Snéri aftur á fótboltavöllinn eftir krabbamein: Er svo ótrúlega glöð og stolt af sjálfri mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2020 11:30 Haukakonan Harpa Karen Antonsdóttir birti þessa mynd af sér á Instagram síðu sinni en hún var tekinn eftir sigurleikinn á móti KR í gær. Mynd/Instagram Haukakonan Harpa Karen Antonsdóttir kórónaði endurkomu sína í fótboltann í gærkvöldi þegar hún spilaði sinn fyrsta fótboltaleik í heila átta mánuði. Harpa Karen og liðsfélagar hennar í Haukum héldu líka upp á endurkomu hennar með því að vinna Pepsi Max deildarlið KR 2-1 og það á heimavelli KR-liðsins á Meistaravöllum. Haukakonur spila í B-deildinni í sumar. KR komst yfir með marki Ölmu Mathiesen en Elín Björg Símonardóttir og Heiða Rakel Guðmundsdóttir tryggðu Haukum sigurinn. „Er svo ótrúlega glöð og stolt af sjálfri mér, búin að leggja svo mikið á mig og koma mér í hlaupaform upp á síðkastið, gat ekki hlaupið einn fótboltahring í byrjun janúar,“ skrifaði Harpa Karen Antonsdóttir á Instagram og það eru margir sem dást af viljastyrk og baráttuþreki hennar í þessum erfiðu aðstæðum. View this post on Instagram Fyrstu 15 min í sumar Fyrsti leikur í 8 mánuði 8 mánuðir síðan ég byrjaði í lyfjagjöf 6 mánuðir síðan ég kláraði erfiða krabbameinsmeðferð Fyrsti leikur í ca 3 ár án hausverks Er svo ótrúlega glöð og stolt af sjálfri mér, búin að leggja svo mikið á mig og koma mér í hlaupaform upp á síðkastið, gat ekki hlupið einn fótboltahring í byrjun janúar Þetta er svo stór sigur fyrir mig og búið að vera markmiðið mitt síðan ég byrjaði í meðferð Góð byrjun á sumrinu og LOKSINS fótbolti Getið séð á síðustu mynd hversu glöð ég var að fá að spila A post shared by (@harpakareen) on May 28, 2020 at 4:51pm PDT Það eru átta mánuðir síðan að Harpa Karen byrjaði í lyfjagjöf og aðeins sex mánuðir síðan að hún kláraði erfiða krabbameinsmeðferð. Gærkvöldið var því stór sigur fyrir þessa ungu knattspyrnukonu. „Þetta er svo stór sigur fyrir mig og búið að vera markmiðið mitt síðan ég byrjaði í meðferð,“ skrifaði Harpa Karen sem spilaði fimmtán mínútur í leiknum í gær. Harpa Karen Antonsdóttir er 21 árs gömul, fædd 1999, og á leiki að baki í efstu deild fyrir bæði Val og KR. Harpa Karen spilaði fjóra leiki með Haukum í Inkasso deildinni í fyrra. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Sjá meira
Haukakonan Harpa Karen Antonsdóttir kórónaði endurkomu sína í fótboltann í gærkvöldi þegar hún spilaði sinn fyrsta fótboltaleik í heila átta mánuði. Harpa Karen og liðsfélagar hennar í Haukum héldu líka upp á endurkomu hennar með því að vinna Pepsi Max deildarlið KR 2-1 og það á heimavelli KR-liðsins á Meistaravöllum. Haukakonur spila í B-deildinni í sumar. KR komst yfir með marki Ölmu Mathiesen en Elín Björg Símonardóttir og Heiða Rakel Guðmundsdóttir tryggðu Haukum sigurinn. „Er svo ótrúlega glöð og stolt af sjálfri mér, búin að leggja svo mikið á mig og koma mér í hlaupaform upp á síðkastið, gat ekki hlaupið einn fótboltahring í byrjun janúar,“ skrifaði Harpa Karen Antonsdóttir á Instagram og það eru margir sem dást af viljastyrk og baráttuþreki hennar í þessum erfiðu aðstæðum. View this post on Instagram Fyrstu 15 min í sumar Fyrsti leikur í 8 mánuði 8 mánuðir síðan ég byrjaði í lyfjagjöf 6 mánuðir síðan ég kláraði erfiða krabbameinsmeðferð Fyrsti leikur í ca 3 ár án hausverks Er svo ótrúlega glöð og stolt af sjálfri mér, búin að leggja svo mikið á mig og koma mér í hlaupaform upp á síðkastið, gat ekki hlupið einn fótboltahring í byrjun janúar Þetta er svo stór sigur fyrir mig og búið að vera markmiðið mitt síðan ég byrjaði í meðferð Góð byrjun á sumrinu og LOKSINS fótbolti Getið séð á síðustu mynd hversu glöð ég var að fá að spila A post shared by (@harpakareen) on May 28, 2020 at 4:51pm PDT Það eru átta mánuðir síðan að Harpa Karen byrjaði í lyfjagjöf og aðeins sex mánuðir síðan að hún kláraði erfiða krabbameinsmeðferð. Gærkvöldið var því stór sigur fyrir þessa ungu knattspyrnukonu. „Þetta er svo stór sigur fyrir mig og búið að vera markmiðið mitt síðan ég byrjaði í meðferð,“ skrifaði Harpa Karen sem spilaði fimmtán mínútur í leiknum í gær. Harpa Karen Antonsdóttir er 21 árs gömul, fædd 1999, og á leiki að baki í efstu deild fyrir bæði Val og KR. Harpa Karen spilaði fjóra leiki með Haukum í Inkasso deildinni í fyrra.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Sjá meira