COVID-19: Sameinuð sigrum við António Guterres skrifar 14. mars 2020 11:31 Hvarvetna er mikið uppnám vegna kórónaaveirunnar – COVID-19. Og ég veit að margir eru kvíðnir, áhyggjufullir og ráðvilltir. Það er alveg eðlilegt. Við stöndum frammi fyrir heilbrigðisvá sem er ólík öllu sem við höfum kynnst á ævinni. Á sama tíma breiðist veiran út, hættan vex og það reynir á heilbrigðiskerfi okkar, hagkerfi og daglegt líf okkar. Þeir sem eru berskjaldaðir, sérstaklega eldra fólk og þeir sem glíma við vanheilsu af öðru tagi, þeir sem hafa ekki aðgang að traustri heilsugæslu og hinir fátæku og þeir sem eru á jaðri samfélagsins, verða harðast fyrir barðinu á veirunni. Félagsleg og efnahagsleg áhrif útbreiðslu faraldursins og samdráttar í efnahagslífinu munu snerta okkur næstu mánuði. En útbreiðsla veirunnar mun ná hámarki. Hagkerfi okkar munu ná sér. Þangað til verðum við að leggjast saman á árarnar til þess að hægja á útbreiðslu veirunnar og gæta hvors annars. Þetta er tími gætni, ekki óðagots. Tökum vísindi fram yfir fordóma, lítum á staðreyndir og forðumst óttann. Jafnvel þóttt ástandið hafi verið flokkað sem alheimsfaraldur, getum við haft stjórn á honum. Við getum hægt á útbreiðslu, hindrað smit og bjargað mannslífum. En við verðum að grípa til fordæmalausra aðgerða hvort heldur sem persónulega, innanlands eða á alþjóðlegum vettvangi. COVID-19 er sameiginlegur óvinur okkar. Við verðum að lýsa yfir stríði á hendur veirunni. Það þýðir að ríki verða að sýna ábyrgð og efla viðnám sitt. Hvernig? Með því að setja upp hindranir, með þvi að virkja og auka almannavarnakerfi, með því að auka umtalsvert greiningargetu og umönnun sjúklinga, með því að undirbúa sjúkrahús, og tryggja að þau hafi rými, birgðir og nauðsynlegt starfsfólk, og með því að þróa læknisfræðileg inngrip sem geta bjargað mannslífum. Við berum líka öll ábyrgð á því að fara eftir ráðum lækna og stíga þau skref sem heilbrigðisyfirvöld leggja til. Auk þess að vera lýðheilsuvá er veiran að smita alþjóðlegan efnahag. Óvissa hefur leikið fjármálamarkaði hart. Birgðadreifingarkerfi heimsins hefur orðið fyrir skakkaföllum. Fjárfestingar og neysla hafa minnkað og skapað raunverulega hættu á samdrætti um allan heim. Hagfræðingar Sameinuðu þjóðanna telja að veiran geti kostað hagkerfi heimsins að minnsta kosti eina billjón Bandaríkjadala á þessu ári og kannski meira. Ekkert ríki getur unnið sigur upp á eigin spýtur. Samvinna ríkisstjórna er mikilvægari en nokkru sinni áður til að blása lífi í efnahaginn, auka opinbera fjárfestingu, glæða viðskipti. Tryggja ber markvissan stuðning við fólk og samfélög sem harðast verða úti af völdum veirunnar eða efnahagslegs umróts af hennar völdum – sérstaklega konur sem of axla hlutfallslega meiri byrði af umönnunarstarfi. Heimsfaraldur varpar ljósi á innbyrðistengsl fjölskyldu mannkyns. Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að hindra frekari útbreiðslu COVID-19. Sameinuðu þjóðirnar, þar á meðal Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, vinna að þessu verkefni af fullum krafti. Við vinnum allan sólarhringinn með ríkisstjórnum, veitum alþjóðlega leiðsögn, og hjálpum heiminum að takast á við þessa vá. Við erum öll í þessu saman og við munu sigrast á þessu saman. Höfundur er aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Hvarvetna er mikið uppnám vegna kórónaaveirunnar – COVID-19. Og ég veit að margir eru kvíðnir, áhyggjufullir og ráðvilltir. Það er alveg eðlilegt. Við stöndum frammi fyrir heilbrigðisvá sem er ólík öllu sem við höfum kynnst á ævinni. Á sama tíma breiðist veiran út, hættan vex og það reynir á heilbrigðiskerfi okkar, hagkerfi og daglegt líf okkar. Þeir sem eru berskjaldaðir, sérstaklega eldra fólk og þeir sem glíma við vanheilsu af öðru tagi, þeir sem hafa ekki aðgang að traustri heilsugæslu og hinir fátæku og þeir sem eru á jaðri samfélagsins, verða harðast fyrir barðinu á veirunni. Félagsleg og efnahagsleg áhrif útbreiðslu faraldursins og samdráttar í efnahagslífinu munu snerta okkur næstu mánuði. En útbreiðsla veirunnar mun ná hámarki. Hagkerfi okkar munu ná sér. Þangað til verðum við að leggjast saman á árarnar til þess að hægja á útbreiðslu veirunnar og gæta hvors annars. Þetta er tími gætni, ekki óðagots. Tökum vísindi fram yfir fordóma, lítum á staðreyndir og forðumst óttann. Jafnvel þóttt ástandið hafi verið flokkað sem alheimsfaraldur, getum við haft stjórn á honum. Við getum hægt á útbreiðslu, hindrað smit og bjargað mannslífum. En við verðum að grípa til fordæmalausra aðgerða hvort heldur sem persónulega, innanlands eða á alþjóðlegum vettvangi. COVID-19 er sameiginlegur óvinur okkar. Við verðum að lýsa yfir stríði á hendur veirunni. Það þýðir að ríki verða að sýna ábyrgð og efla viðnám sitt. Hvernig? Með því að setja upp hindranir, með þvi að virkja og auka almannavarnakerfi, með því að auka umtalsvert greiningargetu og umönnun sjúklinga, með því að undirbúa sjúkrahús, og tryggja að þau hafi rými, birgðir og nauðsynlegt starfsfólk, og með því að þróa læknisfræðileg inngrip sem geta bjargað mannslífum. Við berum líka öll ábyrgð á því að fara eftir ráðum lækna og stíga þau skref sem heilbrigðisyfirvöld leggja til. Auk þess að vera lýðheilsuvá er veiran að smita alþjóðlegan efnahag. Óvissa hefur leikið fjármálamarkaði hart. Birgðadreifingarkerfi heimsins hefur orðið fyrir skakkaföllum. Fjárfestingar og neysla hafa minnkað og skapað raunverulega hættu á samdrætti um allan heim. Hagfræðingar Sameinuðu þjóðanna telja að veiran geti kostað hagkerfi heimsins að minnsta kosti eina billjón Bandaríkjadala á þessu ári og kannski meira. Ekkert ríki getur unnið sigur upp á eigin spýtur. Samvinna ríkisstjórna er mikilvægari en nokkru sinni áður til að blása lífi í efnahaginn, auka opinbera fjárfestingu, glæða viðskipti. Tryggja ber markvissan stuðning við fólk og samfélög sem harðast verða úti af völdum veirunnar eða efnahagslegs umróts af hennar völdum – sérstaklega konur sem of axla hlutfallslega meiri byrði af umönnunarstarfi. Heimsfaraldur varpar ljósi á innbyrðistengsl fjölskyldu mannkyns. Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að hindra frekari útbreiðslu COVID-19. Sameinuðu þjóðirnar, þar á meðal Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, vinna að þessu verkefni af fullum krafti. Við vinnum allan sólarhringinn með ríkisstjórnum, veitum alþjóðlega leiðsögn, og hjálpum heiminum að takast á við þessa vá. Við erum öll í þessu saman og við munu sigrast á þessu saman. Höfundur er aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar