kreppa sem er allt öðruvísi heldur en bankahrunið,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir umboðsmaður skuldara. Hún segir marga hafa haft góðar tekjur hingað til og því oft mikil viðbrigði fyrir fólk að fara á atvinnuleysisbætur. „Í raun og veru að fara inn í mikla tekjulækkun og þarf að endurskipuleggja fjárhaginn og er líka búið að skipuleggja sig miðað við þær tekjur sem það hefur verið með.“ Ásta segir það geta reynt á þegar fólk lýkur uppsagnarfresti sínum og hún óttast að haustið geti orðið erfitt fyrir marga. „Ég er með þá spá að svona síðsumars og í haust að þá gæti farið að kreppa að, auðvitað verður maður alltaf að halda í bjartsýnina, en við þurfum líka að búast við hinu versta.“
Vinnumarkaður Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira