Eigendur Hríseyjar Seafood í áfalli Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. maí 2020 10:20 Mikill eldur logaði í frystihúsinu í Hrísey í morgun. Slökkviliðsmenn töldu sig hafa náð tökum á eldinum á tíunda tímanum. Steinar Ólafsson Einn eigenda fiskvinnslunnar Hríseyjar Seafood, hjá hverri mikill eldur kviknaði í frystihúsi snemma í morgun, segir að áfallið sé mikið. Allir hafi þó komist heilir frá eldsvoðanum sem skipti mestu máli. Tilkynning barst um mikinn eld í frystihúsi Hríseyjar Seafood í Hrísey um klukkan fimm í morgun. Eldurinn barst í nyrsta hluta hússins, sem og í annað fiskvinnsluhús á hafnarsvæðinu. Mikinn reyk frá eldinum lagði yfir byggðina í Hrísey en slökkviliðsmenn töldu sig hafa náð tökum á eldinum nú á tíunda tímanum. Ljóst er að tjón er þónokkuð en ekkert hefur verið gefið út um eldsupptök. Telma Róbertsdóttir festi kaup á Hrísey Seafood ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Jóelssyni, í október 2019. Þau búa ekki í eyjunni en Sigurður lagði af stað norður eldsnemma í morgun. Telma segir í samtali við Vísi að þau hjónin hafi verið vakin í nótt með fregnum af eldinum. Fátt sé þó hægt að segja um brunann að svo stöddu, það sé einfaldlega lítið vitað um stöðuna. Verkstjóri hjá fiskvinnslunni, sem búsettur er í íbúð á efri hæð, vaknaði við eldinn, að sögn Telmu, og komst heilu og höldnu út úr húsinu. Þá segir Telma að áfall eigendanna sé mikið en mestu skipti að allir hafi komist heilir frá eldsvoðanum. „Þetta er svo mikill harmleikur líka fyrir samfélagið [í Hrísey]. En á svona stundu er maður þakklátastur fyrir að það eru allir heilir. Og svo verðum við bara að bíða og sjá.“ Hrísey Slökkvilið Sjávarútvegur Stórbruni í Hrísey Tengdar fréttir Búnir að ná tökum á eldinum Slökkviliðsmenn telja sig hafa náð tökum á eldinum sem kviknaði í Hrísey í morgun. 28. maí 2020 09:53 Eldurinn hefur borist í annað fiskvinnsluhús Eldurinn sem kviknaði í frystihúsinu í Hrísey í morgun hefur borist yfir í annað fiskvinnsluhús á hafnarsvæðinu. 28. maí 2020 08:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Einn eigenda fiskvinnslunnar Hríseyjar Seafood, hjá hverri mikill eldur kviknaði í frystihúsi snemma í morgun, segir að áfallið sé mikið. Allir hafi þó komist heilir frá eldsvoðanum sem skipti mestu máli. Tilkynning barst um mikinn eld í frystihúsi Hríseyjar Seafood í Hrísey um klukkan fimm í morgun. Eldurinn barst í nyrsta hluta hússins, sem og í annað fiskvinnsluhús á hafnarsvæðinu. Mikinn reyk frá eldinum lagði yfir byggðina í Hrísey en slökkviliðsmenn töldu sig hafa náð tökum á eldinum nú á tíunda tímanum. Ljóst er að tjón er þónokkuð en ekkert hefur verið gefið út um eldsupptök. Telma Róbertsdóttir festi kaup á Hrísey Seafood ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Jóelssyni, í október 2019. Þau búa ekki í eyjunni en Sigurður lagði af stað norður eldsnemma í morgun. Telma segir í samtali við Vísi að þau hjónin hafi verið vakin í nótt með fregnum af eldinum. Fátt sé þó hægt að segja um brunann að svo stöddu, það sé einfaldlega lítið vitað um stöðuna. Verkstjóri hjá fiskvinnslunni, sem búsettur er í íbúð á efri hæð, vaknaði við eldinn, að sögn Telmu, og komst heilu og höldnu út úr húsinu. Þá segir Telma að áfall eigendanna sé mikið en mestu skipti að allir hafi komist heilir frá eldsvoðanum. „Þetta er svo mikill harmleikur líka fyrir samfélagið [í Hrísey]. En á svona stundu er maður þakklátastur fyrir að það eru allir heilir. Og svo verðum við bara að bíða og sjá.“
Hrísey Slökkvilið Sjávarútvegur Stórbruni í Hrísey Tengdar fréttir Búnir að ná tökum á eldinum Slökkviliðsmenn telja sig hafa náð tökum á eldinum sem kviknaði í Hrísey í morgun. 28. maí 2020 09:53 Eldurinn hefur borist í annað fiskvinnsluhús Eldurinn sem kviknaði í frystihúsinu í Hrísey í morgun hefur borist yfir í annað fiskvinnsluhús á hafnarsvæðinu. 28. maí 2020 08:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Búnir að ná tökum á eldinum Slökkviliðsmenn telja sig hafa náð tökum á eldinum sem kviknaði í Hrísey í morgun. 28. maí 2020 09:53
Eldurinn hefur borist í annað fiskvinnsluhús Eldurinn sem kviknaði í frystihúsinu í Hrísey í morgun hefur borist yfir í annað fiskvinnsluhús á hafnarsvæðinu. 28. maí 2020 08:00