Topp 5 í kvöld: Gummi Steinars, Þórir og Guðjón Pétur segja frá uppáhalds mörkunum sínum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. maí 2020 13:00 Guðjón Pétur Lýðsson er ekki bara handlaginn heldur einnig sparkviss með afbrigðum. vísir/bára Fjórði þáttur Topp 5 er á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld. Þátturinn, sem er í umsjá Guðmundar Benediktssonar, hefst klukkan 20:00. Í þáttunum velja þrír leikmenn fimm uppáhalds mörkin sín á ferlinum og ræða um þau. Í þættinum í kvöld ræða þeir Guðmundur Steinarsson, Þórir Guðjónsson og Guðjón Pétur Lýðsson um sín uppáhalds mörk. Hér fyrir neðan má sjá Guðmund tala um glæsilegt mark sem hann skoraði fyrir Keflavík gegn KR suður með sjó sumarið 2001. Klippa: Topp 5 - Guðmundur Steinarsson Guðmundur Steinarsson (fæddur 1979) er einn af markahæstu leikmönnum í sögu efstu deildar á Íslandi. Hann er Keflvíkingur og lék lengst af ferilsins með liðinu. Guðmundur hóf ferilinn með Keflavík 1996 og varð bikarmeistari með liðinu árið eftir. Hann lék með KA í 1. deild sumarið 1999 en fór svo aftur til Keflavíkur. Guðmundur fór til Brønshøj Boldklub í Danmörku 2002 og lék þar í tvö ár. Sumarið 2003 lék hann með Fram. Guðmundur kom svo aftur til Keflavíkur 2004 og lék þar til 2012 ef frá eru taldir nokkrir mánuðir þar sem hann var í láni hjá Vaduz í Liechtenstein. Guðmundur varð bikarmeistari með Keflavík 2004 og 2006 og sumarið 2008 var hann markahæstur og valinn leikmaður ársins. Guðmundur lauk svo ferlinum með Njarðvík. Guðmundur lék 255 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 81 mark. Hann fékk gullskóinn 2008, silfurskóinn 2000 og var valinn leikmaður ársins 2008. Guðmundur varð þrisvar sinnum bikarmeistari með Keflavík. Hann lék þrjá A-landsleiki. Þórir Guðjónsson (fæddur 1991) er uppalinn hjá Fram en fór í Val í þriðja flokki. Hann lék sem lánsmaður með Leikni R. 2011 og var svo lánaður til Fjölnis 2012 og gekk til liðs við Grafarvogsliðið ári seinna. Þórir lék með Fjölni til 2018 þegar hann fór í Breiðablik. Í vetur gekk hann svo til liðs við Fram. Þórir hefur leikið 128 leiki í efstu deild og skorað 33 mörk. Guðjón Pétur Lýðsson (fæddur 1987) er frá Álftanesi. Fyrstu árin í meistaraflokki lék hann með Haukum, Breiðabliki, Stjörnunni og Álftanesi. Hann festi svo rætur hjá Haukum og hjálpaði liðinu að komast upp í efstu deild 2009. Eftir tímabilið 2010 fór Guðjón til Vals. Þar lék hann í tvö ár og var einnig um tíma í herbúðum Helsingborg sem varð sænskur meistari tímabilið sem hann lék með þeim. Guðjón fór til Breiðabliks 2013 og var þar í þrjú ár. Hann lék svo með Val og varð Íslandsmeistari með liðinu 2017 og 2018. Eftir tímabilið 2018 samdi Guðjón við KA. Hann stoppaði stutt við á Akureyri og fór aftur til Breiðabliks áður en tímabilið í fyrra hófst. Guðjón hefur leikið 200 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 45 mörk. Hann varð Íslandsmeistari með Val 2017 og 2018. Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Topp 5 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Fjórði þáttur Topp 5 er á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld. Þátturinn, sem er í umsjá Guðmundar Benediktssonar, hefst klukkan 20:00. Í þáttunum velja þrír leikmenn fimm uppáhalds mörkin sín á ferlinum og ræða um þau. Í þættinum í kvöld ræða þeir Guðmundur Steinarsson, Þórir Guðjónsson og Guðjón Pétur Lýðsson um sín uppáhalds mörk. Hér fyrir neðan má sjá Guðmund tala um glæsilegt mark sem hann skoraði fyrir Keflavík gegn KR suður með sjó sumarið 2001. Klippa: Topp 5 - Guðmundur Steinarsson Guðmundur Steinarsson (fæddur 1979) er einn af markahæstu leikmönnum í sögu efstu deildar á Íslandi. Hann er Keflvíkingur og lék lengst af ferilsins með liðinu. Guðmundur hóf ferilinn með Keflavík 1996 og varð bikarmeistari með liðinu árið eftir. Hann lék með KA í 1. deild sumarið 1999 en fór svo aftur til Keflavíkur. Guðmundur fór til Brønshøj Boldklub í Danmörku 2002 og lék þar í tvö ár. Sumarið 2003 lék hann með Fram. Guðmundur kom svo aftur til Keflavíkur 2004 og lék þar til 2012 ef frá eru taldir nokkrir mánuðir þar sem hann var í láni hjá Vaduz í Liechtenstein. Guðmundur varð bikarmeistari með Keflavík 2004 og 2006 og sumarið 2008 var hann markahæstur og valinn leikmaður ársins. Guðmundur lauk svo ferlinum með Njarðvík. Guðmundur lék 255 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 81 mark. Hann fékk gullskóinn 2008, silfurskóinn 2000 og var valinn leikmaður ársins 2008. Guðmundur varð þrisvar sinnum bikarmeistari með Keflavík. Hann lék þrjá A-landsleiki. Þórir Guðjónsson (fæddur 1991) er uppalinn hjá Fram en fór í Val í þriðja flokki. Hann lék sem lánsmaður með Leikni R. 2011 og var svo lánaður til Fjölnis 2012 og gekk til liðs við Grafarvogsliðið ári seinna. Þórir lék með Fjölni til 2018 þegar hann fór í Breiðablik. Í vetur gekk hann svo til liðs við Fram. Þórir hefur leikið 128 leiki í efstu deild og skorað 33 mörk. Guðjón Pétur Lýðsson (fæddur 1987) er frá Álftanesi. Fyrstu árin í meistaraflokki lék hann með Haukum, Breiðabliki, Stjörnunni og Álftanesi. Hann festi svo rætur hjá Haukum og hjálpaði liðinu að komast upp í efstu deild 2009. Eftir tímabilið 2010 fór Guðjón til Vals. Þar lék hann í tvö ár og var einnig um tíma í herbúðum Helsingborg sem varð sænskur meistari tímabilið sem hann lék með þeim. Guðjón fór til Breiðabliks 2013 og var þar í þrjú ár. Hann lék svo með Val og varð Íslandsmeistari með liðinu 2017 og 2018. Eftir tímabilið 2018 samdi Guðjón við KA. Hann stoppaði stutt við á Akureyri og fór aftur til Breiðabliks áður en tímabilið í fyrra hófst. Guðjón hefur leikið 200 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 45 mörk. Hann varð Íslandsmeistari með Val 2017 og 2018.
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Topp 5 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira