Klopp ánægður með að vera kominn aftur | Lofar skrúðgöngu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júní 2020 15:00 Klopp er svona ánægður með að vera mættur aftur til starfa á æfingasvæði Liverpool. EPA-EFE/PETER POWELL Jürgen Klopp, þjálfari verðandi Englandsmeistara Liverpool, gæti ekki verið ánægðari með að vera snúinn aftur á æfingavöllinn að horfa á „frábæra fótboltaliðið sitt.“ Þetta sagði hann myndbandsviðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, í morgunsárið. Ræddi hann til að mynda hvernig það væri að vera mættur aftur á æfingasvæðið, hvernig það yrði fyrir félögin að spila á tómum leikvöngum og ástand leikmanna eftir hartnær þriggja mánaða pásu sökum kórónufaraldursins. „Það er ótrúlegt hvað ég hef saknað þess mikið,“ sagði Klopp meðal annars í viðtalinu. Liverpool, líkt og önnur lið ensku úrvalsdeildarinnar, eru í miðjum undirbúningi fyrir lokakafla tímabilsins en deildinni var frestað þann 13. mars. Mun hún fara aftur af stað þann 17. júní og er ljóst að það verður þétt leikið til að klára tímabilið sem fyrst. Liverpool er með 25 stiga forystu á toppi deildarinnar og fari svo að það vinni sinn fyrsta leik og Manchester City tapi sínum þá eru liðsmenn Klopp orðnir Englandsmeistarar. Liverpool manager Jurgen Klopp says he is "really happy to be back" to watch his "wonderful football team again" https://t.co/fPDAzebrdU pic.twitter.com/rZuDIsu5fM— BBC Sport (@BBCSport) June 2, 2020 Klopp segir þó mikla vinnu framundan og að „Liverpool vilji vinna eins marga leiki og mögulegt er.“ „Við erum ekki enn orðnir meistarar og við munum gera okkar besta til að ná í þau 27 stig sem eru eftir í pottinum,“ sagði Klopp. Takist honum ætlunarverk sitt þá endar Liverpool með 109 stig sem væri nýtt stigamet í ensku úrvalsdeildinni. Það er ljóst að þeir leikir sem verða leiknir fram á haust verða fyrir luktum dyrum og myndi bikarafhending Liverpool fara fram á tómum leikvangi. Það yrði þó skrúðganga, á endanum. „Það verður skrúðganga þegar það er öruggt að halda fjöldasamkomur. Við munum fagna með stuðningsmönnum okkar um leið og hægt er. Ég get lofað því að það verður skrúðganga líka, sama hvenær það yrði.“ Varðandi heima- og útileiki þá segir Þjóðverjinn það ekki skipta máli en það gæti verið að sumir leikjanna muni fara fram á hlutlausum völlum. „Það er engin hjálp í að spila á heimavelli þar sem það verða engir stuðningsmenn í stúkunni svo ég hef ekki áhyggjur af því að spila á hlutlausum völlum. Ef þú horfir á þýsku deildina þá var ekki mikið af sigrum á heimavelli. Ef hinn valmöguleikinn er að spila ekki þá skal ég spila hvar sem er. Mér gæti ekki verið meira sama hvar leikirnir fara fram,“ sagði Klopp jafnframt. Þýska deildin fór af stað nýverið og virðast lið græða lítið sem ekkert á því að spila á heimavelli þegar stúkurnar eru tómar. Dortmund players still went to the Yellow Wall (normally 25k fans) and applauded the empty stand as a symbol of their appreciation and thoughts for the fans. pic.twitter.com/edBQORGe84— Stu Holden (@stuholden) May 16, 2020 „Leikmenn komu til baka í góðu ásigkomulagi en margir þeirra þurftu á hvíld að halda eftir að hafa spilað þétt í langan tíma,“ sagði Klopp að lokum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Jürgen Klopp, þjálfari verðandi Englandsmeistara Liverpool, gæti ekki verið ánægðari með að vera snúinn aftur á æfingavöllinn að horfa á „frábæra fótboltaliðið sitt.“ Þetta sagði hann myndbandsviðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, í morgunsárið. Ræddi hann til að mynda hvernig það væri að vera mættur aftur á æfingasvæðið, hvernig það yrði fyrir félögin að spila á tómum leikvöngum og ástand leikmanna eftir hartnær þriggja mánaða pásu sökum kórónufaraldursins. „Það er ótrúlegt hvað ég hef saknað þess mikið,“ sagði Klopp meðal annars í viðtalinu. Liverpool, líkt og önnur lið ensku úrvalsdeildarinnar, eru í miðjum undirbúningi fyrir lokakafla tímabilsins en deildinni var frestað þann 13. mars. Mun hún fara aftur af stað þann 17. júní og er ljóst að það verður þétt leikið til að klára tímabilið sem fyrst. Liverpool er með 25 stiga forystu á toppi deildarinnar og fari svo að það vinni sinn fyrsta leik og Manchester City tapi sínum þá eru liðsmenn Klopp orðnir Englandsmeistarar. Liverpool manager Jurgen Klopp says he is "really happy to be back" to watch his "wonderful football team again" https://t.co/fPDAzebrdU pic.twitter.com/rZuDIsu5fM— BBC Sport (@BBCSport) June 2, 2020 Klopp segir þó mikla vinnu framundan og að „Liverpool vilji vinna eins marga leiki og mögulegt er.“ „Við erum ekki enn orðnir meistarar og við munum gera okkar besta til að ná í þau 27 stig sem eru eftir í pottinum,“ sagði Klopp. Takist honum ætlunarverk sitt þá endar Liverpool með 109 stig sem væri nýtt stigamet í ensku úrvalsdeildinni. Það er ljóst að þeir leikir sem verða leiknir fram á haust verða fyrir luktum dyrum og myndi bikarafhending Liverpool fara fram á tómum leikvangi. Það yrði þó skrúðganga, á endanum. „Það verður skrúðganga þegar það er öruggt að halda fjöldasamkomur. Við munum fagna með stuðningsmönnum okkar um leið og hægt er. Ég get lofað því að það verður skrúðganga líka, sama hvenær það yrði.“ Varðandi heima- og útileiki þá segir Þjóðverjinn það ekki skipta máli en það gæti verið að sumir leikjanna muni fara fram á hlutlausum völlum. „Það er engin hjálp í að spila á heimavelli þar sem það verða engir stuðningsmenn í stúkunni svo ég hef ekki áhyggjur af því að spila á hlutlausum völlum. Ef þú horfir á þýsku deildina þá var ekki mikið af sigrum á heimavelli. Ef hinn valmöguleikinn er að spila ekki þá skal ég spila hvar sem er. Mér gæti ekki verið meira sama hvar leikirnir fara fram,“ sagði Klopp jafnframt. Þýska deildin fór af stað nýverið og virðast lið græða lítið sem ekkert á því að spila á heimavelli þegar stúkurnar eru tómar. Dortmund players still went to the Yellow Wall (normally 25k fans) and applauded the empty stand as a symbol of their appreciation and thoughts for the fans. pic.twitter.com/edBQORGe84— Stu Holden (@stuholden) May 16, 2020 „Leikmenn komu til baka í góðu ásigkomulagi en margir þeirra þurftu á hvíld að halda eftir að hafa spilað þétt í langan tíma,“ sagði Klopp að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira