Gönguleiðin inn í Reykjadal opnar á hvítasunnudag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2020 23:17 Nýja brúin yfir Hengladalaá. Hveragerðisbær Gönguleiðin inn í Reykjadal verður opnuð á ný núna á sunnudaginn, á hvítasunnudag, 31. maí. Reykjadalur hefur verið lokaður síðan þann 15. apríl en svæðinu var lokað annars vegar af öryggisástæðum og hins vegar til þess að hlífa gróðri í dalnum. Afar vinsælt er bæði á meðal Íslendinga og erlendra ferðamanna að ganga í Reykjadal en þar eru heitir hverir sem hægt er að baða sig í. Að því er segir í tilkynningu um opnunina á vef Hveragerðisbæjar hefur lokunartíminn verið nýttur til endurbóta á gönguleiðinni jafnframt sem sett hefur verið upp ný brú yfir Hengladalaá sem leysir af hólmi gömlu staurabrúna. „Göngustígurinn hefur tekið nokkrum breytingum og hefur hann nú verið færður frá hverunum í hlíðinni í dalnum en þar hafði skapast mikið hættuástand sem bregðast varð við. Brúin sem lögð hafði verið yfir hverinn hefur verið fjarlægð. Mikilvægt er að göngumenn taki tillit til aðstæðna, muni að verið er að fara um svæði þar sem hverir geta skapað hættu og verið hættulegir á mörgum stöðum. Ávallt skal fylgja merktum gönguleiðum,“ segir á vef Hveragerðisbæjar. Þar er því jafnframt beint til gesta að ganga snyrtilega um baðstaðinn og taka með sér sundföt og handklæði þegar svæðið er yfirgefið sem og annað rusl. Engin salerni eða ruslafötur séu við gönguleiðina eða baðstaðinn enda sé gert ráð fyrir því að það sem komi í dalinn fari allt þaðan aftur. „Vert er líka að minna á reglur útgefnar af sóttvarnalækni vegna Covid og að almenn skynsemi sé höfð í fyrirrúmi sem og ábendingar um fjarlægðir milli manna. Enn og aftur er gott að muna að ekki er heimilt að tjalda í Reykjadal. Áfram verður unnið að endurbótum á gönguleiðinni á vegum starfshóps um uppbyggingu í Reykjadal. Jafnframt er rétt að geta þess að landvörður á vegum Umhverfisstofnunar verður að störfum í Reykjadal í sumar gestum til halds og traust og ekki síður til leiðbeiningar um almenna umgengni,“ segir á vef Hveragerðisbæjar en Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri, skrifar undir tilkynninguna. Hveragerði Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Ölfus Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Gönguleiðin inn í Reykjadal verður opnuð á ný núna á sunnudaginn, á hvítasunnudag, 31. maí. Reykjadalur hefur verið lokaður síðan þann 15. apríl en svæðinu var lokað annars vegar af öryggisástæðum og hins vegar til þess að hlífa gróðri í dalnum. Afar vinsælt er bæði á meðal Íslendinga og erlendra ferðamanna að ganga í Reykjadal en þar eru heitir hverir sem hægt er að baða sig í. Að því er segir í tilkynningu um opnunina á vef Hveragerðisbæjar hefur lokunartíminn verið nýttur til endurbóta á gönguleiðinni jafnframt sem sett hefur verið upp ný brú yfir Hengladalaá sem leysir af hólmi gömlu staurabrúna. „Göngustígurinn hefur tekið nokkrum breytingum og hefur hann nú verið færður frá hverunum í hlíðinni í dalnum en þar hafði skapast mikið hættuástand sem bregðast varð við. Brúin sem lögð hafði verið yfir hverinn hefur verið fjarlægð. Mikilvægt er að göngumenn taki tillit til aðstæðna, muni að verið er að fara um svæði þar sem hverir geta skapað hættu og verið hættulegir á mörgum stöðum. Ávallt skal fylgja merktum gönguleiðum,“ segir á vef Hveragerðisbæjar. Þar er því jafnframt beint til gesta að ganga snyrtilega um baðstaðinn og taka með sér sundföt og handklæði þegar svæðið er yfirgefið sem og annað rusl. Engin salerni eða ruslafötur séu við gönguleiðina eða baðstaðinn enda sé gert ráð fyrir því að það sem komi í dalinn fari allt þaðan aftur. „Vert er líka að minna á reglur útgefnar af sóttvarnalækni vegna Covid og að almenn skynsemi sé höfð í fyrirrúmi sem og ábendingar um fjarlægðir milli manna. Enn og aftur er gott að muna að ekki er heimilt að tjalda í Reykjadal. Áfram verður unnið að endurbótum á gönguleiðinni á vegum starfshóps um uppbyggingu í Reykjadal. Jafnframt er rétt að geta þess að landvörður á vegum Umhverfisstofnunar verður að störfum í Reykjadal í sumar gestum til halds og traust og ekki síður til leiðbeiningar um almenna umgengni,“ segir á vef Hveragerðisbæjar en Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri, skrifar undir tilkynninguna.
Hveragerði Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Ölfus Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira