Kaffispjallið

Fréttamynd

Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin

Davíð Tómasson, framkvæmdastjóri Moodup og körfuboltadómari, segir stundum erfitt að ná sér niður í svefninn eftir að hafa verið að dæma leiki. Um þessar mundir sé hann líka að sofna óvenju seint sem hann segir skýrast af unglingastælum í sér.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Fermingar­myndin ekki til út­flutnings

Hrönn Greipsdóttir, forstjóri Nýsköpunarsjóðsins Kríu, segir engan hasar á morgnana lengur. Þau hjónin séu tvö með latan hund og oftar en ekki er Hrönn svo heppin að eiginmaðurinn gefur henni fyrsta kaffibollann um það leyti sem hún fer fram úr.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Hef ein­stak­lega gaman af þessari stans­lausu niður­lægingu“

Hrefna Sigfinnsdóttir, forstjóri Creditinfo, hefur oft sett sér það markmið um áramótin að verða sjúklega góð í golfi. Eftir fjögur ár af skemmtilegri en stanslausri niðurlægingu ákvað hún að setja sér nýtt markmið fyrir þetta ár: Að hafa gaman að þessu. Hrefna fer í ræktina með fimmtíu ára gömlum vinskap þrisvar í viku.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti

Sigga Dögg kynfræðingur og rithöfundur, byrjar daginn oftast á því að segja vekjaranum að grjóthalda kjafti. Enda elskar hún sinn níu tíma svefn þar sem hún ferðast um heima og geima. Sigga Dögg samsvarar sig helst við Grýlu í jólasveinafjölskyldunni.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“

Daníel Rafn Guðmundsson, umsjónarmaður á Hlaðgerðarkoti og framkvæmdastjóri bifreiðaverkstæðisins Hemils í Kópavogi, byrjar daginn á því að drekka kaffi og hlusta á orð dagsins á Rás 1. Sem hann segir góða leið til að byrja daginn og áður en maður fer í símann.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Langaði svaka­lega mikið í sleik við George Clooney

Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og lögfræðingur hjá Kvis, segist vera kómísk blanda af einstaklingi sem fæddist 107 ára en er ung í anda. Hödd segir kaffivélina mjög elskað heimilistæki og nýtir morgnana í að læra ítölsku með Duolingo.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Eigin­konan kvartar undan fífla­gangi á morgnana

Guðmundur Heiðar Helgason, almannatengill og texta- og hugmyndasmiður hjá auglýsingastofunni TVIST, segir tvær mennskar vekjaraklukkur sjá til þess að hann fari snemma fram úr á morgnana; Önnur er fjögurra ára og hin eins og hálfs árs.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Katrín Olga, þetta er ein­göngu hálf­tími af þínu lífi“

Katrín Olga Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Elmu orkuviðskipta, mælir með því að allir vinahópar eigi sér sitt lag til að koma sér í gírinn. Í hennar vinkvennahópi er lagið Fernando tekið á góðum stundum og er Katrín ekki frá því að hópurinn hljómi jafnvel betur en sjálf Cher.

Atvinnulíf