Sportpakkinn: Keflvíkingar unnu deildarmeistarana Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. mars 2020 17:15 Salbjörg Ragna Sævarsdóttir átti góðan leik fyrir Keflavík gegn Val. vísir/bára Keflavík vann nýkrýnda deildarmeistara Vals, 94-85, eftir framlengingu í Domino's deild kvenna í gær. Þrír aðrir leikir fóru fram í deildinni í gær. Arnar Björnsson fór yfir leikina. Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn í síðustu umferð og í gærkvöldi var liðið mætt til Keflavíkur. Keflavík komst í 5-0 en Valur girti sig í brók og var með forystu eftir 1. leikhlutann, 27-18. Keflavík skoraði níu stig í röð og jafnaði í 31-31 en Valur var með sex stiga forystu í hálfleik, 45-39. Sami munur var fyrir lokafjórðunginn en Keflavík hleypti spennu í leikinn. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir skoraði sex stig í röð og Keflavík náði forystu 75-73 þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Kiana Johnson kom Val yfir á nýjan leik með þriggja stiga skoti þegar ein mínúta og 47 sekúndur voru eftir. Kiana skoraði 14 stig, gaf tíustoðsendingar og tók níu fráköst. Sylvía Rún Hálfdanardóttir var stigahæst hjá Val með 20 stig, Dagbjört Samúelsdóttir skoraði 17 og Helena Sverrisdóttir skoraði 14 stig og tók 13 fráköst. Salbjörg Ragna hélt uppteknum hætti hún kom Keflavík yfir. Hún skoraði 14 stig, tók sjö fráköst og fiskaði sex villur á Valskonur. Daniela Morillo var öflug í liði Keflavíkur, skoraði 36 stig og tók 17 fráköst. Hún skoraði úr tveimur vítaskotum og Keflavík náði þriggja stiga forystu. Valur tapaði boltanum í næstu sókn en náði honum aftur og Sylvía Rún Hálfdanardóttir jafnaði með þriggja stiga skoti þegar 40 sekúndur voru eftir. 79-79 var staðan og hvorugu liðinu tókst að skora á þeim sekúndum sem eftir voru. Valskonur voru þá ansi nálægt því í blálokin en boltinn vildi ekki fara niður körfuhringinn. Í framlengingunni var Keflavík miklu sterkara og vann 94-85. Keflavík er í 3. sæti, tveimur stigum á eftir Skallagrími sem tapaði fyrir KR. Þriggja stiga karfa Mathilde Colding-Poulsen í byrjun var í eina sinn sem bikarmeistarnir voru yfir gegn KR sem náði mest 24 stiga forystu. Sanja Orozovic var stigahæst, skoraði 21 stig fyrir KR auk þess að taka tólf fráköst. Danielle Rodriquez kom næst með 21 stig og tólf fráköst. Margrét Kara Sturludóttir átti góðan leik, skoraði ellefu stig og tók jafnmörg fráköst. Keira Brennan var stigahæst hjá Skallagrími með 16 stig. KR vann alla fjóra leikina gegn Skallagrími í deildinni en tapaði fyrir Borgnesingum í bikarúrslitaleiknum. KR er fjórum stigum á undan Keflavík í 2. sætinu. Óvænt úrslit urðu í Smáranum í Kópavogi þegar Breiðablik vann Hauka, 75-67. Haukar, sem eiga í harðri baráttu við Keflavík og Skallagrím um að komast í úrslitakeppnina, höfðu forystu lengst af. Staðan var jöfn um miðjan síðasta fjórðunginn en þá tók Breiðablik öll völd á vellinum. Danni Williams skoraði 39 stig fyrir Breiðablik og tók 14 fráköst. Ísabella Ósk Sigurðardóttir átti mjög góðan leik, skoraði tólf stig og tók 13 fráköst. Randi Brown skoraði 36 stig fyrir Hauka og tók 13 stig. Haukar eru í 5. sæti, tveimur stigum á eftir Skallagrími og fjórum á eftir Keflavík. Snæfell hafði forystu allan tímann gegn Grindavík og vann 79-65, mestur varð munurinn 23 stig. Emese Veda skoraði 16 stig og tók 11 fráköst fyrir Snæfell en Bríet Sif Hinriksdóttir var atkvæðamest hjá Grindavík, skoraði 21 stig og þær Elísabeth Ýr Ægisdóttir og Tania Pierre-Marie 15 stig hvor. Snæfell er í 6. sæti með 12 stig en Grindavík er í neðsta sæti með fjögur stig, fjórum stigum á eftir Breiðabliki. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Keflvíkingar skelltu Valsmönnum Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Tengdar fréttir Haukar köstuðu frá sér mikilvægum stigum í baráttunni um úrslitakeppni Haukar töpuðu mikilvægum stigum um sæti í úrslitakeppni Dominos-deildar kvenna er liðið tapaði fyrir Breiðabliki á útivelli, 75-67. 11. mars 2020 20:09 Umfjöllun og viðtöl: KR - Skallagrímur 65-50 | KR-ingar hefndu fyrir ófarirnar í bikarúrslitunum KR tapaði fyrir Skallagrími í úrslitum Geysisbikars kvenna í síðasta mánuði og náði fram hefndum í dag. 11. mars 2020 21:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Keflavík vann nýkrýnda deildarmeistara Vals, 94-85, eftir framlengingu í Domino's deild kvenna í gær. Þrír aðrir leikir fóru fram í deildinni í gær. Arnar Björnsson fór yfir leikina. Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn í síðustu umferð og í gærkvöldi var liðið mætt til Keflavíkur. Keflavík komst í 5-0 en Valur girti sig í brók og var með forystu eftir 1. leikhlutann, 27-18. Keflavík skoraði níu stig í röð og jafnaði í 31-31 en Valur var með sex stiga forystu í hálfleik, 45-39. Sami munur var fyrir lokafjórðunginn en Keflavík hleypti spennu í leikinn. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir skoraði sex stig í röð og Keflavík náði forystu 75-73 þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Kiana Johnson kom Val yfir á nýjan leik með þriggja stiga skoti þegar ein mínúta og 47 sekúndur voru eftir. Kiana skoraði 14 stig, gaf tíustoðsendingar og tók níu fráköst. Sylvía Rún Hálfdanardóttir var stigahæst hjá Val með 20 stig, Dagbjört Samúelsdóttir skoraði 17 og Helena Sverrisdóttir skoraði 14 stig og tók 13 fráköst. Salbjörg Ragna hélt uppteknum hætti hún kom Keflavík yfir. Hún skoraði 14 stig, tók sjö fráköst og fiskaði sex villur á Valskonur. Daniela Morillo var öflug í liði Keflavíkur, skoraði 36 stig og tók 17 fráköst. Hún skoraði úr tveimur vítaskotum og Keflavík náði þriggja stiga forystu. Valur tapaði boltanum í næstu sókn en náði honum aftur og Sylvía Rún Hálfdanardóttir jafnaði með þriggja stiga skoti þegar 40 sekúndur voru eftir. 79-79 var staðan og hvorugu liðinu tókst að skora á þeim sekúndum sem eftir voru. Valskonur voru þá ansi nálægt því í blálokin en boltinn vildi ekki fara niður körfuhringinn. Í framlengingunni var Keflavík miklu sterkara og vann 94-85. Keflavík er í 3. sæti, tveimur stigum á eftir Skallagrími sem tapaði fyrir KR. Þriggja stiga karfa Mathilde Colding-Poulsen í byrjun var í eina sinn sem bikarmeistarnir voru yfir gegn KR sem náði mest 24 stiga forystu. Sanja Orozovic var stigahæst, skoraði 21 stig fyrir KR auk þess að taka tólf fráköst. Danielle Rodriquez kom næst með 21 stig og tólf fráköst. Margrét Kara Sturludóttir átti góðan leik, skoraði ellefu stig og tók jafnmörg fráköst. Keira Brennan var stigahæst hjá Skallagrími með 16 stig. KR vann alla fjóra leikina gegn Skallagrími í deildinni en tapaði fyrir Borgnesingum í bikarúrslitaleiknum. KR er fjórum stigum á undan Keflavík í 2. sætinu. Óvænt úrslit urðu í Smáranum í Kópavogi þegar Breiðablik vann Hauka, 75-67. Haukar, sem eiga í harðri baráttu við Keflavík og Skallagrím um að komast í úrslitakeppnina, höfðu forystu lengst af. Staðan var jöfn um miðjan síðasta fjórðunginn en þá tók Breiðablik öll völd á vellinum. Danni Williams skoraði 39 stig fyrir Breiðablik og tók 14 fráköst. Ísabella Ósk Sigurðardóttir átti mjög góðan leik, skoraði tólf stig og tók 13 fráköst. Randi Brown skoraði 36 stig fyrir Hauka og tók 13 stig. Haukar eru í 5. sæti, tveimur stigum á eftir Skallagrími og fjórum á eftir Keflavík. Snæfell hafði forystu allan tímann gegn Grindavík og vann 79-65, mestur varð munurinn 23 stig. Emese Veda skoraði 16 stig og tók 11 fráköst fyrir Snæfell en Bríet Sif Hinriksdóttir var atkvæðamest hjá Grindavík, skoraði 21 stig og þær Elísabeth Ýr Ægisdóttir og Tania Pierre-Marie 15 stig hvor. Snæfell er í 6. sæti með 12 stig en Grindavík er í neðsta sæti með fjögur stig, fjórum stigum á eftir Breiðabliki. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Keflvíkingar skelltu Valsmönnum
Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Tengdar fréttir Haukar köstuðu frá sér mikilvægum stigum í baráttunni um úrslitakeppni Haukar töpuðu mikilvægum stigum um sæti í úrslitakeppni Dominos-deildar kvenna er liðið tapaði fyrir Breiðabliki á útivelli, 75-67. 11. mars 2020 20:09 Umfjöllun og viðtöl: KR - Skallagrímur 65-50 | KR-ingar hefndu fyrir ófarirnar í bikarúrslitunum KR tapaði fyrir Skallagrími í úrslitum Geysisbikars kvenna í síðasta mánuði og náði fram hefndum í dag. 11. mars 2020 21:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Haukar köstuðu frá sér mikilvægum stigum í baráttunni um úrslitakeppni Haukar töpuðu mikilvægum stigum um sæti í úrslitakeppni Dominos-deildar kvenna er liðið tapaði fyrir Breiðabliki á útivelli, 75-67. 11. mars 2020 20:09
Umfjöllun og viðtöl: KR - Skallagrímur 65-50 | KR-ingar hefndu fyrir ófarirnar í bikarúrslitunum KR tapaði fyrir Skallagrími í úrslitum Geysisbikars kvenna í síðasta mánuði og náði fram hefndum í dag. 11. mars 2020 21:00