Ferðagjöf upp Ártúnsbrekku og allan hringinn Guðfinnur Sigurvinsson skrifar 27. maí 2020 17:30 Hugsum okkur ef Kringlan byði öllum viðskiptavinum verslunarmiðstöðvarinnar upp á 5000 kr.- gjafabréf sem fólk gæti nýtt á tilteknu tímabili. Mismunandi verslanir Kringlunnar væru samtímis með alls kyns tilboð sem hægt væri að nýta með gjafakortinu og ávinningur neytenda þannig aukinn. Hvort væri óhætt að ganga út frá því í framhaldinu að bílastæði Kringlunnar yrðu smekkfull eða galtóm? Það er viss mælikvarði á hagsæld ef til er fólk sem finnst það ekki taka því að innleysa fimm þúsund krónur. Þá væri enn betra ef slíkt fólk gæti rafrænt framvísað gjafabréfi sínu til þeirra sem vilja nota það. Ef hver og einn gæti þannig að hámarki framvísað 15 slíkum gjafabréfum í verslunum Kringlunnar, samtals að andvirði 75.000 krónur, þá væri verslunarferðin aldeilis til fjár. Nákvæmlega þetta er ríkisstjórnin að gera - með ferðagjöf til að efla mörg og mismunandi fyrirtæki sem þrífast undir hatti ferðaþjónustunnar. Tilgangurinn er að beina viðskiptum landans að fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem blæðir um þessar mundir en ekki til að ríkisstyrkja ferðalög almennings upp í topp. Með ferðagjöfinni er almenningi einfaldlega treyst til að styðja þau fyrirtæki í ferðaþjónustu sem fólkið sjálft kann að meta. Valfrelsi fólksins í landinu er leið stjórnvalda til að dreifa þessum fjármunum. Með því að láta neytendur á markaði hafa valið fer fjármagnið þangað sem fólkið vill vera og þar með til lífvænlegra fyrirtækja sem keppast við að setja saman tilboð til að auka ávinning neytenda af ferðagjöfinni. Aftur að fimm þúsund kallinum. Við hjónin fengum boð í sveitabrúðkaup í sumar og með því tilboð í hótelgistingu eina nótt með morgunverði fyrir tvo á 13.900 kr.- Við ætlum að nota ferðagjöf beggja og fáum þar með hótelgistinguna og morgunverðinn á 3900 kr.- Kaupgeta okkar eykst vegna ferðagjafarinnar og við höfum ríkari hvata til að nota aðra ferðaþjónustu, eins og baðlón á svæðinu, áður en heim er haldið. Þannig hagnast fleiri á heimsókn okkar en ella. Það þarf ekki að fara langt til að gjöfin komi að gagni. Hægt er að efla ferðaþjónustu í næsta nágrenni eða heimabyggð en ferðagjöfina má almennt nýta í samgöngur, gistingu, veitingar og afþreyingu um allt land. Komum andvirði ferðagjafarinnar í vinnu og verjum íslenska ferðaþjónustu. Í krafti fjöldans getum við stækkað ferðagjöfina og myndað iðandi ferðakeðju upp Ártúnsbrekku, hringinn í kringum landið og aftur heim. Eflum blómleg ferðaþjónustufyrirtæki sem við viljum að séu til staðar þegar millilandasamgöngur komast í eðlilegt horf og byggjum upp innlenda eftirspurn í ferðaþjónustu í leiðinni. Við erum alltaf sterkari saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Guðfinnur Sigurvinsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Hugsum okkur ef Kringlan byði öllum viðskiptavinum verslunarmiðstöðvarinnar upp á 5000 kr.- gjafabréf sem fólk gæti nýtt á tilteknu tímabili. Mismunandi verslanir Kringlunnar væru samtímis með alls kyns tilboð sem hægt væri að nýta með gjafakortinu og ávinningur neytenda þannig aukinn. Hvort væri óhætt að ganga út frá því í framhaldinu að bílastæði Kringlunnar yrðu smekkfull eða galtóm? Það er viss mælikvarði á hagsæld ef til er fólk sem finnst það ekki taka því að innleysa fimm þúsund krónur. Þá væri enn betra ef slíkt fólk gæti rafrænt framvísað gjafabréfi sínu til þeirra sem vilja nota það. Ef hver og einn gæti þannig að hámarki framvísað 15 slíkum gjafabréfum í verslunum Kringlunnar, samtals að andvirði 75.000 krónur, þá væri verslunarferðin aldeilis til fjár. Nákvæmlega þetta er ríkisstjórnin að gera - með ferðagjöf til að efla mörg og mismunandi fyrirtæki sem þrífast undir hatti ferðaþjónustunnar. Tilgangurinn er að beina viðskiptum landans að fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem blæðir um þessar mundir en ekki til að ríkisstyrkja ferðalög almennings upp í topp. Með ferðagjöfinni er almenningi einfaldlega treyst til að styðja þau fyrirtæki í ferðaþjónustu sem fólkið sjálft kann að meta. Valfrelsi fólksins í landinu er leið stjórnvalda til að dreifa þessum fjármunum. Með því að láta neytendur á markaði hafa valið fer fjármagnið þangað sem fólkið vill vera og þar með til lífvænlegra fyrirtækja sem keppast við að setja saman tilboð til að auka ávinning neytenda af ferðagjöfinni. Aftur að fimm þúsund kallinum. Við hjónin fengum boð í sveitabrúðkaup í sumar og með því tilboð í hótelgistingu eina nótt með morgunverði fyrir tvo á 13.900 kr.- Við ætlum að nota ferðagjöf beggja og fáum þar með hótelgistinguna og morgunverðinn á 3900 kr.- Kaupgeta okkar eykst vegna ferðagjafarinnar og við höfum ríkari hvata til að nota aðra ferðaþjónustu, eins og baðlón á svæðinu, áður en heim er haldið. Þannig hagnast fleiri á heimsókn okkar en ella. Það þarf ekki að fara langt til að gjöfin komi að gagni. Hægt er að efla ferðaþjónustu í næsta nágrenni eða heimabyggð en ferðagjöfina má almennt nýta í samgöngur, gistingu, veitingar og afþreyingu um allt land. Komum andvirði ferðagjafarinnar í vinnu og verjum íslenska ferðaþjónustu. Í krafti fjöldans getum við stækkað ferðagjöfina og myndað iðandi ferðakeðju upp Ártúnsbrekku, hringinn í kringum landið og aftur heim. Eflum blómleg ferðaþjónustufyrirtæki sem við viljum að séu til staðar þegar millilandasamgöngur komast í eðlilegt horf og byggjum upp innlenda eftirspurn í ferðaþjónustu í leiðinni. Við erum alltaf sterkari saman.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun