Forstjóri Vinnumálastofnunar: „Þetta er algerlega óþekkt ástand“ Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2020 12:05 Unnur Sverrisdóttir var starfandi hjá Vinnumálastofnun í hruninu og segir að jafnvel þá hafi ástandið verið allt öðruvísi. Vísir/Sigurjón Unnur Sverrisdóttir, starfandi forstjóri Vinnumálastofnunar, segir landsmenn standa frammi fyrir óþekktu ástandi vegna áhrifa útbreiðslu kórónuveirunnar. „Við höfum aldrei verið í þessu áður, ekki svona eins og þetta er.“ Unnur segir að enn sem komið er hafi engin tilkynning borist stofnuninni um hópuppsagnir. Hún bendir þó á að enn sé ekki langur tími liðinn af marsmánuði. Hún segist vona til að aðgerðir yfirvalda sem séu í bígerð og fela í sér að ef atvinnurekendur minnka starfshlutfall starfsfólks í stað þess að segja þeim upp, og starfsfólk fái þá fulla greiðslu á móti launum, muni hafa jákvæð áhrif og milda höggið á atvinnulífið. „Það er í bígerð að koma slíku á tímabundið, svona björgunarreglur til að fá atvinnurekendur til að hugsa sig um áður en þeir segja upp fólki og þeir geti komist upp með að minnka starfshlutfall. Ég er að vona að þetta muni draga úr þessum áhrifum,“ segir Unnur. Kórónuveirufaraldurinn mun bíta ferðaþjónustuna hart, líkt og aðra geira innan atvinnulífsins.Vísir/Vilhelm Yfirgengilega óvænt Unnur var starfandi hjá Vinnumálastofnun í Hruninu og segir að jafnvel þá hafi ástandið verið allt öðruvísi. „Núna kemur þetta meira utan frá. Þetta er svo yfirgengilega óvænt. Allar þessar afbókanir og ferðaþjónustan er svo viðkvæm fyrir svona, þessari veiru. Þetta er utanaðkomandi ógn sem er líka að skekja alla Evrópu, Bandaríkin og fleiri staði. Þetta eru aðrar aðstæður og meiri óvissa.“ Hún kveðst þó ætla að trúa því að þetta verði djúp lægð sem sem við munu koma okkur fljótt upp úr aftur. „Ég ætla að trúa því þangað til að annað kemur í ljós.“ Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Yfir 100 manns nú greinst með kórónuveiruna á Íslandi Frá því í gærkvöldi hafa fimmtán tilfelli af veirunni sem veldur COVID-19 sjúkdóminum verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. 12. mars 2020 11:34 Framkvæmdastjóri Gray Line segir uppsagnir ekki vera fyrsta kost Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Gray Line, segist hafa miklar áhyggjur af ástandinu í ferðaþjónustunni sem skapast hefur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og þeirra aðgerða sem hefur þurft að grípa til. 12. mars 2020 10:35 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Unnur Sverrisdóttir, starfandi forstjóri Vinnumálastofnunar, segir landsmenn standa frammi fyrir óþekktu ástandi vegna áhrifa útbreiðslu kórónuveirunnar. „Við höfum aldrei verið í þessu áður, ekki svona eins og þetta er.“ Unnur segir að enn sem komið er hafi engin tilkynning borist stofnuninni um hópuppsagnir. Hún bendir þó á að enn sé ekki langur tími liðinn af marsmánuði. Hún segist vona til að aðgerðir yfirvalda sem séu í bígerð og fela í sér að ef atvinnurekendur minnka starfshlutfall starfsfólks í stað þess að segja þeim upp, og starfsfólk fái þá fulla greiðslu á móti launum, muni hafa jákvæð áhrif og milda höggið á atvinnulífið. „Það er í bígerð að koma slíku á tímabundið, svona björgunarreglur til að fá atvinnurekendur til að hugsa sig um áður en þeir segja upp fólki og þeir geti komist upp með að minnka starfshlutfall. Ég er að vona að þetta muni draga úr þessum áhrifum,“ segir Unnur. Kórónuveirufaraldurinn mun bíta ferðaþjónustuna hart, líkt og aðra geira innan atvinnulífsins.Vísir/Vilhelm Yfirgengilega óvænt Unnur var starfandi hjá Vinnumálastofnun í Hruninu og segir að jafnvel þá hafi ástandið verið allt öðruvísi. „Núna kemur þetta meira utan frá. Þetta er svo yfirgengilega óvænt. Allar þessar afbókanir og ferðaþjónustan er svo viðkvæm fyrir svona, þessari veiru. Þetta er utanaðkomandi ógn sem er líka að skekja alla Evrópu, Bandaríkin og fleiri staði. Þetta eru aðrar aðstæður og meiri óvissa.“ Hún kveðst þó ætla að trúa því að þetta verði djúp lægð sem sem við munu koma okkur fljótt upp úr aftur. „Ég ætla að trúa því þangað til að annað kemur í ljós.“
Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Yfir 100 manns nú greinst með kórónuveiruna á Íslandi Frá því í gærkvöldi hafa fimmtán tilfelli af veirunni sem veldur COVID-19 sjúkdóminum verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. 12. mars 2020 11:34 Framkvæmdastjóri Gray Line segir uppsagnir ekki vera fyrsta kost Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Gray Line, segist hafa miklar áhyggjur af ástandinu í ferðaþjónustunni sem skapast hefur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og þeirra aðgerða sem hefur þurft að grípa til. 12. mars 2020 10:35 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Yfir 100 manns nú greinst með kórónuveiruna á Íslandi Frá því í gærkvöldi hafa fimmtán tilfelli af veirunni sem veldur COVID-19 sjúkdóminum verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. 12. mars 2020 11:34
Framkvæmdastjóri Gray Line segir uppsagnir ekki vera fyrsta kost Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Gray Line, segist hafa miklar áhyggjur af ástandinu í ferðaþjónustunni sem skapast hefur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og þeirra aðgerða sem hefur þurft að grípa til. 12. mars 2020 10:35
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent