Smærri fyrirtæki: Að viðhalda viðskiptavinum í samkomubanni Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. apríl 2020 11:00 Í samkomubanni er um að gera að virkja viðskiptavini með þeim leiðum sem hægt er. Vísir/Vilhelm Viðskiptaráð Bandaríkjanna er meðal þeirra sem hefur sett saman nokkrar hugmyndir fyrir smærri fyrirtæki sem eru lokuð vegna samkomubanns. Þessar hugmyndir geta líka nýst þeim fyrirtækjum sem eru opin en starfsemi og velta lítil þar sem fáir eru á ferli. Markmið hugmyndanna er að nýta tímann sem nú er til að viðhalda og virkja viðskiptavini eins og kostur er og efla viðskiptatryggð. Hér eru fimm leiðir sem byggja á fyrrgreindum hugmyndum. 1. Virk samskipti Að vera í virkum samskiptum við viðskiptavini er lykilatriði og því þarf öll upplýsingamiðlun að vera góð og aðgengileg. Það hvort fyrirtækið er alveg lokað, hvort það er opið á einhverjum tímum/dögum, bjóði upp á netverslun eða símapantanir, allt eru þetta upplýsingar sem þurfa að blasa við. Ekki gefa þér að viðskiptavinir séu upplýstir um það sem þú hefur upp á að bjóða en reyndu frekar að vera virkur í samskiptum með einhvers konar miðlun. Tölvupóstar, samfélagsmiðlar, vefsíður eru leiðir til að nýta núna. Eins þarf að vera mjög augljóst hvernig viðskiptavinir geta haft samband við fyrirtækið, til dæmis uppgefið símanúmer eða netfang. Fyrirtæki sem ekki eru með netverslun eru hvött til að bjóða upp á aðrar leiðir til viðskipta. Eru til dæmis einhverjar vörur sem hægt er að kaupa, þótt fyrirtækið sé lokað? Og hvernig eiga viðskiptavinir þá að bera sig að? 2. Gjafabréf Ein hugmyndin er að bjóða upp á gjafabréf til sölu því þótt fólk haldi sig heima núna verður það ekki þannig til lengdar. Myndi gjafabréf nýtast sem afmælisgjöf, úttekt, dekur eða eitthvað annað til að hlakka til þegar samkomubanni lýkur? Það er bæði hægt að útbúa gjafabréfin rafræn en eins að póstleggja þau. Greiðsla getur verið í formi millifærslu eða símagreiðslu. 3. Nýttu tæknina og vertu ,,live“ Mörg fyrirtæki eiga sér trygga viðskiptavini sem langar að vera í sambandi og hafa fullan hug á að versla við þig aftur. Ein af hugmyndunum sem velt er upp er að fyrirtæki búi til lítil vidjó og miðli á samfélagsmiðlum. Vidjóin gætu til dæmis verið í formi fróðleiks. Sem dæmi má nefna hárgreiðslustofa sem útbýr vidjó um hvað ber að varast þegar fólk litar hárið heima hjá sér og hvaða atriði þarf þá helst að hafa í huga. 4. Viðburður Sum fyrirtæki hefðu að öllu jafna staðið fyrir ýmsu ef ekkert væri samkomubannið og viðskiptin í eðlilegum farvegi. Hvenær á fyrirtækið til dæmis afmæli? Leið til að búa til viðburð væri að undirbúa snemma eitthvað sem standa á fyrir síðar á árinu eða að láta sér detta eitthvað í hug sem hægt væri að gera rafrænt með viðskiptavinum. Tilboð og afslættir Þá er ein hugmyndin að virkja viðskipti í lokun með tilboðum og afsláttum og jafnvel að standa fyrir viðburði þar sem valdar vörur eru á tilboðsverði í einn dag eða um helgi. Að bjóða upp á einhvern afslátt í tilefni Sumardagsins fyrsta, út samkomubann eða eitthvað álíka eru dæmi um leiðir sem hægt væri að fara. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Góðu ráðin Stjórnun Samkomubann á Íslandi Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira
Viðskiptaráð Bandaríkjanna er meðal þeirra sem hefur sett saman nokkrar hugmyndir fyrir smærri fyrirtæki sem eru lokuð vegna samkomubanns. Þessar hugmyndir geta líka nýst þeim fyrirtækjum sem eru opin en starfsemi og velta lítil þar sem fáir eru á ferli. Markmið hugmyndanna er að nýta tímann sem nú er til að viðhalda og virkja viðskiptavini eins og kostur er og efla viðskiptatryggð. Hér eru fimm leiðir sem byggja á fyrrgreindum hugmyndum. 1. Virk samskipti Að vera í virkum samskiptum við viðskiptavini er lykilatriði og því þarf öll upplýsingamiðlun að vera góð og aðgengileg. Það hvort fyrirtækið er alveg lokað, hvort það er opið á einhverjum tímum/dögum, bjóði upp á netverslun eða símapantanir, allt eru þetta upplýsingar sem þurfa að blasa við. Ekki gefa þér að viðskiptavinir séu upplýstir um það sem þú hefur upp á að bjóða en reyndu frekar að vera virkur í samskiptum með einhvers konar miðlun. Tölvupóstar, samfélagsmiðlar, vefsíður eru leiðir til að nýta núna. Eins þarf að vera mjög augljóst hvernig viðskiptavinir geta haft samband við fyrirtækið, til dæmis uppgefið símanúmer eða netfang. Fyrirtæki sem ekki eru með netverslun eru hvött til að bjóða upp á aðrar leiðir til viðskipta. Eru til dæmis einhverjar vörur sem hægt er að kaupa, þótt fyrirtækið sé lokað? Og hvernig eiga viðskiptavinir þá að bera sig að? 2. Gjafabréf Ein hugmyndin er að bjóða upp á gjafabréf til sölu því þótt fólk haldi sig heima núna verður það ekki þannig til lengdar. Myndi gjafabréf nýtast sem afmælisgjöf, úttekt, dekur eða eitthvað annað til að hlakka til þegar samkomubanni lýkur? Það er bæði hægt að útbúa gjafabréfin rafræn en eins að póstleggja þau. Greiðsla getur verið í formi millifærslu eða símagreiðslu. 3. Nýttu tæknina og vertu ,,live“ Mörg fyrirtæki eiga sér trygga viðskiptavini sem langar að vera í sambandi og hafa fullan hug á að versla við þig aftur. Ein af hugmyndunum sem velt er upp er að fyrirtæki búi til lítil vidjó og miðli á samfélagsmiðlum. Vidjóin gætu til dæmis verið í formi fróðleiks. Sem dæmi má nefna hárgreiðslustofa sem útbýr vidjó um hvað ber að varast þegar fólk litar hárið heima hjá sér og hvaða atriði þarf þá helst að hafa í huga. 4. Viðburður Sum fyrirtæki hefðu að öllu jafna staðið fyrir ýmsu ef ekkert væri samkomubannið og viðskiptin í eðlilegum farvegi. Hvenær á fyrirtækið til dæmis afmæli? Leið til að búa til viðburð væri að undirbúa snemma eitthvað sem standa á fyrir síðar á árinu eða að láta sér detta eitthvað í hug sem hægt væri að gera rafrænt með viðskiptavinum. Tilboð og afslættir Þá er ein hugmyndin að virkja viðskipti í lokun með tilboðum og afsláttum og jafnvel að standa fyrir viðburði þar sem valdar vörur eru á tilboðsverði í einn dag eða um helgi. Að bjóða upp á einhvern afslátt í tilefni Sumardagsins fyrsta, út samkomubann eða eitthvað álíka eru dæmi um leiðir sem hægt væri að fara.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Góðu ráðin Stjórnun Samkomubann á Íslandi Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira