Sportpakkinn: Allir nema einn af þeim tuttugu bestu í heimi með á Players í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2020 17:00 Norður Írinn Rory McIlroy fagnar hér með bikarinn eftir sigur á Players meistaramótinu í fyrra. Getty/David Cannon Svo gott sem allir bestu kylfingar heims eru samankomnir á Flórída þar sem þeir keppa á Players meistaramótinu sem er í margra augum fimmta risamótið. Arnar Björnsson skoðaði mótið fram undan. Players meistaramótið hefst á TPC Sawgrass golfvellinum í Ponte Vedra Beach í Flórída á morgun. Þetta verður í 39. sinn sem mótið er spilað á þessum sögufræga velli. „Það er gott að vera mættur aftur á Sawgrass völlinn“, sagði Rory McIllroy sem freistar þess að verja titilinn sem hann vann í fyrra. Tuttugu efstu menn heimslistans eru allir á meðal keppenda nema sá sem er í 11. sætinu, sá kappi heitir Tiger Woods. „Mér finnst ég sjá margt sameiginlegt með byrjunina á þessu ári og því síðasta. Ég er búinn að spila á nokkrum mótum og hef verið í toppbaráttunni en ekki alveg náð að nýta tækifærin. Það væri frábært að endurtaka leikinn frá í fyrra,“ sagði McIllroy hafði betur í baráttunni við Jim Furyk í fyrra og vann með einu höggi. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar um mótið hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Aðeins einn kylfingur af þeim tuttugu bestu í heimi missir af Players í ár „Á þessum stað á ferlinum finnst mér ég bera nokkra ábyrgð, ekki aðeins fyrir sjálfan mig heldur aðra kylfinga líka. Ég er búinn að vera á toppnum í rúman áratug. Mér líður betur, sjálfstraustið er til staðar og ég trúi á ákveðin gildi. Ég hef ekki legið á skoðunum mínum um ýmislegt í íþróttinni á undanförnum árum. Með það er ég ánægður en er ekki að reyna að setja einhver fordæmi en ég vil taka þátt í samræðum og það er það sem ég reyni að gera,“ segir hinn 30 ára Norður Íri. McIllroy heldur efsta sætinu á heimslistanum og er búinn að vera þar í hundrað vikur. „Ég er stoltur af því að hafa verið í tvö ár á toppnum og það er góð tilfinning. Tiger Woods var á listanum í 683 vikur. Það er ótrúlegt, í raun alveg fáránlegt.“ Það er til mikils að vinna, verðlaunaféð hefur verið hækkað úr 12 milljónum dollara í 15 milljónir. Rory McIllroy fékk í fyrra 2,25 milljónir dollara en sigurvegarinn í ár fær 2,7 milljónir í sinn hlut, tæplega 350 milljónir króna. Stöð 2 golf sýnir beint frá mótinu alla fjóra keppnisdagana, fyrsta útsendingin verður á morgun frá klukkan 17. Golf Sportpakkinn Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Svo gott sem allir bestu kylfingar heims eru samankomnir á Flórída þar sem þeir keppa á Players meistaramótinu sem er í margra augum fimmta risamótið. Arnar Björnsson skoðaði mótið fram undan. Players meistaramótið hefst á TPC Sawgrass golfvellinum í Ponte Vedra Beach í Flórída á morgun. Þetta verður í 39. sinn sem mótið er spilað á þessum sögufræga velli. „Það er gott að vera mættur aftur á Sawgrass völlinn“, sagði Rory McIllroy sem freistar þess að verja titilinn sem hann vann í fyrra. Tuttugu efstu menn heimslistans eru allir á meðal keppenda nema sá sem er í 11. sætinu, sá kappi heitir Tiger Woods. „Mér finnst ég sjá margt sameiginlegt með byrjunina á þessu ári og því síðasta. Ég er búinn að spila á nokkrum mótum og hef verið í toppbaráttunni en ekki alveg náð að nýta tækifærin. Það væri frábært að endurtaka leikinn frá í fyrra,“ sagði McIllroy hafði betur í baráttunni við Jim Furyk í fyrra og vann með einu höggi. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar um mótið hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Aðeins einn kylfingur af þeim tuttugu bestu í heimi missir af Players í ár „Á þessum stað á ferlinum finnst mér ég bera nokkra ábyrgð, ekki aðeins fyrir sjálfan mig heldur aðra kylfinga líka. Ég er búinn að vera á toppnum í rúman áratug. Mér líður betur, sjálfstraustið er til staðar og ég trúi á ákveðin gildi. Ég hef ekki legið á skoðunum mínum um ýmislegt í íþróttinni á undanförnum árum. Með það er ég ánægður en er ekki að reyna að setja einhver fordæmi en ég vil taka þátt í samræðum og það er það sem ég reyni að gera,“ segir hinn 30 ára Norður Íri. McIllroy heldur efsta sætinu á heimslistanum og er búinn að vera þar í hundrað vikur. „Ég er stoltur af því að hafa verið í tvö ár á toppnum og það er góð tilfinning. Tiger Woods var á listanum í 683 vikur. Það er ótrúlegt, í raun alveg fáránlegt.“ Það er til mikils að vinna, verðlaunaféð hefur verið hækkað úr 12 milljónum dollara í 15 milljónir. Rory McIllroy fékk í fyrra 2,25 milljónir dollara en sigurvegarinn í ár fær 2,7 milljónir í sinn hlut, tæplega 350 milljónir króna. Stöð 2 golf sýnir beint frá mótinu alla fjóra keppnisdagana, fyrsta útsendingin verður á morgun frá klukkan 17.
Golf Sportpakkinn Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira