Svona lætur þú draumana rætast, „giggið“ og ömmubarn Rakel Sveinsdóttir skrifar 30. maí 2020 10:00 Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent og rithöfundur. Vísir/Vilhelm Hún er rithöfundur, pistlahöfundur, dósent við Viðskiptadeild Háskóla Íslands, skrifar fræðigreinar, heldur fyrirlestra, ferðast um heiminn (fyrir Covid), ferðast innanlands, á skemmtilega vini, gerir skemmtilega hluti og ef hún virðist ekki brosandi og síkát þá er hún í það minnsta að segja eitthvað gáfulegt. Að fá Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur til að fara yfir það með okkur hvernig við getum látið drauma okkar rætast var því tilvalið tækifæri fyrir kaffispjall helgarinnar enda er það einmitt á óvissutímum eins og núna þar sem við eigum að hugsa út fyrir boxið og læra betur að hugsa stærra og vera hugrakkari í að trúa öllu því besta fyrir okkur sjálf. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer það að sofa á kvöldin. Við spyrjum líka um verkefnin og skipulagið. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna klukkan hálf átta.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Ég byrja á að hella mér upp á kaffi og síðan sest ég niður við dagbókarskrif með rjúkandi kaffið en ég skrifa þrjár blaðsíður á hverjum degi, virka daga og um helgar og alltaf þrjár síður nema ég hafi eitthvað sérstakt að slúðra við dagbókina. Ég vek krakkana ef þau eru ekki komin fram svona tíu mínútur í átta og síðan borðum við saman og spjöllum um daginn framundan. Eftir að þau fara og ef ég hef tíma þá tekur við bæna- og hugleiðslustund oftast um 20 mínútur og þá er ég tilbúin í daginn.“ Hvaða ráð myndir þú gefa fólki sem vill koma fleiri hugmyndum – eða draumum sínum - í framkvæmd? „«Í fyrsta lagi þá verður þú að hafa hugrekki til að taka fyrsta skrefið í átt að draumum þínum. Það er sagt að ef maður tekur fyrsta skrefið í átt að draumi sínum af hugrekki þá taki guð (eða hvað þú vilt kalla hið æðra) næstu 100 með þér. «Í öðru lagi þá verður þú að hafa þol og þor til að mistakast. Þeim mun fleiri mistök því betri. Ég læt stundum nemendur mína gera mistaka-CV s.s. telja upp þau mistök sem þau hafa gert. Oftast lærir maður mest af mistökum sínum, þau færa mann nær raunverulegum draumum. «Í þriðja lagi þá verður enginn óbarinn biskup. Maður þarf að leggja sig fram, kannski ekki láta berja sig, en leggja á sig mikla vinnu og þegar fyrsta hindrunin mætir manni vera tilbúin til að finna leið í kringum hana. «Í fjórða lagi, láta þér sem vind um eyru þjóta hvað öðrum finnst þú eigir að gera eða ættir að vera. Það er ekki mikill karakter í því að reyna að lifa lífinu þannig að öllum líki við þig. Þetta líf er það sem okkur var gefið og það er enginn general prufa! Eins gott að lifa þannig að þú skrifir handritið og leikir aðalhlutverkið, leikstýrir því og finnir góða meðleikara. Töfrarnir felast í því að skrifa lífsins handrit og leika það en ekki að reyna að setja á svið það sem öðrum gæti hugsanlega, mögulega kannski líkað. «Í fimmta lagi, finndu stuðningsliðið þitt, veldu vel inn í það og leitaðu aðstoðar þegar þú þarft á því að halda og veittu aðstoð þegar aðrir þurfa á því að halda. «Í síðasta lagi, treystu því að allt muni fara á hin besta veg fyrir þig. þegar vel gengur þakkaðu fyrir og njóttu, þegar illa gengur þá gæti verið að þetta séu akkúrat mistökin sem þú þurftir á að halda. Allt hefur sinn tíma.“ Árelía er með tvær bækur í sigtinu núna, önnur þeirra er um „gigg" hagkerfið sem er bæði spennandi og ógnandi í senn.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Nú er ég að skipuleggja kennslu en við í Háskóla Íslands opnuðum fyrir sumarnám og ég verð að kenna í sumar. Ég hef líka verið í fræðiskrifum og verið að skila inn greinum í fræðileg tímarit. Ég er með tvær bækur á „prjónunum“, búin að skila inn handriti að nýrri skáldsögu sem ég þarf að vinna betur með. Ég ákvað að hvíla hana aðeins og er byrjuð að vinna að annarri bók sem breytingar á starfsferli fólks og hið svokallaða „gigg“ hagkerfi. Landslagið á vinnumarkaði er að breytast hratt og vöxtur í störfum þar sem fólk tekur að sér tímabundin, skilgreind verkefni eða „gigg“ er mikill. Þessi þróun er komin til að vera og er bæði spennandi og ógnandi. Það eru svo margir sem standa á tímamótum í sambandi við vinnu svo mér fannst sem þessi bók ætti heima núna. Ég tek viðtöl við fólk sem hefur mikla reynslu af því að vinna sjálfstætt eða taka að sér tiltekin tímabundin verkefni í stað þess að vera hjá einum vinnuveitenda. Bókinni er ætlað að svara þeirri spurningu; hvað þarf til til að ná árangri í „gigg“ hagkerfinu? Ég get upplýst að það eru á margan hátt þeir sömu þættir og komið var inn á í spurningunni um að láta drauma sína rætast hér að ofan. Stærsta og mest spennandi verkefnið mitt er að bíða eftir ömmubarni sem von er á í júni og þó að ég prjóni ekkert á það þá er ég með hugan við hið nýja hlutverk.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Fyrir mig snýst þetta meira um að forgangsraða vinnu. Passa upp á að vera ekki með allt of marga bolta í loftinu. Ég hef lært á langri ævi, að ef ég forgangsraða vel og ætla mér ekki allt of mikið þá kemur skipulagið að sjálfu sér. Mín vinna hefur ákveðin ryðma, kennsla hefst og henni lýkur, árinu er skipt upp í misseri og ég skipulegg vinnu mína í samræmi við þau. Þegar ég er ekki að kenna þá er ég að rannsaka og skrifa. Þegar ég er að kenna fer skipulagið eftir ákveðnu kennslufyrirkomulagi. Undirbúningur, kennsla, yfirferð. Þegar ég er að skrifa er allt annar taktur. Þá skrifa ég þangað til ég get ekki meira, þ.e. ég skrifa á hverjum degi þangað til ég er komin með uppkast af handriti. Þá tek ég pásu frá því handriti og geri eitthvað annað. Þegar ég er með fræðilegan texta þá vinn ég svipað. Öll mín skrif krefjast þess að ég endurskrifi og endurskrifi og svari þeim sem ritstýra eða ritrýna verk mín.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég fer oftast upp í rúm svona um 11 og les nokkrar setningar áður en dett útaf inn í draumalandið.“ Kaffispjallið Góðu ráðin Tengdar fréttir Koddahjal kvölds og morgna og óþekkjanlegur maður í sjoppunni Í kaffispjalli um helgar er rétt við fólk í ólíkum störfum og að þessu sinni er gestur okkar Páll Winkel fangelsismálastjóri. 23. maí 2020 10:00 Grænn drykkur og súkkulaði í morgunmat og góð ráð fyrir byrjendur í hlaupi Martha Ernst er án efa þekktasta hlaupakona landsins og í kaffispjalli helgarinnar gefur hún lesendum góð ráð fyrir byrjendur í hlaupi eða skokki. 2. maí 2020 10:00 Kórónuveiran reynir á túlkun samninga og eiginkonan vill þjóðnýta hann í svefnrannsóknir Í kaffispjalli um helgar er talað við fólk í ólíkum störfum og segir Árni Helgason lögmaður hjá JÁS Lögmönnum að lögmannstarfið sé skemmtilegt því það felur í sér að vinna með svo mörgu fólki. Árni Helgason er sannur B-maður. 9. maí 2020 10:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Hún er rithöfundur, pistlahöfundur, dósent við Viðskiptadeild Háskóla Íslands, skrifar fræðigreinar, heldur fyrirlestra, ferðast um heiminn (fyrir Covid), ferðast innanlands, á skemmtilega vini, gerir skemmtilega hluti og ef hún virðist ekki brosandi og síkát þá er hún í það minnsta að segja eitthvað gáfulegt. Að fá Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur til að fara yfir það með okkur hvernig við getum látið drauma okkar rætast var því tilvalið tækifæri fyrir kaffispjall helgarinnar enda er það einmitt á óvissutímum eins og núna þar sem við eigum að hugsa út fyrir boxið og læra betur að hugsa stærra og vera hugrakkari í að trúa öllu því besta fyrir okkur sjálf. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer það að sofa á kvöldin. Við spyrjum líka um verkefnin og skipulagið. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna klukkan hálf átta.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Ég byrja á að hella mér upp á kaffi og síðan sest ég niður við dagbókarskrif með rjúkandi kaffið en ég skrifa þrjár blaðsíður á hverjum degi, virka daga og um helgar og alltaf þrjár síður nema ég hafi eitthvað sérstakt að slúðra við dagbókina. Ég vek krakkana ef þau eru ekki komin fram svona tíu mínútur í átta og síðan borðum við saman og spjöllum um daginn framundan. Eftir að þau fara og ef ég hef tíma þá tekur við bæna- og hugleiðslustund oftast um 20 mínútur og þá er ég tilbúin í daginn.“ Hvaða ráð myndir þú gefa fólki sem vill koma fleiri hugmyndum – eða draumum sínum - í framkvæmd? „«Í fyrsta lagi þá verður þú að hafa hugrekki til að taka fyrsta skrefið í átt að draumum þínum. Það er sagt að ef maður tekur fyrsta skrefið í átt að draumi sínum af hugrekki þá taki guð (eða hvað þú vilt kalla hið æðra) næstu 100 með þér. «Í öðru lagi þá verður þú að hafa þol og þor til að mistakast. Þeim mun fleiri mistök því betri. Ég læt stundum nemendur mína gera mistaka-CV s.s. telja upp þau mistök sem þau hafa gert. Oftast lærir maður mest af mistökum sínum, þau færa mann nær raunverulegum draumum. «Í þriðja lagi þá verður enginn óbarinn biskup. Maður þarf að leggja sig fram, kannski ekki láta berja sig, en leggja á sig mikla vinnu og þegar fyrsta hindrunin mætir manni vera tilbúin til að finna leið í kringum hana. «Í fjórða lagi, láta þér sem vind um eyru þjóta hvað öðrum finnst þú eigir að gera eða ættir að vera. Það er ekki mikill karakter í því að reyna að lifa lífinu þannig að öllum líki við þig. Þetta líf er það sem okkur var gefið og það er enginn general prufa! Eins gott að lifa þannig að þú skrifir handritið og leikir aðalhlutverkið, leikstýrir því og finnir góða meðleikara. Töfrarnir felast í því að skrifa lífsins handrit og leika það en ekki að reyna að setja á svið það sem öðrum gæti hugsanlega, mögulega kannski líkað. «Í fimmta lagi, finndu stuðningsliðið þitt, veldu vel inn í það og leitaðu aðstoðar þegar þú þarft á því að halda og veittu aðstoð þegar aðrir þurfa á því að halda. «Í síðasta lagi, treystu því að allt muni fara á hin besta veg fyrir þig. þegar vel gengur þakkaðu fyrir og njóttu, þegar illa gengur þá gæti verið að þetta séu akkúrat mistökin sem þú þurftir á að halda. Allt hefur sinn tíma.“ Árelía er með tvær bækur í sigtinu núna, önnur þeirra er um „gigg" hagkerfið sem er bæði spennandi og ógnandi í senn.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Nú er ég að skipuleggja kennslu en við í Háskóla Íslands opnuðum fyrir sumarnám og ég verð að kenna í sumar. Ég hef líka verið í fræðiskrifum og verið að skila inn greinum í fræðileg tímarit. Ég er með tvær bækur á „prjónunum“, búin að skila inn handriti að nýrri skáldsögu sem ég þarf að vinna betur með. Ég ákvað að hvíla hana aðeins og er byrjuð að vinna að annarri bók sem breytingar á starfsferli fólks og hið svokallaða „gigg“ hagkerfi. Landslagið á vinnumarkaði er að breytast hratt og vöxtur í störfum þar sem fólk tekur að sér tímabundin, skilgreind verkefni eða „gigg“ er mikill. Þessi þróun er komin til að vera og er bæði spennandi og ógnandi. Það eru svo margir sem standa á tímamótum í sambandi við vinnu svo mér fannst sem þessi bók ætti heima núna. Ég tek viðtöl við fólk sem hefur mikla reynslu af því að vinna sjálfstætt eða taka að sér tiltekin tímabundin verkefni í stað þess að vera hjá einum vinnuveitenda. Bókinni er ætlað að svara þeirri spurningu; hvað þarf til til að ná árangri í „gigg“ hagkerfinu? Ég get upplýst að það eru á margan hátt þeir sömu þættir og komið var inn á í spurningunni um að láta drauma sína rætast hér að ofan. Stærsta og mest spennandi verkefnið mitt er að bíða eftir ömmubarni sem von er á í júni og þó að ég prjóni ekkert á það þá er ég með hugan við hið nýja hlutverk.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Fyrir mig snýst þetta meira um að forgangsraða vinnu. Passa upp á að vera ekki með allt of marga bolta í loftinu. Ég hef lært á langri ævi, að ef ég forgangsraða vel og ætla mér ekki allt of mikið þá kemur skipulagið að sjálfu sér. Mín vinna hefur ákveðin ryðma, kennsla hefst og henni lýkur, árinu er skipt upp í misseri og ég skipulegg vinnu mína í samræmi við þau. Þegar ég er ekki að kenna þá er ég að rannsaka og skrifa. Þegar ég er að kenna fer skipulagið eftir ákveðnu kennslufyrirkomulagi. Undirbúningur, kennsla, yfirferð. Þegar ég er að skrifa er allt annar taktur. Þá skrifa ég þangað til ég get ekki meira, þ.e. ég skrifa á hverjum degi þangað til ég er komin með uppkast af handriti. Þá tek ég pásu frá því handriti og geri eitthvað annað. Þegar ég er með fræðilegan texta þá vinn ég svipað. Öll mín skrif krefjast þess að ég endurskrifi og endurskrifi og svari þeim sem ritstýra eða ritrýna verk mín.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég fer oftast upp í rúm svona um 11 og les nokkrar setningar áður en dett útaf inn í draumalandið.“
Kaffispjallið Góðu ráðin Tengdar fréttir Koddahjal kvölds og morgna og óþekkjanlegur maður í sjoppunni Í kaffispjalli um helgar er rétt við fólk í ólíkum störfum og að þessu sinni er gestur okkar Páll Winkel fangelsismálastjóri. 23. maí 2020 10:00 Grænn drykkur og súkkulaði í morgunmat og góð ráð fyrir byrjendur í hlaupi Martha Ernst er án efa þekktasta hlaupakona landsins og í kaffispjalli helgarinnar gefur hún lesendum góð ráð fyrir byrjendur í hlaupi eða skokki. 2. maí 2020 10:00 Kórónuveiran reynir á túlkun samninga og eiginkonan vill þjóðnýta hann í svefnrannsóknir Í kaffispjalli um helgar er talað við fólk í ólíkum störfum og segir Árni Helgason lögmaður hjá JÁS Lögmönnum að lögmannstarfið sé skemmtilegt því það felur í sér að vinna með svo mörgu fólki. Árni Helgason er sannur B-maður. 9. maí 2020 10:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Koddahjal kvölds og morgna og óþekkjanlegur maður í sjoppunni Í kaffispjalli um helgar er rétt við fólk í ólíkum störfum og að þessu sinni er gestur okkar Páll Winkel fangelsismálastjóri. 23. maí 2020 10:00
Grænn drykkur og súkkulaði í morgunmat og góð ráð fyrir byrjendur í hlaupi Martha Ernst er án efa þekktasta hlaupakona landsins og í kaffispjalli helgarinnar gefur hún lesendum góð ráð fyrir byrjendur í hlaupi eða skokki. 2. maí 2020 10:00
Kórónuveiran reynir á túlkun samninga og eiginkonan vill þjóðnýta hann í svefnrannsóknir Í kaffispjalli um helgar er talað við fólk í ólíkum störfum og segir Árni Helgason lögmaður hjá JÁS Lögmönnum að lögmannstarfið sé skemmtilegt því það felur í sér að vinna með svo mörgu fólki. Árni Helgason er sannur B-maður. 9. maí 2020 10:00